Fréttablaðið - 14.09.2010, Síða 6

Fréttablaðið - 14.09.2010, Síða 6
6 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 Marka opinbera stefnu um fjár- málamarkaðinn með skýrri framtíðar- sýn um hvers konar fjármálamarkaður eigi að vera hérlendis. 2 Endurskoða lög um fjármálafyrir- tæki og kauphallir. 3 Stefnumótun fari fram um hvers konar fjármálakerfi samrýmist stærð og þörfum þjóðarbúsins, hvert eigi að vera hlutverk ríkisins í rekstri fjármála- fyrirtækja, fyrirkomulag innstæðu- trygginga, innleiðingu EES-gerða og aðlögun að íslenskum aðstæðum og eftirlit með fjármálafyrirtækjum. Tekin verði afstaða til þess hvort aðskilja eigi innlánsstofnanir og fjárfesting- arbanka og innlenda og erlenda starfsemi sem samstæðu félaga. 4 Styrkja löggjöf um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði. Við þá endurskoðun ber sérstaklega að líta til kynningar- og fjárfestingar- starfsemi, vera óháð gagnvart móð- urfélögum, hlutfallsstærðar miðað við markað til fjárfestinga, lausafjár- og áhættustýringar, fyrirkomulags launamála starfsmanna og eftirlits Fjármálaeftirlitsins með starfsemi þeirra. 5 Lögfesta reglur um skjalagerð, tryggingar og lánveitingar til eignar- haldsfélaga. Takmarka heimildir for- stjóra fjárfestingarfélaga til að stunda eigin fjárfestingar. Skýra reglur um eigið fé til að minnka áhættu. Skýra heimildir til að gera framvirka samn- inga. Setjar skorður við samþjöppun áhættu í fjármálakerfinu. Skylda fjármálafyrirtæki til að setja sér reglur og birta upplýsingar um gjafir, kostun og styrki. Styrkja lagagrundvöll innra eftirlits fjármálafyrirtækja og aðgengi þeirra að Fjármálaeftirlitinu. Herða reglur um tengda aðila og skýra regl- ur um skráningu á eignarhaldi. 6 Skoða hvort Fjármálaeftirlitið eigi að hafa virkar valdheimildir til að skipta út stjórn, stjórnendum og ytri endurskoðendum fjármálafyrirtækja ef áhættustýring og rekstur eftirlits- skylds aðila er með þeim hætti að hagsmunum innstæðueiganda og annarra lánardrottna er stefnt í hættu. 7 Óheimilt verði að lána starfs- mönnum fé til kaupa á hlutabréfum með veði í bréfunum. Setja strangari skorður við því að fyrirkomulag launa og lífeyrisgreiðslna leiði til aukinnar áhættusækni. 8 Innborganir í Tryggingarsjóð inn- stæðueigenda taki mið af skuldbind- ingum og áhættu. Afmarka skýrar til hvaða innstæðna trygging Trygging- arsjóðs taki. Skoða skipan stjórnar sjóðsins. Skoða hvort innlán verði forgangskröfur við þrot fjármálafyrir- tækis. Fjármálafyrirtæki 1 Sett verði ákvæði í stjórnarskrá um hlutverk Alþingis. 2 Alþingismenn setji sér siðareglur. 3 Styrkja eftirlitshlutverk þingsins, rétt þingmanna til upplýsinga, aðgengi að faglegri ráðgjöf og stöðu stjórnarandstöðunnar á Alþingi. 4 Alþingi verði gefin árleg skýrsla um framkvæmd þingsályktana og mála sem Alþingi vísar til ríkisstjórn- arinnar. 5 Sett verði almenn lög um rann- sóknarnefndir. 6 Endurskoða nefndaskipan og störf fastanefnda Alþingis til að gera þær skilvirkari. 7 Nefndaskipan þingsins taki mið af þörfum þingsins en ekki skipulagi Stjórnarráðsins. Reglur um opna nefndarfundi verði færðar í þingsköp. 8 Endurskoða verklag við framlagn- ingu stjórnarfrumvarpa til að auka sjálfstæði þingsins gagnvart fram- kvæmdarvaldinu. Stjórnarfrumvörp lögð fram með góðum fyrirvara svo þingmönnum gefist gott ráðrúm til að taka þau til, skoða þau, ræða og afgreiða. 9 Setja skýrar reglur um innleiðingu EES-gerða sem tryggi meðal annars góð vinnubrögð og vandaðar þýðing- ar á EES-gerðum. Skoða hvort Alþingi setji á fót sérstaka nefnd sem rýnir allar EES-gerðir sem lagðar eru fyrir til innleiðingar. Nýta betur lagaheimildir til að aðlaga EES-gerðirnar að íslensk- um veruleika. 10 Stofna sjálfstæða ríkisstofnun á vegum Alþingis sem metur og spáir fyrir efnahagslífið á sama hátt og Þjóðhagsstofnun gerði áður. 11 Endurskoða lög um ráðherra - ábyrgð og landsdóm. Alþingi 1 Gera stjórnsýsluúttekt á Fjármála- eftirlitinu og Seðlabanka Íslands til að bæta réttarheimildir til grund- vallar starfrækslu fjármálafyrirtækja, valdheimildum eftirlitsstofnana og upplýsingaflæði milli eftirlitsstofnana og fagráðherra. 2. Kveða skýrar á um hvaða stofnun eigi að hafa heildaryfirsýn yfir kerf- isáhættu, fjármálalegan stöðugleika og ábyrgð á að samræma viðbrögð stjórnvalda við fjármálaáfalli. 3. Skoða hvernig eftirliti með trygg- ingafélögum, lífeyrissjóðum og verð- bréfaviðskiptum verði best sinnt fyrir almenning. 4 Endurskoða lög um eftirlit með fjármálastarfsemi. 5 Endurskoða lög og reglur um innri og ytri endurskoðendur, regluverði, bókhald og reikningsskil til að herða á ábyrgð, upplýsingaskyldu og verk- lagi, styrkja sjálfstæði og efla tengsl við opinberar eftirlitsstofnanir. 6 Efla lög og reglur um störf og hlutverk endurskoðenda fyrirtækja, meðal annars til að bæta starfsskil- yrði og efla frumkvæðisskyldu þeirra við endurskoðun. 7 Tryggja formfestu í samskiptum Seðlabankans við aðrar stofnanir, ríkisstjórn og einkaaðila. 8 Læra af þeirri afstöðu Seðlabank- ans að greina ekki áhættuna af aukningu veðlána fjármálafyrirtækja og sporna ekki við veðsetningu í skuldabréfum þeirra. Lögfesta form- skilyrði meðferðar beiðna um lán til þrautavara. Herða reglur um lausa- fjáreftirlit með erlendum gjaldmiðlum hjá fjármálafyrirtækjum. 9. Fjármálaeftirlitið geti ávallt sinnt eftirlitshlutverki sínu í samræmi við stærð fjármálamarkaðarins. 10 Skerpa verkferla Fjármálaeftirlits- ins og eftirlitið beiti valdheimildum af hugrekki og festu. 11 Fjármálaeftirlitið ráði yfir öflugri upplýsingatækni. Tryggt sé að stofn- unin sæti reglubundnu stjórnsýslu- legu eftirliti og endurskoðun. 12 Fjármálaeftirlitið hafi skilvirkt upplýsingakerfi um krosseignatengsl. 13 Fjármálaeftirlitið skilgreini hugtak- ið „góðir viðskiptahættir“ skýrt. 14 Efla reglur um lausafjáreftir- lit, álagspróf og mat á eigin fé, flokkun áhættu, upplýsingar um tryggingar og viðskipti eigin deilda og að samskipti stofnunarinnar við innri og ytri endurskoðendur og regluverði séu í föstum skorðum. 15 Ítreka ábyrgð fagráðherra á eftir- liti með störfum Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans. Alþingi hafi eftirlit með ráðherrum og ráðherra tryggi að stofnanirnar sinni hlutverki sínu. Eftirlitsstofnanir 1 Endurskoða stjórnsýslulög, upp- lýsingalög og lög um Stjórnarráð Íslands. 2 Breyta lögum og reglum til að hindra að einstakir ráðherrar gangi inn á valdsvið og ábyrgðarsvið annarra ráðherra. Skarist valdsvið hafi ráðherrar formlega samvinnu þar sem ávallt sé ljóst á ábyrgðarsviði hvers þeirra er starfað. 3 Setja reglur um pólitíska starfs- menn ráðherra. Verklag innan ráðu- neyta samræmt sem og skráning samskipta og skýrt sé með hvaða hætti ráðuneyti hafi eftirlit með þeim sjálfstæðu stofnunum sem undir þau heyra. 4 Setja skýrar reglur um innleiðingu EES-gerða með tilliti til sérstöðu landsins. 5 Skýra hvaða stofnun hafi það hlutverk að hafa heildaryfirsýn yfir kerfisáhættu, fjármálalegan stöðug- leika og bera ábyrgð á að samræma viðbrögð. 6 Skerpa á verkaskiptingu stofnana ríkisins og afmarka betur skyldur einstakra stofnana og embættis- manna. Í ráðuneytum sé til staðar sú fagþekking og reynsla sem nauðsyn- leg er til að sinna þeim verkefnum sem ráðuneytum ber. Ætíð sé ráðið faglega í stöðu embættismanna á faglegum forsendum. 7 Stofna samráðsvettvang fjármála- ráðuneytis, Alþingis, stofnana ríkisins, sveitarfélaga og Seðlabankans um efnahagsmál. Þar verði unnt að setja fram tillögur að formlegum hagstjórn- arreglum sem hafi það að markmiði að jafna hagsveiflur. 8 Leggja enn ríkari áherslu á form- festu við töku ákvarðana og inn- leiða þarf meiri aga í vinnubrögð til að stuðla að vandvirkni og góðum stjórnsýsluháttum. Ekki síst mikilvægt þegar taka þarf ákvarðanir undir miklu álagi, til dæmis þegar stjórn- að er í neyðarástandi eins og var á haustið 2008. 9 Fundargerðir ríkisstjórnar verði skráðar með skýrum hætti og þær birtar opinberlega. Samhliða verði haldin trúnaðarmálabók um viðkvæm málefni ríkisins eða önnur mál sem lúta trúnaði. Á fundum innan Stjórn- arráðsins séu skráðar fundargerðir, svo og þegar oddvitar ríkisstjórnar eða ráðherrar koma fram gagnvart aðilum úr stjórnkerfinu eða utanað- komandi aðilum. 10 Stjórnvöld hafi tiltæka viðbragðs - áætlun við fjármálaáfalli. Stjórnsýsla 1 Grunnur fulltrúalýðræðisins verður að vera trúnaður, traust, gagnsæi og heiðarleiki. 2 Stjórnmálamenn hagi orðum og athöfnum ætíð út frá trúnaðarskyld- um sínum við land og þjóð. 3 Hagsmunir almennings séu ávallt hafðir að leiðarljósi. 4 Svo að stjórnmálamenn megi öðlast traust þjóðarinnar á ný þarf skýrar reglur um styrki og fjármögnun stjórnmálaflokka. 5 Starfsemi í viðskiptalífinu ein- kenndist um of af því að líta svo á að það sem ekki var beinlínis bann- að væri leyfilegt. Sporna á við svo þröngri lagahyggju og líta til anda laga í heild. 6 Fræðasamfélagið taki alvarlega gagnrýni í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. 7 Endurskoða lög um háskóla til að tryggja betur frelsi háskólasamfélags- ins og fræðilega hlutlægni. Hvetja háskólamenn til opinberrar umræðu. 8 Efla siðfræðilega menntun fag- stétta. Siðfræði og heimspeki sé sjálfsagður hluti alls náms á öllum skólastigum, sem og gagnrýnin hugs- un, rökræður og fjölmiðlalæsi. 9 Fjölmiðlar haldi í heiðri lýðræðis- legar grundvallarreglur, mannréttindi og frelsi til orðs og skoðana. Fjölmiðl- ar náðu ekki að rækja þetta hlutverk sitt í aðdraganda bankahrunsins. Ríkisútvarpið geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu sem öflugur fréttamiðill og vettvangur fræðslu, menningar og skoðanaskipta og beiti sér fyrir vand- aðri rannsóknarblaðamennsku. 10 Því að vera borgari fylgja ekki einungis réttindi heldur einnig skyldur. Siðferði/samfélag 1 Gera óháða rannsókn á vegum Alþingis á starfsemi lífeyrissjóða á Íslandi, frá setningu laga um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða til dagsins í dag. 2 Gera sérstaka rannsókn og grein- ingu á málefnum lífeyrissjóða. Þá fari fram vönduð umræða um hlutverk lífeyrissjóða í framtíðinni, starfshætti og fjárfestingarstefnu og í kjölfarið heildarendurskoðun á stefnu og starfsemi lífeyrissjóðanna. 3 Gera sjálfstæða og óháða rann- sókn á vegum Alþingis á aðdrag- anda og orsökum falls sparisjóða á Íslandi. Þrátt fyrir að sparisjóðirnir eigi í eðli sínu ekki að vera áhættu- sæknar stofnanir var sparisjóður fyrsta fjármálafyrirtækið sem féll árið 2008. Rannsaka þarf starfsemi sparisjóð- anna, að minnsta kosti frá því að viðskipti með stofnfé voru leyfð. 4 Gera stjórnsýsluúttekt á vegum Alþingis á Fjármálaeftirlitinu og Seðla- banka Íslands. Meta síðan kosti og galla sameiningar þessara stofnana. Til hliðsjónar verði reynslan úr banka- hruninu. 5 Skýrt verði hvaða stofnun hafi heildaryfirsýn yfir kerfisáhættu og fjármálalegan stöðugleika. Hún beri ábyrgð á að samræma viðbrögð. 6 Gera ítarlega úttekt á störfum ytri endurskoðenda fram að hruni bank- anna í október 2008. Til hliðsjónar verði breytingar sem gerðar voru á lagaumhverfi endurskoðenda í Bandaríkjunum. Úttektir og rannsóknir UMBÓTATILLÖGUR ÞINGMANNANEFNDARINNAR Í HNOTSKURN Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift *Árleg nafnávöxtun frá 15.01.2001 til 31.08.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @ Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.