Fréttablaðið - 14.09.2010, Side 22

Fréttablaðið - 14.09.2010, Side 22
 14. SEPTEMBER 2010 ÞRIÐJUDAGUR4 ● fréttablaðið ● útivist og veiði ● SKILYRÐI FYRIR ÚTGÁFU SKOTVOPNALEYFIS Til að fá skotvopnaleyfi verður umsækjandi að uppfylla nokkur skilyrði. Hann þarf í fyrsta lagi að vera orðinn 20 ára. Hann má ekki hafa verið svipt- ur sjálfræði og ekki hafa gerst brotlegur við ákvæði almennra hegningarlaga, áfengislaga, laga um ávana- og fíkniefni, laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og vopnalaga. Þá þarf umsækjandinn að hafa nægilega kunnáttu til að fara með skotvopn, vera andlega heilbrigður og að öðru leyti hæfur til þess að fara með skotvopn. Þeir sem sækja um skotvopnaleyfi skulu sækja námskeið og standast próf í meðferð og notkun skotvopna. Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar hefur umsjón með námskeiðum fyrir þá sem sækja um skotvopnaleyfi og veiðikort. ● SJÖ ANDATEGUNDIR Í SIGTI Leyfilegt er að veiða sjö anda- tegundir á Íslandi. Sú algengasta er stokkönd, en aðrar eru urtönd, rauð- höfðaönd, skúfönd, duggönd, toppönd og hávella. Þrjár þær fyrst- nefndu eru gráendur en hinar eru kafendur. Þessar endur eiga veiðimenn að hafa lært að þekkja á námskeiðum sem þeir sækja til að öðlast skotleyfi og þeirri kunnáttu geta þeir auðveldlega haldið við með því að skoða myndir af öndum á Netinu og í bókum. Veiðitímabilið hófst 1. september. ● HÓFS GÆTT Í RJÚPNA- VEIÐI Skotveiðifélag Íslands biðlar til veiðimanna að gæta hófs í rjúpnaveiði. Ástæðan er sú að í fyrra veiddust í það minnsta tíu þúsund fleiri rjúp- ur en Náttúrufræðistofnun hafði ráðlagt. Í ár er ráðlögð veiði 75.000 rjúpur sem eru á að giska 14 rjúpur á hvern veiðimann miðað við um 5.500 rjúpnaveiði- menn. Veiðidagar rjúpunnar í ár eru átján, frá 29. október til 5. desember. Veiðar eru hins vegar ekki leyfðar á mánudögum, þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. Nýtt eintak af fagtímaritinu Skot- vís er komið út, hið fyrsta á þessu ári. Þar greinir dr. Arnór Þórir Sigfússon frá rannsóknum sínum á anda- og gæsavængjum sem hann hefur fengið hjá veiðimönnum frá 1993, að undanskildum tveimur árum. Eftir þeim greinir hann teg- undir og aldur fuglanna en hlutfall unga í veiði gefur vísbendingu um hvernig varp tegundanna hefur gengið. Ungahlutfall er hæst hjá grágæs, um 42 prósent. Elvar Árni Lund sjávarútvegs- fræðingur fjallar um sjálfbærar skotveiðar og Ólafur Kr. Níelsen fuglafræðingur um ástand rjúpna- stofnsins árið 2009. Nefna má einnig matreiðsluþáttinn Sósurn- ar með villibráðinni eftir meistar- ann Úlfar Finnbjörnsson. - gun Skotvís komið út CINTAMANI, AUSTURHRAUNi 3, 210 GARÐABÆ, S. 533 3800 - CINTAMANI, KRINGLUNNI, S. 533 3003 - CINTAMANI.IS SPJARAÐU ÞIG ÍS L E N S K H Ö N N U N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.