Fréttablaðið - 02.09.2010, Síða 50

Fréttablaðið - 02.09.2010, Síða 50
30 2. september 2010 FIMMTUDAGUR menning@frettabladid.is Fræðasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra þjófstartar 200 ára afmælisdagskrá Jóns forseta Sigurðssonar og stendur fyrir málþingi 12. september í Bjarmanesi á Skagaströnd. Þingið ber yfirskriftina „Framtíð Jóns Sigurðssonar – Karlar á stalli og ímyndasköpun“. Þar munu einmitt nokkrir karlar stíga á stall og ræða með hvaða hætti minningin um Jón for- seta sem leiðtoga Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni varð til og mótaðist í íslensku samfélagi fyrstu áratugina eftir andlát hans. Þrír sagnfræðingar og bókmenntafræðingur flytja erindi á þinginu. Sigurður Gylfi Magnússon ræðir minningar- framleiðslu samtímans, Páll Björnsson fjallar um endur- fæðingar Jóns Sigurðssonar, Guðmundur Hálfdanarson ræðir um Jón og stofnun Háskóla Íslands, en Jón Karl Helgason flytur erindi um hrókeringar á íslenskum þjóðardýrlingum. Í lokin verður góður tími til umræðna. Gestir geta haldið áfram að skeggræða Jón Sigurðsson og áhrif hans í Kántrýbæ um kvöldið. Forsetinn á Skagaströnd Lókal, alþjóðlegri leiklistar- hátíð í Reykjavík, var hleypt af stokkunum í gær og stendur hún fram á sunnudag. Norræn leikverk eru í öndvegi á hátíðinni, en norræn samtímaleikrit- un hefur átt erfitt uppdrátt- ar í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. Að þessu sinni verða sýnd sex verk á Lókal-hátíðinni, tvö íslensk, eitt þýskt og fjögur frá Noregi, Dan- mörku, Finnlandi og Svíþjóð. Hátíðina skipuleggja Ragnheiður Skúladóttir, Bjarni Jónsson og Guð- rún Jóhanna Guðmundsdóttir. „Við ákváðum að hafa norræna áherslu á hátíðina í ár en buðum Rimini Protokoll, leikhópi frá Berlín sem hlaut Evrópsku leik- listarverðlaunin 2008, sem sér- legum gesti.“ Heimildarverk Að sögn Ragnheiðar má skipta verkum hátíðarinnar í tvo flokka: heimildarverk og afbyggjandi verk. Í fyrri flokkinn falla verk Rimini Protokoll, norska sýning- in Draumurinn og íslensku sýning- arnar Nígerusvindlið og The Great Group of Eight. „Í sýningu Rimini Protokoll stíg- ur fram kona, blaðamaður reyndar, sem segir frá ævi sinni sem hófst í Suður-Kóreu, þar sem hún fannst pökkuð inn í dagblöð. Hún var ætt- leidd til Þýskalands og þegar hún vildi síðar leita uppruna síns hafði hún ekkert í höndunum. Hún leit- aði því til Decode og fékk genakort wkemur Íslandstengingin. Sýning- in fjallar meðal annars gagnrýn- ið um ættleiðingar og það er mjög áhugavert. Draumurinn er sjónræn sýning og um leið persónuleg frásögn leik- arans og fellur undir skilgreining- una heimildarverk. Sama má segja um íslensku sýningarnar tvær.“ Afbyggjandi verk Í seinni flokknum eru verk sem ganga út á afbyggingu þekktra leiktexta. „Í dönsku sýningunni leikur hópurinn sér með Dverginn eftir Pär Lagerkvist, undir stjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar. Í sænsku sýningunni fara tveir leik- arar með öll hlutverk í Afturgöng- um Ibsens. Og í finnsku sýning- unni má segja að hafi verið snúið á kerfið. Hópurinn sóttist eftir því að setja upp Undantekninguna eftir Brecht en fékk ekki leyfi frá ætt- ingjum skáldsins. Hópurinn ákvað því að búa til sína eigin útgáfu af verkinu.“ Norræn verk orðið útundan Norræna áhersla hátíðarinnar leiðir hugann að því að nýleg nor- ræn leikrit hafa verið afar fátíð í íslenskum leikhúsum undanfarin ár. Undir það tekur Ragnheiður. „Það er dálítið merkilegt. Okkur datt þessi norræna áhersla í hug á finnskri leiklistarhátíð fyrir tveimur árum. Þar sáum við meðal annars uppfærslur af verkum sem höfðu verið tilnefnd til Norrænu leiklistarverðlaun- anna og hugsuðum einmitt af hverju þessi verk væru ekki sýnd á Íslandi. Okkar getgáta er sú að íslenskt leikhúsfólk sé of gjarnt á að líta sér fjær. Það er gífurleg gróska og mikil samvinna í leikhúslífi hinna Norð- urlandanna, sem við höfum því miður ekki tekið mikinn þátt í. Í starfi mínu sem deildarforseti leiklistardeildar LHÍ finn ég hins vegar að það er að verða ákveðin vakning í samstarfi við norræna skóla og á eflaust eftir að verða vísir að meiru. Á erlendri tungu Öll leikrit hátíðarinnar eru flutt á frummálinu, fyrir utan verk Rimini Protokoll, sem er á ensku. Ragnheiður telur tungumála- örðugleika ekki eiga eftir að setja strik í reikninginn. „Flestir hafa einhverja kunnáttu í Norðurlanda- málum en á heimasíðu okkar og við inngang sýninganna má nálg- ast úrdrátt á ensku fyrir öll verk- in, nema Dverginn. Það vill hins vegar svo til að þessar sýningar eru allar mjög sjónrænar og inni- halda mikla tónlist, svo flestir ættu að geta notið þeirra.“ bergsteinn@frettabladid.is Norrænt velferðarLókal LÓKALFÓLKIÐ Ragnheiður Skúladóttir og Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir skipu- leggja Lókal-hátíðina ásamt Bjarna Jónssyni, sem vantar á myndina. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > Ekki missa af … Síðustu dagar samsýningarinn- ar REK í Grandagarði 27 verða 4. og 5. september klukkan 13 til 17. Þar sýna saman þau Kristinn E. Hrafnsson, Hreinn Friðfinnsson, Una Margrét Árnadóttir og Örn Alexander Ámundason. REK er fyrsta sýningin í nýju vinnustofu- og sýningar- húsnæði Kristins, en þar hyggst hann efna til óreglulegs sýningarhalds, bæði á eigin verkum og annarra. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Borða, biðja, elska - kilja Elizabeth Gilbert Barnið í ferðatöskunni - kilja Lene Kaaberbol/Agnete Frills Eyjafjallajökull Ari Trausti og Ragnar Th. 365 hugmyndir til að teikna og mála Vitavörðurinn - kilja Camilla Läckberg Lost in Iceland Sigurgeir Sigurjónsson Lífgleði njóttu - kilja Dale Carnegie METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 25.08.10 - 31.08.10 Íslensk-dönsk/dönsk-íslensk vasaorðabók - Halldóra Jónsd. Matsveppir í náttúru Íslands Ása Margrét Ásgrímsdóttir Ensk-íslensk orðabók Orðabókaútgáfan Klukkan 11 til 22 Kviss búmm bang, framandverka- flokkur fólksins, býður óbreytt- um borgurum að setjast í forseta- stóla átta stærstu iðnvelda heims í Borgarleikhúsinu frá klukkan 11 til 22. Gjörningurinn er hluti af Lókal, alþjóðlegri leiklistarhá- tíð Reykjavíkur. Nánar á www. lokal.is Á BLEIKUM SÍÐKJÓLUM Í sýningu Teatr Weimar leika tveir skeggjaðir ungir menn, annar þeirra í síðkjól, nýja útgáfu af „Afturgöngum“ Ibsens.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.