Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 36
24 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR menning@frettabladid.is Meðal bóka sem væntanleg- ar eru í jólabókaflóðinu í ár er ævisaga Gunnars Thor- oddsen forsætisráðherra eftir Guðna Th. Jóhannes- son sagnfræðing. Við ritun bókarinnar fékk Guðni óheftan aðgang að afar persónulegum dagbókum Gunnars. Guðni hefur unnið að skrán- ingu ævisögu Gunnars í nokkur ár. Upphaflega var það bókafor- lagið Edda sem fór þess á leit við hann að skrifa ævisögu Gunnars, að undirlagi Völu, ekkju hans, og barnanna þeirra fjögurra. „Þau vildu að saga hans yrði skráð og því fylgdu engir fyrirvar- ar nema að þetta yrði gert vel.“ Guðni fékk því aðgang að viða- miklum gögnum sem Gunnar skildi eftir sig. Þungamiðjan eru dagbók- arfærslur sem Gunnar byrjaði að skrifa á barnsaldri og fram undir andlátið 1983. „Þar má finna minnispunkta af fundum, símtölum og guð má vita hverju sem snýr að opinber- um störfum,“ segir Guðni, „en líka alls kyns hugleiðingar um mark- mið, vonir og vonbrigði og eigin breyskleika. Þetta skráði hann hjá sér samviskusamlega. Dagbókin og minnisblöðin eru því hjálpar- tæki til að halda til haga því sem á dagana drífur en líka til að skrifa sig frá vandræðum og vonbrigð- um; eins konar sáluhjálparatriði.“ Sífellt að reyna að bæta sig Guðni segir að Gunnari hafi ávallt verið umhugað um að svonefnd- ur dómur sögunnar yrði honum hliðhollur, dagbókarskrifin séu til marks um það. „Hann var alltaf öðrum þræði að skrifa fyrir sjálfsævisöguna, alveg frá unga aldri. Samt sem áður eru þessar dagbókarfærsl- ur það einlægar að maður kemst að þeirri niðurstöðu að hann var ekki að skálda neitt og kom lang- oftast til dyranna eins og hann var klæddur. Hann trúir dagbókinni að minnsta kosti fyrir brestum í eigin fari. Gunnar glímdi til dæmis við áfengisvandamál og skráði af mestu samviskusemi hvernig hann ætlaði að ráða bót á því og hvernig það tókst og tókst ekki eftir atvik- um.“ Að sögn Guðna var Gunnar leit- andi sál, sem leið þó best þegar hann hafði nóg fyrir stafni og allt var í röð í reglu. „Daginn eftir að hann hafði verið í einhverju slarki fann hann að þetta var eitthvað sem veitti honum ekki lífsánægju og var stöðugt að reyna að gera sig að betri manni.“ Dýpri og persónulegri sýn Guðni segir gaman að fá tækifæri til að kynnast innri hlið Gunnars yfir mestallt æviskeið hans. „Maður fær miklu dýpri og nýrri sýn á manninn og sleppur frá þessari leiðindapólitík sem menn muna fyrst og fremst eftir í sambandi við Gunnar Thorodd- sen; innanflokksátök í Sjálfstæð- isflokknum og svo þessi sögulega stjórnarmyndun 1980. Ég geri því auðvitað ítarleg skil, en ævi Gunn- ars var miklu meiri og merkari en það. Sjálfstæðisflokkurinn og þessi átök voru ekkert upphaf og endir í lífi hans.“ bergsteinn@frettabladid.is Dagbókin var sáluhjálparatriði GUÐNI TH. JÓHANNESSON Segir Gunnari greinilega hafa verið umhugað um að dómur sögunnar yrði sér hliðhollur. Í dagbókum sínum kom Gunnar þó yfirleitt til dyranna eins og hann var klæddur og trúir þeim fyrir brestum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „ÉG HEF ALDREI SÉÐ ÁTAKANLEGRI SJÓN” Eftirfarandi er brot úr kafla um laganám Gunnars sem er mikið til byggður á dagbókarfærslum hans: „Með vinum sínum var Gunnar glaður og reifur. Ungir menn og áhyggjulaus- ir staupuðu sig og fóru öðru hvoru á „fyllerí“. Oft var komið saman á Borginni og eitt sinn skrifaði Gunnar langa frásögn af ferð með Sigurði Jóhannssyni á White Star, hið alræmda lastabæli að Laugavegi 11. Báðir eru allsgáðir og forvitni rekur þá á staðinn. Spænskir sjómenn eru innan dyra og nokkrar stúlkur gera sér dælt við þá. Ein er orðin ölvuð. Hún tekur hverja ölflöskuna af annarri á borðum og ætlar að hella í glas sitt en þær eru allar tómar: „Hún ... gengur inn eftir stofunni og að veitingaborðinu. Hún ætlar að sníkja út eina flösku af öli.“ Önnur dansar úti á gólfi, lyftir öxlum eftir hljómfallinu, syngur með, hlær dátt og leikur „augnaleik“ við Spánverjana sem sitja í kring. Gunnar hefur séð hana á dansleikjum, „hún er skækja“. Hún gefur sig á tal við tvo hinna spænsku. Þeir munu fá það sem þeir sækjast eftir, hugsar Gunnar með sér. Önnur stúlka festist þó frekar í minni hans. Hún var hávaxin en skinhoruð og bogin í baki, með ógreitt hár: „Drukkinn piltur dansaði við hana hvað eftir annað. Hann náði henni í öxl þótt hún væri öll í keng. ... Aldrei sagði hún orð. Það var eins og ógæfan skini út úr hverri hennar hreyfingu og hverjum drætti í svip hennar. Allt sköpulag og yfirbragð bar vott um útilokun frá allri gleði, útskúfun frá allri ánægju. Það getur verið að hún sé vændiskona. En það var ekkert illt í fari hennar, ekkert æst eða tryllt, engin ástríða og ekkert hatur eða vonbrigði í svipnum. Hún var aðeins líflaus, gleðisnauð. Ég hef sjald- an séð átakanlegri sjón.“ Gunnar sá að því gat verið misskipt, mannanna láni. Í æsku hafði honum verið innrætt samúð með þeim sem minna máttu sín og hún entist lífsleiðina. Á hinn bóginn trúði hann því líka að hver væri sinnar gæfu smiður og ekki vildi hann boða meinlætalifnað. Barnaleikritið Horn á höfði verð- ur sýnt í Borgarleikhúsinu frá og með 18. september næstkom- andi. Sýningin var upphaflega frumsýnd í Grindavík í fyrra en hún var valin Barnasýning ársins 2010 á Grímunni í vor. Víðir Guðmundsson, leikari í verkinu, segir að velgengni þess hafi ekki komið sér á óvart. „Það er auðvitað ekki sjálfgefið að sýn- ing slái í gegn þegar hún er sett upp utan höfuðborgarsvæðisins, en við vissum að við vorum með gott leikrit í höndunum.“ Auk Víðis leika þau Sólveig Guðmundsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson í verkinu en Vilhelm Anton Jónsson semur tónlistina. - bs Horn á höfði aftur á svið Út er komin bókin Með mínu grænu augum, með frumort- um ljóðum og þýðingum eftir Sverri Norland. Þetta er önnur ljóðabók Sverris og lokaverk- efni hans til BA-prófs í ritlistar- námi við Háskóla Íslands. Sverri finnst íslenskur kveð- skapur eiga það til að taka sig of hátíðlega og leggur sjálfur kapp á að lesandanum leiðist ekki við lesturinn. „Það er eins og það hafi gleymst að ljóð þurfa ekki að vera naumhyggjuleg og torræð; þau mega líka vera skemmti- leg, eins og popptónlist eða Andrésblöð, en geta samt verið djúp.“ Þetta kvað vera fyrsta lokaverkefni nemanda í ritlist sem gefið er út en Sverrir skrifaði bókina undir hand- leiðslu Sigurðar Pálssonar. Sverrir segir að bæði námið og samstarfið við Sigurð hafi gagnast sér vel. „Við Sigurður hittumst nokkrum sinnum og hann gaf mér afar gagnlegar ábending- ar, enda afar naskur maður.“ Sverrir heldur til London í dag í framhaldsnám í London. „Ég er á leið í eins konar sjálf- skipaða útlegð og geri ráð fyrir að nýta þann tíma til að skrifa lengri prósa.“ Ljóð mega vera eins og Andrésblöð > Ekki missa af … einum vinsælasta breikdans- hópi á Norðurlöndum, Free- style Phanatix, í sýningarsal í kjallara Norræna hússins. 160 nemendur úr nokkrum grunn- skólum fá tækifæri til að auka þekkingu sína á dansinum og læra nýja takta. Tvö námskeið verða haldin í dag, klukkan 10 fyrir yngri dansara og klukkan 13 fyrir þau eldri. Klukkan 17.15 Á morgun halda dr. Steinunn J. Kristjánsdóttir og dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir fyrirlestur um evrópska klausturhefð og Skriðuklaustur á Landnámssýningunni í Aðalstræti 16. Stiklað verður á stóru um upp- runa klausturhefðar í Evrópu og framvinda og niðurstöður fornleif- agraftarins á Skriðu verða rakin í máli og myndum. BESTA BARNASÝNINGIN Grindverska Grímurverðlaunasýningin fer aftur á fjalirnar í Borgarleikhúsinu í haust. LJÓSMYND/ JÓHANNA ÞORKELSDÓTTIR Safnaðu litlum lis taverkum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.