Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 14
14 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR
Undanfarið hafa fjölmiðlar sagt frá því að kúbverskir feðg-
ar með íslenskan ríkisborgararétt
hafi flutt úr landi vegna kynþátta-
fordóma. Ég þekki ekki til málsins
annað en það sem fjallað hefur verið
um í fjölmiðlum en ef rétt reynist
þá þurfum við að taka okkur saman
sem þjóð og senda út skýr skilaboð.
Útlendingahatur og kynþáttafor-
dómar líðast ekki og eiga aldrei líð-
ast í samfélagi okkar. Þjóð er ekkert
annað en fólkið sem í samfélaginu
býr, óháð uppruna, þjóðerni, litar-
hætti, trúarbrögðum, kynferði, kyn-
hneigð, fötlun eða heilsufari. Lykill-
inn að farsælu samfélagi er að öllum
íbúum líði vel, búi við jöfn tækifæri
og að íbúar lifi í sátt og samlyndi
við hvern annan. Í baráttunni gegn
kynþáttafordómum er mikilvægt að
benda á tvennt.
Í fyrsta lagi geta fáar þjóðir rakið
uppruna sinn og sögu á líkan hátt og
Íslendingar. Fyrstu Íslendingarnir
voru útlendingar sem lögðu á sig
langt og erfitt ferðlag og námu hér
land í leit að betra lífsviðurværi. Það
er svo sem ekki í frásögur færandi,
slíkt hefur maðurinn gert frá örófi
alda. Undanfarna áratugi hafa fólks-
flutningar til Íslands aukist veru-
lega, en á sama tíma hafa flutning-
ar úr landi einnig verið töluverðir,
og þá sérstaklega undanfarin tvö
ár. Íslendingar eru ekki eingöngu
víkingar heldur líka innflytjendur
og það ætti að vera jafn sjálfsagð-
ur hluti af sjálfsmynd okkar og vík-
ingaímyndin. Í öðru lagi má minna á
að hörundslitur manna ræðst af nátt-
úruaðlögun. Það þýðir að lífverur á
miðbaugi jarðar þurftu að aðlagast
hita meðan fólk á norðlægari slóðum
þurfti að aðlagast kulda. Því meiri
sól, því meira C-vítamín í húðinni og
því dekkri hörundslitur. Því meiri
kuldi, því minni og þreknari lífver-
ur, til að auðvelda fólki og dýrum að
halda á sér hita. Mikið flóknara er
það nú ekki. Við getum til dæmis séð
hvernig tognað hefur úr Íslending-
um eftir að þeir fóru að búa í upp-
hituðum húsum. Það er mikilvægt
að halda þessu til haga þegar upp
koma dæmi um kynþáttafordóma
á Íslandi. Fordómar vegna húðlitar
eru byggðir á ranghugmyndum og
fordómum um að munur sé á hæfni
og getu fólks eftir hörundslit og
útliti. Sambærilegir fordómar eiga
víða upp á pallborðið í dag gagnvart
trúarbrögðum.
Í félags- og tryggingamálaráðu-
neytinu er verið að vinna að inn-
leiðingu mismununartilskipana frá
Evrópusambandinu. Önnur þessara
tilskipana gengur út á að tryggja
jafna meðferð manna án tillits til
kynþáttar eða þjóðernis. Með henni
verður tryggður réttur allra manna
til jafnréttis og til verndar gegn mis-
munun en hvort tveggja er almennur
réttur sem er viðurkenndur í Mann-
réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóð-
anna.
Að útrýma fordómum er sam-
vinnuverkefni okkar allra. Það er
gleðilegt að lögreglan hafi tekið
hart á þessu máli. Hún gegnir mik-
ilvægu hlutverki í að gæta öryggis
allra borgara og þarf að vera vak-
andi gagnvart hvers kyns fordómum
og ofbeldi sem tengist er þeim.
Þjóð er ekkert annað en fólkið sem í
samfélaginu býr.
Um þessar mundir er unnið að gerð stjórnarfrumvarps
þar sem meðal annars mun vera
lagt upp með að stytta leyfilegan
samningstíma varðandi afnota-
rétt af náttúruauðlindum í jarð-
hita og vatnsafli, í opinberri eigu.
Samkvæmt lögum frá árinu 2008
er hámarkstími slíkra samninga
nú 65 ár, en semja má um fram-
lengingu að samningstímanum
hálfnuðum (og þá aftur mest til 65
ára, heildarsamningstíminn getur
því mestur orðið samtals 97,5 ár).
Vatnsafls- og jarðvarmavirkjanir
hafa langan líftíma sem lengja má
með reglulegu viðhaldi. Fjárfest-
ingin er hins vegar mikil í upphafi.
Ljóst er að styttri nýtingartími á
auðlindinni hefur í för með sér
hærri arðsemiskröfu og því vænt-
anlega hærra orkuverð.
Þetta má setja upp í einfalt tilbú-
ið dæmi, en í töflunni hér til hliðar
má sjá hvaða áhrif stytting nýting-
artímans myndi væntanlega hafa
á orkuverð ef viðkomandi virkjun
ætti að geta borið sig. Við miðum
hér við litla jarðvarmavirkjun
með 10 megavatta (MW) uppsettu
afli og gefum okkur að bygging-
arkostnaður sé um 2,2 milljónir
dollara fyrir hvert MW, eða tæpar
260 milljónir króna á genginu 118.
Nýtingarhlutfall virkjunarinnar
er áætlað 63% (framleiðsla fyrir
almennan markað), rekstrar- og
viðhaldskostnaður er áætlað-
ur 2% af fjárfestingunni, veginn
fjármagnskostnaður er áætlaður
7,5% (sem um leið er þá lágmarks-
arðsemiskrafa) og loks er verð-
bólga á líftíma virkjunarinnar
áætluð 2,5%. Til þess að hægt sé
að afskrifa þessa virkjun á 65 ára
tímabili þarf orkuverðið að vera að
minnsta kosti 2,82 krónur á kíló-
vattstund (kWst).
Ef við hins vegar styttum líf-
tíma virkjunarinnar niður í 40 ár
þá þarf þetta sama orkuverð, að
öðrum forsendum óbreyttum, að
vera að minnsta kosti 3,08 krón-
ur per kWst, eða 9,2% hærra. Sé
líftíminn enn styttur niður í 30 ár
þarf orkuverðið að vera að minnsta
kosti 3,39 krónur, 20,2% hærra en
ef líftíminn væri 65 ár.
Njótum ódýrrar orku
Við Íslendingar njótum einhvers
lægsta raforkuverðs sem þekk-
ist á Vesturlöndum. Á dögunum
kom þannig fram að eftir að boð-
aðar gjaldskrárhækkanir Orku-
veitu Reykjavíkur taka gildi mun
raforkukostnaður í öðrum höf-
uðborgum Norðurlandanna eftir
sem áður verða frá 28% (í Hels-
inki) til 203% (í Kaupmanna-
höfn) hærri en hjá íbúum á veitu-
svæði Orkuveitunnar, miðað við
sömu raforkunotkun. Ef borinn er
saman húshitunarkostnaður milli
þessara sömu höfuðborga er mun-
urinn enn meiri, Íslendingum í
hag. Þessi lági orkukostnaður er
hins vegar ekki sjálfgefinn. Stytt-
ing leyfilegs samningstíma um
aðgang að orkuauðlindum þýðir
að sjálfsögðu hærri arðsemis-
kröfu og því væntanlega hærra
orkuverð til heimila, fyrirtækja
og stofnana.
Styttri aðgangur − hærra orkuverð
Orkuverð
Gústaf Adolf
Skúlason
aðstoðarframkvæmda-
stjóri Samorku
Kynþáttafordómar líðast ekki
Áhrif styttri líftíma virkjunar á orkuverð
Orkuverð heildsala, kr. líftími virkjunar í árum Hækkun frá 65 ára líftíma
2,82 65
3,08 40 9,2%
3,39 30 20,2%
Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Banda-
ríkjanna og þriðji forseti þeirra,
varaði við því að afhenda einka-
bönkum valdið til að gefa út gjald-
miðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans
eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef
bandaríska þjóðin leyfir einkabönk-
um nokkurn tíma að stjórna útgáfu
þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með
verðbólgu, síðan með verðhjöðnun,
þá munu bankarnir og einkafyrir-
tækin sem vaxa upp í kringum þá
svipta fólkinu öllum þeirra eigum
þar til börnin þeirra vakna heimil-
islaus í landinu sem forfeður þeirra
byggðu.“
Peningakerfi Íslands í dag
Landslög segja að íslenska krónan
skuli vera lögeyrir og í henni skuli
innheimta skatta. Allir sem vilja
lifa og starfa á Íslandi verða því að
eiga og versla með íslenskar krónur.
Alþingi fól Seðlabankanum ábyrgð
á því að stuðla að stöðugu verðlagi
ásamt valdi til að gefa út gjaldmiðil-
inn. Seðlabankinn afhenti hins vegar
einkabönkum valdið til að skapa
mikinn meirihluta nýrra krónupen-
inga og hugðist fjarstýra verðstöð-
ugleikanum. Við lifum og störfum í
rústum þessa peningakerfis.
Eitt meginmarkmið Seðlabanka
Íslands er að kaupmáttur krónunn-
ar lækki um 2,5% árlega. Þetta skal
gert með því að auka magn nýrra
peninga meira en magn vöru og
þjónustu sem þeir kaupa. Í daglegu
tali heitir þessi kaupmáttarskerðing
verðbólga. Í peningakerfinu eru nýir
peningar skapaðir og settir í umferð
til að valda stöðugri kaupmáttar-
skerðingu.
Fjármálafyrirtæki í einkaeigu
hafa svo lögvarin forréttindi til
að skapa mikinn meirihluta nýrra
peninga og til að fá á stýrivöxtum
það litla sem Seðlabankinn býr til
sjálfur. Hvoru tveggja eykur lánsfé
einkabankanna sem gerir það ódýr-
ara en veldur verðbólgu í kjölfarið.
Bróðurpartur af lánsfé fer til hinna
efnamestu sem mesta lánsvild hafa.
Meðan verðbólgan fer verst með
fátæka þegar verð á nauðþurftum
hækkar. Peningakerfi Íslands nið-
urgreiðir því lánsfé til hinna ríku
með verðbólguskatti á almenning.
Ójöfnuður er innbyggður í peninga-
kerfið.
Allar krónur á Íslandi fara því
í umferð sem skuld við einkaaðila
sem ómögulegt er að endurgreiða
þar sem aldrei eru í umferð nægar
krónur til að borga bæði höfuðstól-
inn, þ.e. upprunalega lánið, og vext-
ina sem á hann falla. Aukin gjald-
þrot, og kostnaðurinn sem af þeim
hlýst, er því byggður inn í peninga-
kerfið.
Seðlabankinn reynir svo að fjar-
stýra peningaútgáfu einkabank-
anna og stuðla þannig að stöðug-
leika. Tölur frá Seðlabankanum
sjálfum sýna hve algerlega honum
hefur mistekist að tryggja þannig
stöðugleika á verðlagi og í hagkerf-
inu í heild.
Leiðréttingin er einföld
Þessar kerfisvillur þarf að leiðrétta
og það er einfalt. Fyrst þarf að taka
af einkaaðilum valdið til að búa til
lögeyri landsins. Svo þarf að finna
aðra leið til að koma nýjum pening-
um í umferð og gera það án vaxta.
Í stað þess að Seðlabankinn reikni
fyrst hvað mikið þarf að skapa af
nýjum peningum og reyna svo að
fjarstýra hve mikið einkabankar
skapa, þá getur Seðlabankinn sjálf-
ur gefið út alla nýja peninga. Í stað
þess að nýir peningar fara í umferð
á vöxtum og í gegnum fjármála-
fyrirtæki sem taka þóknun fyrir
að úthluta þeim til útvalinna, þá
geta nýir peningar farið í umferð
sem greiðsla frá ríkinu fyrir betra
velferðarkerfi og til að borga upp
skuldir ríkissjóðs.
Þessar kerfisvillur eru þær sömu
og fyrir hrun. Í peningakerfi Íslands
er enn innbyggður ójöfnuður, óhag-
kvæmni og óstöðugleiki. Umræðu
og úrbóta er þörf.
Einkabankar búa til lögeyri landsins
Efnahagsmál
Jón Þór
Ólafsson
stjórnmálafræðingur
kynþáttafordómar
Íris Björg
Kristjánsdóttir
formaður
innflytjendaráðs
Sérframleiðum
bursta eftir þínum
þörfum.
• •B
U R
S TA G E R Ð I N
ÍS
L
E N S K U R I Ð N
A Ð
U
R
Vesturhrauni 3 · 210 Garðabæ.
Sími 480-0030 · www.burstagerdin.is
Harðparket
verð frá 3.990 - pr m2
Eik, smellt.