Fréttablaðið - 14.09.2010, Page 34
14. september 2010 ÞRIÐJUDAGUR22
sport@frettabladid.is
FRAM 2-1 KEFLAVÍK
1-0 Halldór Hermann Jónsson (36.)
1-1 Jón Guðni Fjóluson, sjálfsm. (44.)
2-1 Almarr Ormarsson (77.)
Laugardalsvöllur, áhorf.: Óuppgefið.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 18–10 (11–7)
Varin skot Hannes 4 – Ómar 8
Horn 6–3
Aukaspyrnur fengnar 11–8
Rangstöður 3–1
Fram 4–4–2 Hannes Þór Halldórsson 6 – Daði
Guðmundsson 6, Kristján Hauksson 7, Jón Guðni
Fjóluson 7, Sam Tillen 6 – Halldór H. Jónsson 7, Jón
G. Eysteinsson 6, Tómas Leifsson 6 (89. Jón Orri
Ólafsson -), *Almarr Ormarsson 7, Joe Tillen 4 (73.
Hlynur Magnússon -) – Ívar Björnsson 6.
Keflavík 4–3–3 Ómar Jóhannsson 6 – Guðjón
Árni Antoníusson 6, Haraldur Freyr Guðm. 5, Alen
Sutej 5, Brynjar Guðm. 3 (83. Arnór Traustason -),
– Hólmar Örn Rúnarsson 6, Andri Steinn Birgisson
5 (83. Bojan Ljubicic -), Magnús Sv. Þorsteinsson
3, Guðmundur Steinarsson 4, Hörður Sveinsson 3,
Haukur Ingi Guðnason 5 (70. Magnús Þórir Matt. 3)
5 SÖLVI GEIR OTTSEN verður í kvöld fimmti Íslendingurinn sem spilar í Meistaradeild Evrópu ef hann kemur við sögu í leik FC Kaupmannahöfn gegn Rubin Kasan frá Rússlandi. Hinir eru Árni Gautur Arason, Eiður Smári Guðjohnsen,
Helgi Sigurðsson og Eyjólfur Sverrisson.
FÓTBOLTI Kristjáni Guðmunds-
syni var í gær sagt upp störfum
hjá knattspyrnuliði HB frá Þórs-
höfn í Færeyjum. Liðið á titil að
verja þar í landi en er nú í 2. sæti
deildarinnar. Hann var ráðinn til
félagsins í nóvember í fyrra.
„Formaður og einn stjórnar-
manna félagsins birtust heima
hjá mér eftir hádegi í dag [í gær]
og tilkynntu mér þetta,“ sagði
Kristján við Fréttablaðið. „Ég
er ekki sammála þessu. Gengið
hefur að vísu verið misjafnt en
liðið á enn mjög góðan möguleika
á titlinum.“
HB gekk vel í Evrópudeildinni
og vann til að mynda Red Bull
Salzburg frá Austurríki á heima-
velli, 1-0. „Það er langt síðan fær-
eyskt lið vann sigur í Evrópu-
keppni. Ég er því ekki að kaupa
þessar útskýringar.“
Hann segir að dvölin í Færeyj-
um hafi verið lærdómsrík en nú
snúi hann aftur heim. „Þetta er
talsvert mikið öðruvísi en ég hef
vanist. Aðstæður eru til dæmis
verri og hugsunarháttur annar.
Ég tel að ég hafi ekki fengið
nægan tíma til að aðlagast nýju
umhverfi eða leikmönnunum
sjálfum.“ - esá
Kristján rekinn frá HB:
Öðruvísi en ég
hef vanist
KRISTJÁN Er aftur á leið til Íslands eftir
dvöl í Færeyjum. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
FÓTBOLTI Ummæli sem birtust í
frétt á heimasíðu KR í síðustu
viku verða tekin fyrir á fundi
aganefndar KSÍ í dag. Þetta kom
fram á vefsíðunni Fótbolti.net í
gær.
Í fréttinni var því lýst yfir að
KR treysti ekki Erlendi Eiríks-
syni dómara. Hann dæmdi leik
ÍBV og KR um helgina sem síðar-
nefnda liðið vann, 4-2.
Erlendur dæmdi einnig bikar-
úrslitaleik FH og KR og voru KR-
ingar ósáttir við störf hans í þeim
leik. - esá
KR mögulega refsað:
Ummæli KR
fyrir aganefnd
RÚNAR KRISTINSSON Þjálfari KR fagnar í
leik liðsins í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI U-21 landslið Íslands
mætir Skotlandi á Laugardals-
velli 7. október næstkomandi.
Liðin mætast fjórum dögum síðar
í Skotlandi en sigurvegari viður-
eignanna kemst í úrslitakeppni
Evrópumóts U-21 landsliða í Dan-
mörku á næsta sumri.
A-landslið Íslands mætir Portú-
gal á Laugardalsvelli 12. október.
- esá
Umspil í EM U-21 landsliða:
Spilað á Laug-
ardalsvelli
FÓTBOLTI Framarar unnu 2-1 sigur
á Keflavík í lokaleik 19. umferðar
Pepsi-deildar karla á Laugardals-
vellinum í gær. Framarar voru
sterkari aðilinn og sköpuðu sér
mun fleiri færi í leiknum eink-
um í fyrri hálfleiknum þegar Ívar
Björnsson var óheppinn að skora
ekki. Þeir þurftu hins vegar þol-
inmæði til að ná inn sigurmark-
inu á móti þéttu Keflavíkurliði en
það gerði Almarr Ormarsson á lag-
legan hátt þrettán mínútum fyrir
leikslok.
„Þetta er mjög sætt. Þetta er
svolítið að detta inn fyrir mig núna
og ég er mjög ánægður með það,“
sagði Almarr Ormarsson, hetja
Framara. „Sigurmarkið var mjög
sætt. Ég fékk smá pláss og hitti
hann ágætlega. Sennilega hjálpaði
bleytan mér töluvert eins og í fyrra
markinu okkar en maður verður að
nýta sér aðstæður,“ sagði Almarr
kátur.
Halldór Hermann Jónsson hafði
komið Keflavík í 1-0 með laglegu
skoti fyrir utan teig sem spýttist á
grasinu og í markið.
Framliðið hafði undirtökin í
leiknum og skapaði sér heilmikið
í fyrri hálfleiknum. Keflvíkingar
náðu hins vegar að jafna leikinn í
lok hálfleiksins þegar Jón Guðni
Fjóluson varð fyrir því áfalli að
skora sjálfsmark.
„Auðvitað vorum við klaufar
að hleypa þeim aftur inn í leikinn
eftir að við komumst yfir og þetta
var svona svipað eins og í fyrri
leiknum á móti þeim. Þá áttum við
að klára þá en í dag héldum við
sem betur fer áfram og kláruð-
um dæmið. Við ætluðum ekki að
gefa þeim eitthvað jafntefli aftur,“
sagði Almarr.
Framliðið virtist vera að gefa
eftir í júli og ágúst þegar liðið tap-
aði fimm af sex leikjum sínum en
hefur nú snúið við blaðinu og sig-
urinn í gær var sá þriðji í röð.
„Ágúst var lélegur mánuður og
eiginlega júlí líka. Sem betur fer
er þetta að koma hjá okkur í lokin.
Við erum að reyna að safna stigum
því ef liðin fyrir ofan okkur klikka
þá gætum við kannski skriðið upp
fyrir þau. Það er draumurinn en
annars verðum við bara að klára
okkar leiki,“ sagði Almarr bjart-
sýnn en Fram er fimm stigum á
eftir KR þegar þrjár umferðir eru
eftir.
„Við stefnum á að verða ekki
neðar en í fimmta sætinu en von-
andi komust við hærra. Ef hin liðin
halda áfram að safna stigum þá
verðum við bara að sætta okkur
við fimmta sætið. Það er ágætt
miðað við það hvernig miðjan á
mótinu var hjá okkur,“ sagði Alm-
arr sem er sjálfur sjóðheitur upp
við markið þessa dagana. Hann
skoraði 3 mörk í fyrstu 16 leikjum
en hefur nú skorað fjögur í síðustu
þremur.
„Það hjálpar manni alltaf að
skora því þá lyftist kassinn aðeins.
Þetta gekk ekki alveg nógu vel í
fyrri hluta mótsins en ég ákvað
bara að halda áfram og reyna að
troða honum inn oftar og það er
sem betur fer að ganga núna,“
sagði Almarr sem átti fínan leik
með Fram í gær.
Willum Þór Þórsson, þjálfari
Keflavíkur, þurfti að horfa upp á
enn eitt tap sinna manna en þetta
var það fjórða í síðustu fimm leikj-
um og sigrarnir eru aðeins tveir í
fjórtán leikjum síðan í maí.
„Það var óþarfi að tapa þessum
leik. Mér fannst við vera undir á
miðsvæðinu í fyrri hálfleik en spil-
uðum ágætlega og færðum bolt-
ann í gegnum liðið. Við þurftum
að vera skarpari í baráttunni. Þeir
eru baráttuglaðir og vinnusamir
inni á miðjunni sérstaklega. Mér
fannst við laga það í seinni hálf-
leik og við spiluðum fínan leik en
þá gerum við barnaleg mistök. Við
afhendum þeim boltann þegar lá
ekkert á og því fór sem fór. Þessi
leikur gat dottið hvorum megin
sem var,“ sagði Willum sem var
búinn að setja stefnuna á fimmta
sætið.
„Við ætluðum að hoppa upp um
þrjú sæti í þessum tveimur leikjum
sem við eigum á þremur dögum en
við verðum bara að anda með nef-
inu og mæta almennilega á móti
Val sem er á hörkusiglingu,“ sagði
Willum Þór að lokum.
ooj@frettabladid.is
Vildum ekki gefa þeim aftur jafntefli
Almarr Ormarsson og félagar í Fram eru í stuði en þeir unnu í gær 2-1 sigur á Keflavík. Hann finnur sig vel
á Laugardalsvellinum því hann fylgdi eftir þrennu á móti Selfossi með því að skora sigurmarkið í gær.
FRAMARAR FAGNA Halldór Hermann Jónsson skoraði fyrra mark Fram í leiknum í gær. Hér fagna Framarar marki hans.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÓTBOLTI Stoke fékk í gær sín
fyrstu stig á tímabilinu í ensku
úrvalsdeildinni er liðið vann 2-1
dramatískan sigur á Aston Villa
á heimavelli. Fyrir leikinn hafði
Stoke tapað fyrstu þremur leikj-
um sínum en það var varnarmað-
urinn Robert Huth sem tryggði
liðinu sigurinn með marki í lok
uppbótartímans.
Eiður Smári Guðjohnsen var í
fyrsta sinn í leikmannahópi Stoke
síðan hann gekk í raðir félagsins
í lok síðasta mánaðar. Hann var á
varamannabekknum í gær og kom
ekki við sögu í leiknum.
Fyrir leikinn var greint frá því
að Tony Pulis myndi ekki stýra
liðinu í leiknum þar sem móðir
hans lést fyrr um daginn.
„Hann var ekki ánægður í hálf-
leik og varð fyrir miklum von-
brigðum með það sem hann sá,“
sagði Matthew Ethrington, leik-
maður Stoke, eftir leikinn. „Hann
hélt að það myndi reynast honum
ofviða að vera með okkur í þess-
um leik en eftir fyrri hálfleikinn
og miðað við hvernig við spiluðum
þá ákvað hann að mæta á hliðar-
línuna.“
Gestirnir frá Birmingham voru
mun betri í fyrri hálfleik og kom-
ust yfir með skallamarki Stewarts
Downing. Stoke var þó heppið að
vera ekki meira undir í hálfleik.
Eftir því sem leið á síðari hálf-
leikinn sóttu heimamenn í sig
veðrið og jöfnuðu metin með
öðru skallamarki leiksins, í þetta
sinn frá Kenwyne Jones sem um
leið skoraði sitt fyrsta mark fyrir
félagið. Hann hélt upp á það með
heljarstökki.
„Það er langt síðan ég tók helj-
arstökkið síðast. En ég fékk nokk-
ur færi í kvöld og náði að klára
markið eftir frábæra sendingu frá
Matty [Ethrington].“
Annar nýliði í leikmannahópi
Stoke, Jermaine Pennant, kom
inn á sem varamaður í leiknum og
fiskaði ódýra aukaspyrnu í upp-
bótartímanum. Mark Huth kom
í kjölfar hennar, aftur eftir send-
ingu Ethrington.
Stylian Petrov, sem var dæmd-
ur brotlegur eftir viðskiptin við
Pennant, fékk að líta gula spjald-
ið eftir leik fyrir kröftug mótmæli
við áðurnefndri aukaspyrnu.
- esá
Eiður Smári Guðjohnsen var á bekknum er Stoke vann 2-1 sigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni:
Pulis kom í hálfleik og Stoke sigraði
LÉTTIR Stoke fékk sín fyrstu stig á
tímabilinu í gær. Robert Huth var hetja
Stoke. NORDIC PHOTOS/GETTY