Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 62

Fréttablaðið - 27.08.2010, Page 62
42 27. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2. skál, 6. slá, 8. rjúka, 9. kerald, 11. í röð, 12. mögla, 14. bragsmiður, 16. kallorð, 17. tala, 18. erlendis, 20. tveir eins, 21. skref. LÓÐRÉTT 1. fituskán, 3. fíngerð líkamshár, 4. ástir, 5. efni, 7. heimakoma, 10. rölt, 13. hafið, 15. ryk, 16. híbýli, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. ílát, 6. rá, 8. ósa, 9. áma, 11. tu, 12. kurra, 14. skáld, 16. hó, 17. níu, 18. úti, 20. ff, 21. stig. LÓÐRÉTT: 1. brák, 3. ló, 4. ástalíf, 5. tau, 7. ámusótt, 10. ark, 13. rán, 15. duft, 16. hús, 19. ii. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1 Geir Waage. 2 Hjartaáfalls. 3 Barneignir. Rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson kemur við sögu í nýrri ljóðabók banda- ríska bít-skáldsins Rons Whitehead, The Storm Generation Manifesto. Þeir eru skráðir höfundar samnefnds ljóðs sem birtist í bókinni. Einnig er þar mynd af þeim saman á góðri stundu á Íslandi. „Þetta ljóð varð þannig til að ég kom með nokkur stikkorð og hugmyndir en það var í raun Ron sem samdi það. Ég vildi endilega að hann skrifaði sjálfan sig fyrir því en hann er svo mikill höfð- ingi og var mér svo þakklátur fyrir að eiga nokkrar hugmyndir í ljóðinu að hann gerir mig að meðhöfundi,“ segir Ólafur. Hann þýddi á sínum tíma skáldsögu bít- skáldsins Jacks Kerouac, On the Road, og kynntist Whitehead fyrir nokkrum árum er hann ritstýrði bók í tilefni af fimmtíu ára afmæli sögunnar. Síðan þá hafa þeir verið í góðu sambandi. Whitehead tók þátt í bít-hátíð á heimili Ólafs fyrir tveimur árum og núna vill bít- skáldið endurtaka leikinn með enn stærri, fjögurra daga hátíð. Hún á að heita The First Storm Generation og verður haldin á þremur stöðum hér á landi næsta sumar á Jónsmessunni. „Þetta sem Ron er að setja í gang er í raun upphafið að nýrri bókmenntahreyfingu sem á að skilja sig frá bít-kynslóðinni á svipaðan máta og bít-kynslóðin skildi sig frá lost-kynslóð- inni,“ útskýrir Ólafur. Til stóð að halda stóra bít-hátíð á Eiðum á síðasta ári en ekkert varð af henni vegna kreppunnar. Sigurjón Sig- hvatsson ætlaði að gera heimild- armynd um hátíðina og gestir á borð við leikarana Ethan Hawk, Mickey Rourke og Johnny Depp, vinir Whiteheads, voru nefndir til sögunnar. Hvort þeir láti sjá sig hér á landi næsta sumar á allt saman eftir að koma í ljós. Engu að síður er búist við nokkur hundruð gestum frá Bandaríkjunum á hátíðina. - fb Skipuleggja Storm-hátíð á Íslandi „Þetta er fyrsta stuttmyndin sem mér fannst nógu góð til að ég þyrði að senda hana frá mér,“ segir kvik- myndagerðarmaðurinn Logi Hilm- arsson. Stuttmynd hans, Þyngdar- afl, keppir í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni Nordisk Panorama sem fram fer í Berg- en í Noregi dagana 24. til 29. sept- ember. Þyngdarafl var frumsýnd á stutt- myndahátíðinni Northern Wave á Grundarfirði í vetur og voru mót- tökurnar svo góðar að Logi ákvað að senda myndina áfram á Nord- isk Panorama. „Ég varð svolítið hissa yfir því hvað hún fékk góðar móttökur. Ég var búinn að liggja svo lengi yfir henni að ég var kom- inn með algjört ógeð, en þegar ég horfði á hana í bíósalnum og sá viðbrögð fólks áttaði ég mig á því að myndin var ekki alslæm,“ segir Logi. Hann stundaði nám við kvik- myndaskóla í París auk þess sem hann hefur starfað mikið innan kvikmyndabransans hér á landi undanfarin ár. Að sögn Loga fjallar Þyngdarafl um ást, vináttu og trú og áhrif trú- arinnar á samband manna. Leik- ararnir Magnea Valdimarsdóttir, Magnús Guðmundsson og Damon Younger fara með hlutverk í mynd- inni. Inntur eftir því hvaða þýðingu þetta hafi á feril hans segir Logi þetta fyrst og fremst mikið hrós. „Þetta er auðvitað mikil viður- kenning fyrir mig sem kvikmynda- gerðarmann því það eru fáar myndir sem komast að á hátíðinni og vonandi opnar þetta nýjar dyr í framtíðinni,“ segir hann og bætir við hlæjandi: „Og nú þarf ég ekki lengur að skammast mín þegar ég segist vera kvikmyndagerðar- maður.“ Sjónvarpið hefur þegar keypt sýningarréttinn að myndinni og því ættu landsmenn að geta barið hana augum innan tíðar. - sm Logi á Nordisk Panorma ÓLAFUR GUNNARSSON Ólafur kemur við sögu nýrri ljóðabók bandaríska bít-skáldsins Rons Whitehead. Alexander Rybak, norska Euro- vision-stjarnan sem sló eftirminni- lega í gegn með laginu Fairy Tale í Mosvku 2008, treður upp á jóla- tónleikum Björgvins Halldórsson- ar, Jólagestir 2010. Rybak er önnur erlenda stjarnan sem kemur fram á tónleikunum. Eins og Frétta- blaðið greindi frá fyrir skömmu mun breski óperusöngvarinn Paul Potts einnig syngja á þeim en tón- leikarnir verða í Laugardalshöll þann 4. desember. Því skal hald- ið til haga að Rybak kemur ekki fram á tónleikunum á Akureyri þann 11.desember. Rybak mun syngja dúett með annarri Euro- vision-stjörnu, Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, en hún hreppti einmitt annað sætið í keppninni í Rúss- landi, sællar minningar. Lítið hefur farið fyrir Jóhönnu Guðrúnu að undanförnu en hún neyddist til að taka því rólega eftir mikla vinnutörn vegna liðagigtar sem hún þjáist af. Hún hefur því eytt tímanum í að semja lög en liða- gigtinni geta fylgt miklir verkir, hiti og þreyta. „Það eru allir með sitt, þetta er bara mitt og ég er mjög góð þegar ég er á réttum lyfj- um.“ Þetta verður í fyrsta skipti sem Jóhanna og Rybak syngja saman en eflaust hafa margir beðið eftir að sjá þennan dúett eftir stór- kostlega frammistöðu í Eurovision. „Þetta stóð alltaf til en það var svo mikið að gera hjá okkur báðum strax eftir keppnina að það gafst aldrei tími til þess,“ segir Jóhanna, sem mun einnig syngja á jólatón- leikum í Svíþjóð á þessu ári. Rybak hefur tekið Evrópu með trompi eftir sigurinn í Eurovision. Og á stundum hefur álagið orðið helst til of mikið en fyrr í sumar gengu þær sögur fjöllum hærra að Rybak væri að fara yfirum í norskum og sænskum fjölmiðl- um. Þá hafði hann gengið í skrokk á fiðlu sinni á tónleikum í Gauta- borg og neyddist til að hætta við að koma fram á skemmtun fyrir sænska ríkissjónvarpið. Rybak hefur hins vegar sagt að hann hafi það fínt, hann hafi einfald- lega ofkeyrt sig enda verið á nán- ast stanlausu ferðalagi síðan í Moskvu. freyrgigja@frettabladid.is JÓHANNA GUÐRÚN: ÞETTA VERÐUR FLUGELDASÝNING Jóhanna Guðrún og Alex- ander Rybak syngja hjá Bó MIKIÐ HRÓS Stuttmynd Loga Hilmarssonar keppir í flokki stuttmynda á Nordisk Panorama kvikmyndahátíðinni sem fram fer í Noregi í lok september. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LANGÞRÁÐ STUND Íslendingar verða þeir fyrstu sem fá að sjá Jóhönnu Guðrúnu og Alexander Rybak á sviði en þau koma fram á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar þann 4.desember í Laugardalshöll. Ásgeir Þór Davíðsson hefur um nokkurt skeið rekið skemmti- staðinn Eighties við Grensásveg en nú hefur hann fengið nóg af þessum áratug og stað- urinn fengið nýtt nafn. Hann heitir nú Replay en það er vísun í nafnið á gamla staðnum, Steak & Play. Ásgeir mun ekki sjálfur stjórna staðnum heldur hefur dóttir hans, Jakobína, tekið við lyklavöldum. Eins og Fréttablaðið greindi frá verður hápunktur söfnunar- innar Á allra vörum í beinni útsendingu Skjás eins í kvöld. Tilgangurinn að þessu sinni er að safna fyrir Ljósið, endurhæfingar-og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein eða blóð- sjúkdóma. Fjöldi þekktra andlita mun svara í söfnunarsíma átaksins en stjórnendur þáttarins verða þau Inga Lind og Sölvi Tryggvason. Meðal þeirra sem sitja við símtækin í símaveri já.is verða Dagur B. Eggerts- son, Sigfús Sigurðsson og mamma hans, Margrét Sigfúsdóttir. Þá mun Vigdís Finnboga- dóttir einnig svara nokkrum símtölum sem og Gaui litli, Ragnhildur Gísla- dóttir og Randver Þorláksson en sá sem verður eflaust flottastur í tauinu er Karl Berndsen. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKI LÖGIN VIÐ VINNUNA „Þessa dagana set ég daglega á Sombody gonna get pregnant með Ninjasonik og dilla mér aðeins, til að fá jafnvægi á móti því slaka ég á við að hlusta á Alesund með Sun Kil Moon. Svo var ég að enduruppgötva hljóm- sveitina Grizzly Bear.“ Lilja Hrönn Helgadóttir hjúkrunarfræði- nemi. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Gildir ágúst 2010 úsk orti ð OP IÐ KLe ikhú sko rtið 201 0/2 011 Leikhúsk ort 4 miðar á aðeins 9.900 kr. Fíasól (Kúlan) Hænuungarnir (Kassinn) Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Hamskiptin (Stóra sviðið) Nígeríusvindlið (Kassinn) Lau 11/9 kl. 15:00 Ö Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Ö Fim 16/9 kl. 20:00 U Fös 17/9 kl. 20:00 Ö Lau 18/9 kl. 20:00 Ö Sun 19/9 kl. 19:00 Fös 24/9 kl. 19:00 Lau 25/9 kl. 19:00 Sun 29/8 kl. 20:00 Ö Fös 3/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 28/8 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 20:00 Lau 4/9 kl. 13:00 Ö Lau 4/9 kl. 15:00 Ö Lau 11/9 kl. 13:00 Fös 10/9 kl. 20:00 Ö Lau 11/9 kl. 20:00 Ö Sun 12/9 kl. 20:00 Fim 9/9 kl. 19:00 Ö Fös 10/9 kl. 19:00 Ö Lau 18/9 kl. 19:00 Ö Fös 27/8 kl. 20:00 Ö Fös 27/8 kl. 20:00 Ö Sun 29/8 kl. 20:00 Ö Fim 26/8 kl. 20:00 Fös 27/8 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Ö Sun 19/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 19:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Ö Fös 1/10 kl. 19:00 Lau 2/10 Kl. 19:00 Sun 12/9 kl. 20:00 i Sun 5/9 kl. 20:00 50 sýningar fyrir fullu húsi á síðasta leikári! ***** Fbl *****Mbl Leikhúsveisla sem allir verða að upplifa! Sýningar hefjast kl. 19:00 Rómið sýning Vesturports í Þjóðleikhúsinu á ný eftir sigurgöngu víða um heim. Örfáar sýningar! Aðeins sýnt til 5. september

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.