Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 16
 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR16 timamot@frettabladid.is Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og dóttir, Guðný Jóna Ásmundsdóttir Hofakri 7, Garðabæ, lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut þann 12. september sl. Útförin fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 17. september kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Sigurður Stefánsson Anna Sigurðardóttir Hákon Svavarsson Stefán Sigurðsson Sigrún Jensdóttir Ása Gunnur Sigurðardóttir Ari Bent Ómarsson Anna Kristjana Þorláksdóttir Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Birgir Stefánsson Reykhúsum 4a, Eyjafjarðarsveit, lést á Dvalarheimilinu Hlíð 7. september síðastliðinn. Hann verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 17. 09. 2010 kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimilið Hlíð eða FAAS, Félag aðstandenda Alzheimerssjúklinga. Heiða Hrönn Jóhannsdóttir Örn Viðar Birgisson Jóhanna Guðmundsdóttir Svanfríður Birgisdóttir Sveinn Eiríksson Stefán Birgisson Helga Gunnlaugsdóttir Þorbjörg Birgisdóttir Jóhann Konráð Birgisson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, Jóna Björg Pálsdóttir hjúkrunarfræðingur sem lést á líknardeild Bispebjerg Hospital í Kaupmannahöfn þann 4. september s.l. verður jarð- sungin fimmtudaginn 16. september kl. 14.00 frá safnaðarheimilinu í Sandgerði. Þeim sem vilja minn- ast hennar er bent á að láta líknarsjóð Rbst nr. 11 Steinunn I.O.O.F. njóta þess. Reikn.nr. 1109-05-408990, kt. 450994-2439. Birgir Elíasson Ástkær dóttir okkar, fósturdóttir og systir, Sandra Ásgeirsdóttir, lést laugardaginn 11. september. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. september kl. 13.00. Guðrún Lára Halldórsdóttir Óðinn Helgi Jónsson Ásgeir Sveinsson Eygló Eyjólfsdóttir Halldór Viðar Jakobsson Arnar Rafn Óðinsson Styrmir Óðinsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda- faðir og afi, Kristján Friðriksson, húsasmíðameistari, Torfufelli 48, Reykjavík, lést laugardaginn 11. september á Líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 17. september kl. 11.00. Concordía Konráðsdóttir Friðrik Kristjánsson Dagmar Huld Matthíasdóttir Kristján Kristjánsson Thelma Ásdísardóttir Regína Kristjánsdóttir Stefán Sigurðsson Konráð Kristjánsson Guðrún Jóna Kristjánsdóttir Óli Halldór Sigurjónsson Einar Þór Kristjánsson Anna Tivell barnabörn. Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Gísladóttir dvalarheimilinu Hornbrekku, Ólafsfirði, lést fimmtudaginn 9. september. Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 18. september kl. 14.00. Svanlaug Vilhjálmsdóttir Þorsteinn H. Jóhannesson Sveinn Sæmundsson Lóa Helgadóttir ömmu- og langömmubörn. Jafnréttisstofa fagnar tíu ára afmæli í dag en hún hóf störf á Akureyri á þess- um degi árið 2000. Fyrsta framkvæmd- astýran var Valgerður H. Bjarnadóttir en Kristín Ástgeirsdóttir gegnir starf- inu í dag. Helstu verkefni Jafnréttisstofu eru söfnun og miðlun upplýsinga um jafn- rétti kynjanna, fræðsla og ráðgjöf, auk þróunarstarfs, rannsókna og eft- irlits með lögum. „Árið 2008 kom inn nýtt ákvæði í jafnréttislögin um að við ættum að vinna að forvörnum gegn kynbundnu ofbeldi og breyta heftandi staðalímyndum kynjanna svo það eru sífellt að bætast við ný verkefni,“ segir Kristín. Hún segir fræðslu og ráðgjöf veigamikla þætti í starfi stofunnar. „Til okkar leita einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir sem eru að vinna með jafn- réttismál eða glíma við einhver vanda- mál þeim tengdum. Þá er hægt að bera undir okkur grun um brot á jafnrétt- islögum en þyki ástæða til að kæra fer málið fyrir kærunefnd jafnréttis- mála.“ Kristín segir margt hafa áunnist í jafnréttisbaráttunni á síðustu tíu árum þótt hún eigi sér að sjálfsögðu lengri sögu. „Fyrstu jafnréttislögin voru sett árið 1976 og víða hefur orðið hugarfars- breyting og lagabót. Hins vegar hallar enn á konur á sumum sviðum og þess vegna heldur baráttan áfram.“ Kristín segir talsvert halla á konur í stjórnum fyrirtækja auk þess sem hópur kvenna, umfram karla, búi við bág kjör. Þá er víða að finna heftandi staðalímyndir sem á bæði við um konur og karla auk þess sem launamunur er enn til stað- ar. Jafnréttisstofa leggur mikla rækt við erlent samstarf. „Þannig lærum við af öðrum og fáum tækifæri til að miðla þekkingu, en Norðurlöndin eru mikil- vægar fyrirmyndir í þeim efnum. En hvernig stöndum við í samanburði við hin Norðurlöndin? „Við vorum í efsta sæti á lista World Economic Forum í fyrra en það skýrist meðal annars af jöfnum valdahlutföllum kynjanna í ríkisstjórninni. Í ljósi þess að tvær konur misstu ráðherrastól í breyting- um á ráðherraskipan á dögunum er ég hrædd um að það komi til með að breytast. Við stöndum okkur hins vegar vel hvað varðar menntun og heilbrigð- ismál en síður á vinnumarkaði og þar eru hin Norðurlöndin okkur framar. Í Noregi var settur kvóti á stjórnir fyrir- tækja sem kemur þeim ofarlega á lista en sams konar kvóti verður tekinn upp hér á landið árið 2013,“ segir Kristín. Í tilefni afmælisins var haldin ráð- stefna í Ketihúsinu á Akureyri síðast- liðinn föstudag auk þess sem stofan hefur gefið út sérstakt afmælisblað. Fram undan er svo mikil dagskrá í okt- óber. vera@frettabladid.is JAFNRÉTTISSTOFA: TÍU ÁRA Í DAG BARÁTTAN HELDUR ÁFRAM FRÆÐSLA, RÁÐGJÖF OG EFTIRLIT Kristín segir margt hafa áunnist í jafnréttisbaráttunni. Þó hallar enn á konur í stjórnum fyrirtækja auk þess sem launamunur er víða til staðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍTALSKI LANDKÖNNUÐURINN MARCO POLO (1254- 1324) fæddist þennan dag. „Ég hef ekki sagt frá helmingnum af því sem ég sá.“ Þennan dag árið 1994 varð Helgi Áss Grétarsson heimsmeistari í skák í flokki 20 ára og yngri. Heimsmeistaramótið fór fram í Brasilíu og fyrir síð- ustu umferðina ríkti mikil spenna. Efst og jöfn með átta vinninga voru þrjú ungmenni: Helgi Áss, ung- verska stúlkan Soffia Polgar og hinn þýski Christop- her Gabriel. Soffía Polgar tefldi við Spangenberg frá Argentínu og lauk þeirri skák með jafntefli. Helgi Áss og Gabriel mættust í úrslitaskákinni. Helgi Áss hafði hvítt og upp kom drottningarbragð. Skákin varð strax afar spennandi og báðir urðu knappir á tíma í lokin. Í þokkalegri stöðu tók Gabri- el þá örlagaríku ákvörðun að fórna drottningunni og það varð honum til falls. Helgi náði yfirhöndinni með því að gefa sína til baka og verða peði yfir í endatafli. Hann tefldi af miklu öryggi og varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna sigur í flokki 20 ára og yngri, aðeins sautján ára að aldri. Með heimsmeistaratitlinum var hann útnefndur stórmeistari. ÞETTA GERÐIST: 15. OKTÓBER ÁRIÐ 1994 Helgi Áss verður heimsmeistari

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.