Fréttablaðið - 14.09.2010, Side 10

Fréttablaðið - 14.09.2010, Side 10
10 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1. Hvað hamlar Herjólfi í inn- siglingu Landeyjahafnar? 2. Hvaða háskólar ræða þessa dagana mögulega sameiningu? 3. Hvar er Þorláksbúð? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 26 KJARAMÁL Launabil hjá starfsmönn- um almannaþjónustunnar og þeim á almenna vinnumarkaðnum í sam- bærilegum starfsgreinum er 18 prósent. Félögin SFR og VR létu kanna laun fyrir starfsmenn félaganna og í ljós kom að þegar tekið hefur verið tillit til kyns, aldurs, starfs- stéttar, starfsaldurs, vinnutíma, vaktaálags og menntunar er mun- urinn á heildarlaunum félagsmanna SFR og VR 18 prósent, en hann var 15 prósent í fyrra en tuttugu pró- sent árið 2008. Meðallaun hjá félögum í SFR eru um 325.035 krónur fyrir fullt starf en 422.027 krónur hjá félögum VR fyrir sambærilegt starf. Heildar- laun hjá VR hækkuðu að meðaltali um 4,6 prósent árið 2009 en ein- ungis um 1,6 prósent hjá félögum SFR. Einnig kemur fram í könnuninni að kynbundinn launamunur meðal félagsmanna SFR hefur minnkað milli ára, úr 11,8 prósentum í 9,9 prósent. Þó hækkuðu heildarlaun kvenna hlutfallslega minna heldur en heildarlaun karla árið 2009, eða um 0,5 prósent en hjá körlum um 3,8 prósent. Launakönnun SFR og VR er ein stærsta vinnumarkaðs- könnun landsins og er framkvæmd af Capacent á meðal félagsmanna beggja félaganna. - sv Starfsmenn á almennum vinnumarkaði fá hærri laun en hjá því opinbera: Allt að átján prósenta munur MIKILL LAUNAMUNUR Launakönnun SFR og VR sýnir að fólk á almennum vinnu- markaði þénar allt að 18 prósenta hærri laun en þeir sem eru á þeim opinbera. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu stöðvaði ökumann í nágrenni Reykjavíkur eftir að tilkynning barst um að ökumaður bifreiðar hefði sést spila á fiðlu undir stýri. Fann lögreglan manninn skjótt og stöðvaði hann. Sagðist hann þó einungis hafa sveiflað fiðlunni með annarri hendi en ekki spilað á hana. Hin höndin hafði verið á stýrinu allan tímann. Fékk öku- maðurinn að halda fiðlunni en bifreiðin var gerð upptæk þar sem hún reyndist ótryggð. - sv Tónlistarmaður undir stýri: Stöðvaður við fiðlusveiflur STJÓRNMÁL Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands fór ekki dult með þá skoð- un sína, í viðtali við kín- verska blaðið Global Times, að almenningur á Íslandi ætti ekki að borga brúsann fyrir Icesave- reikninga Landsbankans. „Fólk sem leggur pen- inga sína inn í einkabanka verður að átta sig á því að þetta er einkabanki. Þetta er ekki ríkisbanki. Og Evrópufyrirkomu- lagið um einkabanka er byggt á þeirri meginreglu að ríkisábyrgð sé ekki fyrir hendi,“ er haft eftir honum í viðtalinu. Ólafur Ragnar segir jafnframt að þegar vel gangi í þessum bönkum þá gangi gróðinn alfarið til eigenda og stjórnenda bankans. „Það er ósanngjarnt að krefja almenning á Íslandi, fólk sem býr í þorpum, landbúnaðarhéruðum eða sjávar- útvegsbyggðum, kennara, hjúkr- unarkonur, lækna og verksmiðju- fólk, að greiða þessa reikninga ef bankarnir bregðast. Þetta fólk fékk engan hagnað frá bönkunum. Það er ekki skynsamlegt kerfi,“ segir. Samningaviðræður íslenskra stjórnvalda við Hollendinga og Breta um Icesave-málið hafa gengið afar hægt síðan lögum um samning var hafnað í þjóðarat- kvæðagreiðslu í byrjun mars, sem efnt var til í kjölfar þess að Ólaf- ur Ragnar neitaði að undirrita þau lög. - gb Forseti Íslands harður á afstöðu sinni til Icesave í blaðaviðtali í Kína: Almenningur á ekki að borga ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON VEISTU SVARIÐ? Zzzzzzzúúúúmmmm … E N N E M M / S ÍA / N M 4 3 0 18 Mikið úrval af frábærum tilboðum - líttu við

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.