Fréttablaðið - 14.09.2010, Side 35
ÞRIÐJUDAGUR 14. september 2010 23
ÞRIÐJUDAGUR
18:00 Upphitun fyrir Meistaradeildina
18:30 Man. Utd. – Glasgow Rangers
18:30 Werder Bremen – Tottenham
18:40 Barcelona – Panathinaikos
20:40 Meistaramörkin
MIÐVIKUDAGUR
18:00 Upphitun fyrir Meistaradeildina
18:30 Real Madrid – Ajax
18:30 Arsenal - Braga
18:40 Zilina – Chelsea
20:40 Meistaramörkin
MANCHESTER UNITED
GEGN
GLASGOW RANGERS
STERKASTA DEILD Í HEIMI – FYLGSTU MEÐ FRÁ BYRJUN!
VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000
Fyrir
140
krónur
færð þú:
næstum
1 klst. í
stöðumæli
1 dl af bjór
á barnum
beinar útsendingar úr
meistaradeildinni
og margt fleira
10 mínútur
í bíó
3/4 lítra
af bensíni
eða eða eða eða
Stöð 2 Sport kostar aðeins 140 krónur á dag í Stöð 2 Vild. Tryggðu þér áskrift í dag!
MEISTARADEILDIN
HEFST Í KVÖLD!
HANDBOLTI Jerome Fernandez,
fyrirliði franska landsliðsins, er
á leið til Kiel frá Ciudad Real á
Spáni. Fernandez er öflug skytta
og mun veita Aroni Pálmars-
syni samkeppni um stöðu í lið-
inu. Hann á að baki meira en 300
landsleiki og er ríkjandi heims-,
Evrópu- og ólympíumeistari með
Frakklandi.
Fernandez mun einnig fylla
skarð landa síns, Daniel Narc-
isse, sem sleit nýverið krossband
í hné og getur ekki spilað aftur
fyrr en seint á tímabilinu.
Fernandez var samningsbund-
inn Ciudad Real til loka tímabils-
ins en bað um að verða leystur
undir samningi strax. Hann hélt
því fram í frönskum fjölmiðl-
um um helgina að fjárhagsstaða
félagsins væri veik. - esá
Liðsstyrkur til Kiel:
Fernandez til
THW Kiel
FERNANDEZ Hér á fullu í leik með
franska landsliðinu á EM í Austurríki fyrr
á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DIENER
FÓTBOLTI Pepe Reina, markvörð-
ur Liverpool, segir að stuðnings-
menn félagsins verði að stilla
væntingum til liðsins í hóf.
„Við verðum að ganga úr
skugga um að enginn sé að hugsa
um að vinna meistaratitilinn eða
neitt slíkt á þessum tímapunkti,“
sagði Reina við enska fjölmiðla í
gær. Roy Hodgson, stjóri Liver-
pool, fékk takmarkað fjármagn
til að kaupa nýja leikmenn í
sumar og verður líklegast ekki
bætt úr því fyrr en félagið verður
selt nýjum eigendum.
„Auðvitað er markmið okkar
að vera í baráttu á toppnum en
við þurfum að vera raunsæir. Við
munum komast að því í lok tíma-
bilsins hverju við höfum áorkað.“
- esá
Pepe Reina, Liverpool:
Hugsum ekki
um titilinn
REINA Markvörðurinn öflugi í leik með
Liverpool. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Meistaradeild Evrópu
hefst í kvöld með átta leikjum í
riðlakeppninni. Manchester Unit-
ed mætir skoska liðinu Glasgow
Rangers í stórleik kvöldsins og
er víst að augu umheimsins munu
beinast að Wayne Rooney sem
hefur átt í miklum vandræðum í
einkalífi sínu undanfarna daga.
Fyrir stuttu var greint frá því
að Rooney hefði sofið hjá vændis-
konum á meðan unnusta hans var
ólétt. Alex Ferguson, stjóri United,
gaf honum frí í leik gegn Everton
um helgina til að hlífa honum við
óblíðum móttökum áhorfenda.
Í gær greindu bresku blöð-
in frá því að Rooney hefði grát-
beðið Ferguson um að fá að spila
gegn Rangers. „Ég sé ekki eftir
neinu,“ sagði Ferguson í gær. „Ég
gerði það rétta í stöðunni. Og ég
hef engar áhyggjur af því að hann
spili á morgun [í kvöld]. Hann
skoraði fyrir enska landsliðið í síð-
ustu viku og það gaf honum aukið
sjálfstraust.“
Evrópumeistararnir í Inter hefja
titilvörn sína í kvöld með því að
spila við FC Twente í Hollandi.
Rafa Benitez tók við stjórn liðs-
ins af Jose Mourinho og segir að
liðið verði að sýna stöðugleika til
að verja titilinn.
„Ekkert tímabil er eins en í
fyrra lenti þetta lið í vandræðum
í riðlakeppninni. Við erum með-
vitaðir um það og við viljum byrja
vel að þessu sinni,“ sagði Benitez.
„Það fæst ekkert gefins í Meist-
aradeildinni – það þarf að berjast í
öllum leikjum og hugsa um aðeins
einn leik í einu.“
Tottenham hefur einnig leik í
kvöld á erfiðum útivelli, gegn Wer-
der Bremen í Þýskalandi. Spánar-
meistarar Barcelona mæta Panat-
hinaikos á heimavelli. - esá
Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum:
Rooney verður í sviðsljósinu
WAYNE ROONEY Brosmildur á æfingu Manchester United í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY