Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 34
22 15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Júlíu Margrétar Alexanders- dóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Ókei! Þetta eru spilin sem þér voru gefin. Þú getur því þurrkað af þér glottið! Manstu þarna þegar... Já það var magn- að! Hvað? Ha? Glúbb! Glúbb! Kasjú! Svo satt! Ha! Ha! Ha! Hljómar vel... Og svo... Ha! Ha! Ha! Ha! Þetta var ótrúlegt. Alveg ótrú- legt! Þið virðist skemmta ykkur vel yfir spilun- um. Já, þetta kallast „Pössum að sá gamli skilji ekki neitt“. Ekki glápa á mig Gettu hvað? Mamma leyfði mér að fara í bað í staðinn fyrir sturtu! Í alvöru? Já, og það var frábært. Það er betra að fara í sturtu en bað. Af hverju? Ef maður vandar sig og stendur alveg upp við vegginn, þá blotnar maður eiginlega ekki neitt! JÓNA! Hann Hinrik var bara svo rosalega feiminn... www.frettabladid.is | 512 5000 *Kjarnadreifingarsvæði Fréttablaðsins er höfuðborgarsvæðið, Akureyri, Stokkseyri, Eyrarbakki, Hveragerði, Selfoss, Borgarnes, Akranes, Reykjanesbær, Þorlákshöfn, Keilir, Garður, Sandgerði, Grindavík og Vogar. GÓÐAR FRÉTTIR FYRIR ALLA Enn betra aðgengi að Fréttablaðinu Breytingar voru gerðar á frídreifingu og lausasölu Fréttablaðsins 1. júní. Blaðinu er áfram dreift ókeypis í lúgur og Fréttablaðskassa kjarnadreifingarsvæði* okkar. Nýbreytnin felst í að frídreifingu í verslunum og á bensínstöðvum á kjarnadreifingarsvæði verður hætt, en blaðið í staðinn selt í lausasölu um land allt samhliða fyrrgreindri frídreifingu heim eða í hverfi. Lausasölustöðum verður fjölgað til muna auk þess sem fjöldi Fréttablaðskassa í íbúðahverfum verður nærri þrefaldaður, úr 60 í um 170. Nánari upplýsingar um dreifingu Fréttablaðsins má nálgast á visir.is/dreifing. Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á visir.is eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Olís, Selfossi Krónan, Selfossi Bónus, Selfossi N1 Fossnesti, Selfossi N1 verslun Selfossi Verslunin Árborg, Selfossi Bjarnabúð, Brautarhóli (Reykholti) Ferðaþjónustan Úthlíð Þrastalundur, Grímsnesi Minni-Borg, Grímsnesi N1, Hveragerði Bónus, Hveragerði Glóðarsel, Laugarvatni Olís, Hellu Söluskálinn Landvegamótum N1, Hvolsvelli Söluskálinn Björk, Hvolsvelli N1 Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri Skýlið, Vestmannaeyjum Vöruval, Vestmannaeyjum N1, Vestmannaeyjum Olís, Vestmannaeyjum Krónan, Vestmannaeyjum Suðurland Fjöldi lausasölustaða á Suðurlandi Upplitið á geðveikum er ekki alltaf djarft. Þeir halda að sjúkdómur sinn sé eitthvað til að skammast sín fyrir, læð- ast með veggjum. Að burðast með sjúk- dóm sem sést ekki utan á manni og maður er stöðugt að reyna að fela er ekki auðvelt fyrir fjöldann allan af þessum sjúkling- um. Talið er að 22-24% mannkyns þjáist einhvern tímann á ævinni af geðheilbrigð- isvanda. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall hafa samtök eins og Geðhjálp þurft að spyrna fótunum við og berjast gegn fordómum, jafnt sjúklinganna sjálfra sem og ann- arra. Andri Snær Magnason rithöfund- ur stingur sér ofan í þann úldna pytt um helgina að blanda geðveikum inn í hluti sem koma þeim ekkert við. GREIN sem birtist eftir Andra Snæ í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag inniheldur orðin geðveiki eða geðveik- ur, að því er mér taldist til, ellefu sinn- um. Í Silfri Egils á sunnudaginn síðast- liðinn hélt Andri Snær áfram að draga geðveikina til ábyrgðar fyrir óráðsíu í bankakerfinu og hamraði á orðinu í neikvæðri merkingu. Ekki eins og árið væri 2010 heldur þegar öldin var sú að geðveikir voru persónur non grata. SAGT er að ekki megi ganga of langt í rétttrúnaði. Það megi alveg grínast með innflytjendur og alls kyns minnihlutahópa. Þarna var hins vegar ekkert verið að grínast mikið – greinin var eiginlega fjarri góðu gamni. Pólitísk rétthugsun um hvað megi og hvað megi ekki segja á alls ekki við í þessu til- felli og þótt geðsjúkum sé oft skemmt yfir eigin sjúkdómum skaut Andri Snær langt yfir markið. Það var engin þægð í orðum Andra Snæs fyrir geðsjúka. JAFNFRAMT er ég viss um að Andri Snær hefði aldrei notað þetta orð hefði hann kynnst frjóum hugsunarhætti sem oft einkennir þá sem þjást af geðsjúkdóm- um. Mestu snillingar sögunnar, Beet- hoven, Van Gogh og fleiri voru geðveikir. Þeir hefðu ekki virkjað. Ónei. Þeir hefðu málað og hugsað út fyrir rammann. Geð- veiki er ekki neikvæð í þeim skilningi sem Andri Snær leggur upp með. Fjöl- margir hæfileikaríkir einstaklingar búa við sjúkdóminn, alla daga, og þetta fólk, sem vinnur vinnuna sína og gerir allt sem það getur til að láta sér líða vel. Og það sem meira er, þeir gera allt sem þeir geta til að falla inn í samfélagið. Verða samþykktir. Verða ekki fyrir fordómum. Hjörðin sem Andri Snær fjallar um var ekkert að gera neitt geðveika hluti. Hún stundaði ómerkilega og óvandaða meðal- mennsku. „Miðlungs“ er orðið sem Andri Snær gæti notað næst. Geðveiki Andra Snæs

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.