Fréttablaðið - 02.09.2010, Side 11

Fréttablaðið - 02.09.2010, Side 11
FIMMTUDAGUR 2. september 2010 11 SKÓLAMÁL Yfir 82 prósent fram- haldsskólakennara síðasta haust voru með kennsluréttindi. Þeim fjölgaði um þrjú pósentustig frá fyrra ári og hafa ekki verið fleiri síðan Hagstofan hóf að halda utan um þessar tölur fyrir ára- tug. Þá hafa aldrei verið fleiri kennarar sem hafa lokið fram- haldsnámi en nú. Í fyrrahaust var rúmur fjórðungur sem hafði meistaragráðu, doktorsgráðu eða sambærilega menntun, sem er aukning um níu prósentustig á áratug, en haustið 1999 var hlut- fallið um 16 prósent. Konur eru fleiri en karlar meðal réttinda- kennara, en hlutfall þeirra er 87 prósent á móti 77 prósentum karla. - þj Réttindakennurum fjölgar: 82% kennara með réttindi FLEIRI RÉTTINDAKENNARAR Aldrei hafa verið fleiri réttindakennarar í framhalds- skólum. NORDICPHOTOS/GETTY Helmingur ók of hratt Nær helmingur ökumanna, eða 45 prósent þeirra, sem lögregla myndaði á Fjallkonuvegi í Reykjavík í fyrradag ók of hratt. Fylgst var með öku- tækjum sem var ekið Fjallkonuveg í austurátt, við Foldaskóla. LÖGREGLUFRÉTTIR SAMFÉLAGSMÁL Tólf ára börn og yngri mega vera úti til klukkan átta að kvöldi. Þetta er sam- kvæmt útivistarreglum sem tóku gildi í gær. Þrettán til sextán ára unglingar mega vera úti til klukk- an tíu. Bregða má út af reglunum fyrir síðartalda hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá við- urkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Útivistarreglurnar eru sam- kvæmt barnaverndarlögum. Þeim er ætlað að tryggja nægan svefn en hann er börnum og ungl- ingum nauðsynlegur. Mikilvægt er að fylgja því eftir að börn og unglingar fái nægan svefn. Í því felst meðal annars að þau séu ekki í tölvunni þegar þau eiga að vera komin í rúmið. - jss Breyttur útivistartími: Börnum tryggð- ur nægur svefn Guðríður skipuð til eins árs Guðríður Þorsteinsdóttir, skrifstofu- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, hefur verið sett í embætti ráðuneytisstjóra. Hún mun sitja í fjarveru Berglindar Ásgeirsdóttur, sem fer í eins árs námsleyfi. STJÓRNSÝSLA * Endurgreiðslan er 5,16% m.v. 193,9 kr. lítraverð á 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu hjá Shell og 4,16% m.v. 192,3 kr. lítraverð á 95 oktana bensíni hjá Orkunni. Sú endurgreiðsla jafngildir 10 kr. á lítra hjá Shell og 8 kr. á lítra hjá Orkunni. Ódýrara eldsneyti fyrir e-korthafa í dag Í dag er 10 króna endurgreiðsla á stöðvum Shell og 8 krónu endurgreiðsla hjá Orkunni fyrir e-korthafa.* Endurgreiðsludagur e-kortsins Þú færð e-kortið í Arion banka. Farðu á arionbanki.is og kynntu þér kosti e-kortsins. Endurgreiðslan er greidd út með ávísun í desember. REYKJAVÍK „Allt er þetta svolítið í höndum Strætós enn þá,“ segir Karl Sigurðsson, borgarfull- trúi Besta flokksins og formað- ur umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkur. Strætó bs. kynnti í gær hugmyndir sem miða að því að færa skipti- og endastöð vagna frá Hlemmi að BSÍ og breyta akstri um miðborg Reykjavíkur. Karl segir Strætó munu vinna málið áfram, svo sem fara í kostn- aðargreiningu og komi til þess, samningaviðræður við Kynnis- ferðir sem eiga BSÍ. „En þessu var mjög vel tekið í okkar ráði og okkur þóttu þetta frábærar hugmyndir sem þeir eru með.“ Að sögn Karls var í kynningu Strætós í gær lögð áhersla á að fara yfir þá möguleika sem í stöðunni eru og kosti við breyt- ingarnar. „En við fórum ekki út í útfærsluna, ena í raun ekki í okkar höndum að gera samning við BSÍ fyrir Strætó.“ Þá var ekki heldur farið yfir mögulegan kostnað vegna breytinganna. Karl segir hins vegar að áfram verði skoðuð hugmynd um að gera Lækjargötu að „samrými“ þar sem blandað verður saman akandi, hjólandi og gangandi umferð. „Sú hugmynd er komin frá sjálf- stæðismönnum í umhverfis- og samgönguráði og henni var vel tekið á fundinum.“ Breytingar á miðbæjarakstri Strætós segir hann geta fallið vel að slíkri breyt- ingu, enda myndi þá draga veru- lega úr umferðarhraða í Lækjar- götu. - óká Á HLEMMI Einhver bið verður á að Strætó flytji sig frá Hlemmi í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA KARL SIGURÐSSON Boltinn hjá Strætó varðandi útfærslu og samninga vegna flutnings frá Hlemmi: Breyttur miðbær er á umræðustigi VIÐSKIPTI SP-fjármögnun mun ekki senda út greiðsluseðla í sept- ember vegna gjalddaga bílalána og kaupleigusamninga í erlendri mynt. Fyrirtækið bíður niður- stöðu Hæstaréttar á málum sem snúa að vaxtaþætti slíkra lána. Í tilkynningu frá SP-fjármögn- un segir að undirbúningur á end- urútreikningum lánanna hafi hafist í sumar, en þar sem ljóst sé að niðurstaða Hæstaréttar, sem tekur fyrrgreind mál fyrir næsta mánudag, muni hafa áhrif á sé rétt að bíða dómsniðurstöðu. - þj Bíða úrskurðar Hæstaréttar: SP sendir ekki greiðsluseðla

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.