Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 15. september 2010 3
Tekjur Bílastæðasjóðs voru 540
milljónir króna í fyrra en þar af
komu tæpar 250 milljónir inn sem
stöðvunarbrotagjöld. Tekjurn-
ar fara í uppbyggingu og rekstur
Bílastæðasjóðs sem felur meðal
annars í sér byggingu bílastæða-
húsa og rekstur og viðhald á bíla-
stæðum borgarinnar.
„Fólk gerir sér ekki alltaf grein
fyrir því hversu mikil fjárfesting
liggur að baki bílastæðum borgar-
innar en þau eru oftast á verðmæt-
asta byggingarlandinu og eru afar
dýr í rekstri,“ segir Bjarki Rafn
Kristjánsson, rekstrarstjóri Bíla-
stæðasjóðs.
Bílastæðasjóður rekur sjálf-
stætt dótturfyrirtæki borgarinn-
ar. „Markmiðið er í raun að hafa
sem minnstar tekjur enda viljum
við ekki að fólk leggi ólöglega.
Staðreyndin er hins vegar önnur
eins og tölurnar
gefa til kynna,“
segir Bjarki
R a fn . Ha n n
segir gja ld-
skyldu og gjöld
ekkert annað en
tæki til að stýra
umferð um fjöl-
farin svæði.
„Það er sama
vandamál hér
eins og í öðrum borgum að við
erum með fleiri bíla en stæði og
verður að reyna að koma böndum
á það.“ Borginni er skipt í fjögur
gjaldsvæði og er misdýrt að leggja
eftir svæðum. „Það er önnur leið
til að stýra umferðinni og eru
stæðin í miðbænum dýrust.“
Sérstök íbúakort, fyrir íbúa í
miðborg Reykjavíkur sem búa við
gjaldskyld svæði, voru tekin upp á
tíunda áratug síðustu aldar en þau
gera íbúum kleift að leggja í gjald-
skyld stæði gegn sérstöku árgjaldi.
Gildissvæði íbúakorta eru níu og
fer það eftir heimilisfangi við-
komandi hverju hann tilheyrir.
Um tíma kostuðu íbúakortin fimm
þúsund krónur. Upphæðin lækk-
aði í þrjú þúsund árið 2002 en var
hækkuð í sex þúsund í september
2008. Bjarki Rafn segir hækkun-
ina sambærilega við hækkun vísi-
tölu á sama tímabili og að í raun
sé verðið ekki hátt ef miðað er við
hvað það myndi kosta að borga í
stöðumæla árið um kring. „Eins
má benda á það að fólk sem býr í
miðbænum er ekki það eina sem
borgar fyrir að leggja í stæði því
margir sem búa í úthverfum þurfa
að greiða miklu meira fyrir að
útbúa og halda við eigin stæðum.“
vera@frettabladid.is
Vilja sem minnstar tekjur
Helmingurinn af árstekjum Bílastæðasjóðs koma inn sem stöðvunarbrotagjöld. Þetta eru tekjur sem
sjóðurinn vildi heldur vera án en gjöld og gjaldskylda gera þó sitt gagn í að koma böndum á umferðina.
Stöðvunarbrotagjöld fara í rekstur og uppbyggingu Bílastæðasjóðs sem felur meðal annars í sér byggingu bílastæðahúsa og
rekstur og viðhald á bílastæðum borgarinnar.
Bjarki Rafn
Kristjánsson
Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.
Hilludagar í september
Hillur fyrir lagera, fiskvinnslur,
iðnfyrirtæki, skjalageymslur,
dekkjageymslur, bílageymslur
og „dóta”-geymslur
Skoðaðu nánar á – www.rymi.is
• auðvelt að smella saman
• þola mikið álag
Skemmuvegur 6 • Blá gata • Kópavogur
Sími 511 1100
20%
afsláttur
Geymsluhillur – fyrir alla muni
Útivist heldur upp á 35 ára
afmæli sitt með ýmsum hætti í
Básum á Goðalandi laugardag-
inn, 18. september.
Þrjár ferðir eru um helgina í til-
efni afmælis Útivistar, Laugaveg-
ur hraðferð, Grill og gaman og
Dagsferð á Goðaland. Auk þeirra
verður boðið upp á kaffi, grill og
skemmtilegheit. Skúli H. Skúlason,
formaður félagsins, var spurður
nánar um tilhögunina.
„Laugavegurinn verður genginn
á tveimur dögum,“ byrjar Skúli.
„Farið inn í Landmannalaugar á
fimmtudagskvöld, gengið í Hvann-
gil á föstudeginum og í Bása á
laugardag. Hópurinn kemur beint
í grillveislu og tekur vonandi vel
til matar síns. Við finnum að þegar
fólk kemur úr svona langri göngu
dugar enginn skrifstofumanna-
skammtur!“
Skúli segir lagt af stað í helg-
arferðina Grill og gaman klukk-
an 19 á föstudagskvöld frá BSÍ.
„Snemma dags á laugardag verð-
ur farið í göngu á Rjúpnafell. Það
er hinum megin Krossár og nú
koma nýju göngubrýrnar yfir hana
í góðar þarfir. Til baka er komið
í tæka tíð í kaffið og afmæliskök-
una.“ Þeir sem verða í dagsferð-
inni leggja af stað heim síðdegis
að sögn Skúla en hinir gista og um
kvöldið verður grillveisla, kvöld-
vaka og varðeldur. „Gítarleikar-
ar verða á staðnum sem eru búnir
að festa sig í sessi,“ segir Skúli.
„Hálfgert Básaband.“ - gun
Afmæli Útivistar
Útivistarfélagar og samferðamenn munu gera sér glaðan dag í Básum á laugardag-
inn. MYND/ÚTIVIST
Þátttakendur í ferðinni „Haust-
litir í Svartaskógi“ munu kynn-
ast vínökrum, köstulum og skóg-
um í Þýskalandi. Farið verður til
Freiburg þar sem hægt er að fara
í siglingu á ánni Ill eða ganga um
Litla Frakkland, eitt elsta hverfi
borgarinnar. Ekin verður Vínslóð-
in í Alsace þar sem ótal falleg smá-
þorp eru þrædd. Stoppað verður
á blómaeyjunni Mainau sem var
í eigu sænska greifans Lennart
Bernadotte. Komið verður við á
verkstæði sem gauksklukkur eru
búnar til á. Einnig er ekið að stöðu-
vatninu Bodensee, sem tilheyrir
Þýskalandi, Austurríki og Sviss og
endað á að heimsækja heilsubæinn
Baden-Baden.
Fararstjóri er Pavel Manásek.
Nánar á www.baendaferdir.is
- gun
Haustlitir í
Svartaskógi
Bændaferðir efna til Þýskalands-
ferðar dagana 13. til 20. október.
Freiburg verður heimsótt.