Fréttablaðið - 14.09.2010, Side 28

Fréttablaðið - 14.09.2010, Side 28
 14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Eiginkona mín, Jóna G. Skúladóttir Gyðufelli 12, lést þann 10. september síðastliðinn á Tenerife. Jarðarförin auglýst síðar. F.h. ættingja, Tómas Tómasson. Ástkær frænka okkar, Sigrún Ástrós Sigurðardóttir sníða- og kjólameistari sem lést mánudaginn 6. september að Hrafnistu í Reykjavík, verður jarðsungin frá Áskirkju miðviku- daginn 15. september kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Jóna Þorleifsdóttir Erna Bryndís Halldórsdóttir Sigrún Pálína Sigurpálsdóttir. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún L. Kristjánsdóttir, Skála, Seltjarnarnesi, sem lést að Hrafnistu Reykjavík, föstudaginn 3. sept- ember, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.00. Unnur V. Duck Elísabet Stefánsdóttir Kristján Jóhannsson Kristjana Stefánsdóttir Guðmundur Þorkelsson Anna Stefánsdóttir Reynir Hólm Jónsson barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir aðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, Maríu Magnúsdóttur Ammendrup Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heimahjúkr- unar heilsugæslunnar í Garðabæ og Heimahlynningar Landspítalans fyrir einstaka hlýju og umhyggju. Páll Ammendrup Anna Kristmundsdóttir María J. Ammendrup Ólafur Hermannsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Leifur Pétursson, áður Hofi, Sólvallagötu 25, nú Minni Grund, Hringbraut 50, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. september. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. september kl. 13.00. Ólafía Einarsdóttir Ingólfur Kristjánsson María Huld Ingólfsdóttir Einar Þór Ingólfsson Eva Dögg Guðmundsdóttir Ingólfur Örn Ingólfsson Bjarni Már Ingólfsson Rakel Barðdal Halldórsdóttir og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Kolbrún Daníelsdóttir frá Saurbæ í Eyjafirði sem lést fimmtudaginn 9. september verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 17. september kl. 13.00. Gunnhildur Sigurðardóttir Pétur Kornelíusson Bragi Sigurðsson Sigríður E. Bjarnadóttir Þórður Sigurðsson Edda Björnsdóttir ömmubörn og langömmubörn Valdimar Bæringsson málarameistari er látinn. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. september kl. 13.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Bryndís Jóhannsdóttir Okkar ástkæri sonur, bróðir, mágur og frændi, Ívar Örn Guðmundsson, Marbakkabraut 14, Kópavogi, lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn 12. september. Jarðarförin fer fram frá Digraneskirkju föstudaginn 17. september kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á minningarsjóð um Ívar sem ætlaður er til stuðnings sambýlisfólki hans á Marbakka, til skemmtiferða í anda Ívars. Sjóðurinn er í Byr nr. 1135-05-762843, kt. 410498-2519. Guðmundur Gíslason Nína Björnsdóttir Gunnar Freyr Guðmundsson Helma Rut Einarsdóttir Björn Óli Guðmundsson Ingibjörg Ösp Sigurjónsdóttir Hildur Inga Rós Raffnsøe Jakob Rós Raffnsøe María Nína Gunnarsdóttir Aron Atli Gunnarsson Sigurjón Elmar Björnsson Jörundur Elí Björnsson. GRACE KELLY LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1982. „Frelsi kvenna hefur svipt þær allri dulúð, en náttúrulegt hlutverk þeirra er að vera máttarstólpi fjölskyldunnar.“ Átta konur komu saman árið 1940 og stofnuðu Félag íslenskra sjúkraþjálfara. Aukin þörf var fyrir stéttina vegna lömunarveikifaraldra sem gengu yfir þjóðina 1935, 1948 og 1955. Nú eru starfandi um 500 sjúkraþjálfarar í landinu og þörf fyrir fleiri að sögn formanns félagsins, Héðins Jóns- sonar. Fyrir utan endurhæfingu eftir slys og önnur áföll á lífsstíllinn þar sína sök. „Ef einhver hefur verk í hné og maður beygir sig niður til að skoða það en rekur sig í bumbuna á leiðinni þá er það ekki bara hnéð sem er vandamál. Það verður að horfa á mann- eskjuna í heild og lesa úr hreyfimynstrum og færni fólks. Í því felst styrkur sjúkraþjálfunar,“ segir Héðinn Jónsson, formaður félagsins. Hann segir lífsstílssjúkdóma æ stærra viðfangsefni stéttarinnar og telur fjölgun offitusjúklinga einkenni þess að eitthvað sé að í samfélaginu. „Flest kerfi líkamans snúast um hreyfingu,“ segir hann. „Hreyfing eykur styrk í beinum, heldur blóðrásinni gangandi og vöðv- unum virkum auk þess að hafa góð áhrif á andlega heilsu.“ Verkefnin sem félagið hefur efnt til á afmælisárinu eru til þess fallin að auka hreyfingu. Það nýjasta nefnist Að brúka bekki og gengur út á að koma upp gönguleiðum með bekkj- um með 200-300 metra millibili. Þar hafa Akureyringar tekið forystu. Annað verkefni stendur yfir á Akranesi. Það nefnist Hreyfistrætó og býður börnum að ganga í skólann í fylgd með foreldrum sem skiptast á að vera strætóstjór- ar. Þriðja verkefnið er fræðslumyndbandið Í jafnvægi sem byggir á nýrri aðferð sem reynst hefur árangursrík fyrir aldraða. Héðinn segir íslenska sjúkraþjálfara standa framarlega í faginu og þakkar það meðal annars góðri kennslu í greininni við Háskóla Íslands eftir að hún komst á árið 1976. Einnig sæki þeir sér aukna þekkingu bæði í Evrópu og vestan hafs. „Þar með ná þeir í stefnur og strauma víða að og eru fljótir að tileinka sér nýjungar,“ segir hann. Sem dæmi um orðspor Íslendinga á þessu sviði nefnir hann að Sigrún Knútsdóttir, yfirsjúkraþjálfari á Grensás, hafi orðið fyrst sjúkraþjálfara í Evrópu til að hljóta viðurkenningu Evrópudeildar heims- sambands sjúkraþjálfara fyrir störf sín. „Það er gífurlegur heiður, bæði fyrir hana og Ísland,“ bendir hann á. Sjúkraþjálfun er krefjandi starf eins og öll vinna sem snýst um að sinna fólki og oft tengjast sjúkraþjálfarar skjól- stæðingum sínum sterkum böndum að sögn Héðins, enda hitti þeir þá oft vikulega um langan tíma. Til dæmis geti endurhæfing eftir slys tekið mörg ár. „Það er sagt að snert- ingin losi um margt, ekki bara sinar og taugar,“ segir hann. „Það losnar um málbeinið líka á bekknum, þannig að sjúkra- þjálfun snýst um mannleg samskipti og tekur á fleiri þáttum en líkamlegum meiðslum og vandamálum.“ - þlg, gun FÉLAG ÍSLENSKRA SJÚKRAÞJÁLFARA: ER SJÖTUGT Á ÁRINU Snertingin losar um málbeinið FORMAÐURINN „Sjúkraþjálfun snýst um mannleg samskipti og tekur á fleiri þáttum en líkamlegum meiðslum og vandamálum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON Sextíu ár eru í dag frá því að farþegaflugvélin Geysir brotlenti á Bárðarbungu á Vatnajökli. Hún var á leið frá Lúxemborg til Reykjavíkur með vörur og 18 schäfer-hunda sem áttu að fara til Bandaríkjanna. Farþegar voru engir um borð en sex manna áhöfnin lifði öll af. Geysi hafði borið langt af leið enda var veður slæmt, hvassviðri og snjókoma. Án þess að flugstjórnarmenn hefðu hugmynd um að þeir væru í hættu staddir rak vélin skyndilega annan vænginn í jökulinn, steyptist á hvolf og rann þannig nokkurn spöl. Fremsti hlutinn brotnaði af en engan sakaði lífshættulega. Annar flugmaðurinn hlaut þó slæmt höfuðhögg og flugfreyjan meiddist í baki. Fólkið hreiðraði um sig í aftasta hluta vélarinnar og skýldi sér með vefnaðarvöru sem var í farangrin- um. Fjórum dögum síðar tókst því að senda út neyðarkall. Í framhaldi af því fór leitarleiðangur af stað frá Akureyri og komst að vélinni 20. september. Heimild: Ísland í aldanna rás. ÞETTA GERÐIST: 14. SEPTEMBER 1950 Brotlending vélar á Vatnajökli

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.