Fréttablaðið - 02.09.2010, Side 21

Fréttablaðið - 02.09.2010, Side 21
FIMMTUDAGUR 2. september 2010 21 Stjórnarskrá Íslands, sem sam-þykkt var með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í þjóðarat- kvæðagreiðslu við lýðveldisstofn- unina á Þingvöllum 17. júní 1944, er í öllum meginatriðum samhljóða stjórnarskrá Danmerkur. Það eru því ekki endilega annmarkar á stjórnarskránni, sem knýja á um, að þjóðin setji sér nú nýja stjórnar- skrá, enda hefur Danmörku vegn- að býsna vel. Danir gerðu að vísu nokkrar breytingar á stjórnarskrá sinni 1953 einkum vegna hugsan- legrar inngöngu í Evrópusam- bandið síðar, en Íslendingar hafa ekki gert samsvarandi breytingar, að frátöldum nýjum mannréttinda- kafla. Þessi munur skiptir þó ekki miklu máli. Hrunið 2008 stafaði ekki af stjórnarskránni, en hún hefði þurft að girða fyrir ofríki fram- kvæmdarvaldsins. Stjórnmála- stéttin hefur sýnt stjórnarskránni tómlæti og litla virðingu. Stjórn- arskrárnefndir skipaðar fulltrú- um allra þingflokka hafa setið að störfum um langt árabil án þess að skila nokkrum umtalsverðum árangri. Þó tók steininn úr, þegar stjórnmálamenn færðu útvegs- mönnum fyrst ókeypis aðgang að sameignarauðlindinni í haf- inu umhverfis Ísland með upp- töku kvótakerfisins og tóku síðan, þegar allt var um garð gengið, að tala um nauðsyn þess að færa sam- eign þjóðarinnar á auðlindum inn í stjórnarskrána. Tímasetningin segir sitt. Mannréttindabrot Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna birti 2007 bindandi álit þess efnis, að fiskveiðistjórnar- lögin brjóti gegn mannréttindum samkvæmt alþjóðasáttmálum, sem Ísland hefur fullgilt, og þá einnig gegn samhljóða ákvæðum í stjórn- arskránni, svo sem Hæstiréttur hafði áður úrskurðað. Stjórnvöld sýna því þó engan áhuga enn að nema mannréttindabrotaþáttinn burt úr löggjöfinni. Fyrsta meiri- hlutastjórn vinstri flokkanna frá upphafi skipar sér í sveit með gömlu helmingaskiptaflokkun- um, enda má telja víst, að flokk- arnir hafa allir og tengdir aðilar tekið við fúlgum fjár frá útvegs- fyrirtækjum líkt og frá bönkum og öðrum útrásarfyrirtækjum, svo sem Ríkisendurskoðun lýsti í skýrslu sinni um málið í árslok 2009. Ríkisstjórnin hefur sent Mann- réttindanefnd SÞ langt nef með því að gera að sínu svari fráleitt svarbréf fyrri ríkisstjórnar til nefndarinnar. Ríkisstjórnin virð- ist nú í þokkabót búast til að falla frá afdráttarlausu ákvæði í eigin málsefnasamningi um fyrningu aflaheimilda. Þess verður nú að krefjast af fullum þunga, að fjár- stuðningur útvegsfyrirtækja við stjórnmálaflokkana aftur í tím- ann verði dreginn fram í dags- ljósið. Það liggur fyrir, að flokk- arnir gengu fyrir fjárveitingum frá bönkunum og skyldum fyrir- tækjum, svo sem Ríkisendurskoð- un hefur upplýst og ég lýsti hér í blaðinu 14. janúar síðast liðinn. Við eigum enn eftir að fá sams konar greinargerð um fjárhagstengsl útvegsfyrirtækja og stjórnmála- flokka. Það þolir ekki lengri bið. Hreint borð Þörfin fyrir nýja stjórnarskrá helgast af nauðsyn þess að byrja upp á nýtt, frá grunni, með hreint borð. Stjórnmálastéttin kallaði hrunið yfir landið ásamt meðreið- arsveinum sínum í bönkum og útrásarfyrirtækjum eins og rann- sóknarnefnd Alþingis lýsir glöggt í skýrslu sinni. Undan þeirri stað- reynd verður ekki vikizt. Þjóðin á nú þann kost vænstan að byrja upp á nýtt með því að setja sér nýja stjórnarskrá og nota þá tæki- færið til ýmissa gagngerra breyt- inga og til að senda umheiminum skýr skilaboð um nýtt upphaf og nýja siði. Aðrar þjóðir hafa sett sér nýjar stjórnarskrár við mikilvæg vatnaskil í sögu sinni. Þjóðverjar settu sér nýja stjórnarskrá eftir heimsstyrjöldina síðari. Suður- Afríkumenn settu sér nýja stjórn- arskrá við valdatöku svarta meiri hlutans eftir hrun aðskilnaðar- stjórnarinnar 1994. Þessar tvær stjórnarskrár geta reynzt góðar fyrirmyndir handa Íslending- um. Mannréttindakaflar beggja skjala eru prýðilegir og í takti við tímann. Gagnger breyting á stjórnar- skránni nú býður upp á gagnger umskipti í stjórnskipaninni. Tæki- færið til þess þarf nú að nýta með því að búa vel um valdmörk og mót- vægi framkvæmdarvalds, löggjaf- arvalds og dómsvalds og kannski einnig eftirlitsvalds að taívanskri fyrirmynd líkt og Reynir Axelsson dósent lýsti á málþingi um stjórn- arskrármál í Skálholti 28. ágúst síðast liðinn. Ýmsar aðrar breyt- ingar þyrfti einnig að gera. Þing- mönnum þarf að fækka úr 63 í til dæmis 49, 35 eða jafnvel 21. For- seti Íslands þarf að hafa heimild til að vísa til þjóðaratkvæðis bæði lagafrumvörpum, sem þingið sam- þykkir líkt og fjölmiðlafrumvarp- ið 2004 og IceSave-frumvarpið 2009, og frumvörpum, sem þing- ið hafnar, en þó ekki frumvörpum um skatta og skuldir. Með því móti væri girt frekar fyrir getu Alþing- is til að ganga gegn vilja fólksins í landinu. Ræða þarf í þaula gaml- ar og gildar hugmyndir um að gera landsstjórnina óháða stjórn- málaflokkunum og löggjafarvald- ið og framkvæmdarvaldið óháðara hvort öðru með því að auka völd forseta Íslands og fela honum jafn- vel að tilnefna ríkisstjórn líkt og Gylfi Þ. Gíslason og Ólafur Jóhann- esson lýstu eftir í Helgafelli 1946. Þorvaldur Gylfason prófessor Í DAG SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Um nýja stjórnarskrá AF NETINUSkortur á dirfsku Nú virðast flokkarnir ætla að ráðast í breytingar á ríkisstjórninni sem beðið hefur verið eftir, Og það er talað um að Gylfi og Ragna hverfi á braut. Utanflokka- ráðherrarnir. Það er auðvelt að reka þau – þau hafa ekkert bakland í flokkunum, enga stöðu. En það virðist vera erfitt að hrófla við flokksmönnum. Þegar þeir eru á annað borð komnir í ráðherra- stóla er nánast ómögulegt að slíta þá frá þeim. Allt ber þetta vott um skort á dirfsku. Og það er kjarkleysi sem að mörgu leyti einkennir þessa stjórn. Hún þorir ekki að víkja frá gömlum normum. Og svo er hún ákvarðanafælin – henni finnst til dæmis miklu auðveldara að kalla eftir flötum niðurskurði út um allt kerfið en að ráðast í alvöru kerfisbreytingar. Þar mætti hún kannski taka nýju stjórnina í Bretlandi aðeins til fyrirmyndar. silfuregils.eyjan.is Egill Helgason Þess verður nú að krefjast af fullum þunga, að fjárstuðningur útvegsfyrir- tækja við stjórnmálaflokkana aftur í tímann verði dreginn fram í dagsljósið Á ráðstefnunni verða umhver smál og utningur raforku á hárri spennu til umfjöllunar en athyglinni verður sérstaklega beint að útliti utningsmannvirkja og sjónrænum áhrifum þeirra. Ráðstefnan er haldin af Landsneti í samstar við önnur utningsfyrirtæki raforku á Norðurlöndunum, þ.e. Statnett, Svenska Kraftnät, Energinet og Fingrid. Markmið ráðstefnunnar er að kalla saman sérfræðinga, ley sveitendur og hagsmunaaðila sem að þessum málum koma á Norðurlöndunum og víðar til að skiptast á upplýsingum og þekkingu og ræða þau viðfangsefni sem efst eru á baugi í þessum mála okki í dag.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.