Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 18
15. september 2010 MIÐVIKUDAGUR18
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma og langa-langamma,
Fjóla Óskarsdóttir,
Hjallabraut 33, Hafnarfirði,
sem andaðist 1. september, verður jarðsungin frá
Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 16. sept-
ember kl. 15. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir
en þeim sem vilja minnast hennar er góðfúslega bent á
FAAS og önnur líknarfélög.
Elías Andri Karlsson Bára Ólafsdóttir
Ómar Sævar Karlsson Fjóla Valdimarsdóttir
Óskar Gísli Karlsson Vildís Halldórsdóttir
Sólbjörg Karlsdóttir
barnabörn, langömmubörn og langa-langömmubarn.
Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
Soffíu Aðalbjargar
Björgvinsdóttur,
Obbu, Skógarbæ, Árskógum 2,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ fyrir frábæra umönnun og hlýju í hennar
garð.
María Björg Jensen Jón Ingi Guðjónsson
Birgir V. Sigurðsson Inga Skaftadóttir
Erlín Linda Sigurðardóttir Guðjón Sigurbjörnsson
Gréta Ósk Sigurðardóttir Guðmundur Ármannsson
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir sendum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegs föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Karls H. Steingrímssonar
bifreiðastjóra og harmonikkuleikara,
sem lést að dvalarheimilinu Hlíð Akureyri miðvikudag-
inn 1. september.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólkinu á
Grenihlíð fyrir góða og hlýja umönnun.
Guðmundur Karlsson Ratree Somboon
Hanna Karlsdóttir Rúnar Vestmann
Katrín Lind Guðmundsdóttir Jóhann G. Eyþórsson
afa- og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
Pétur Guðjónsson
frá Hrauni í Sléttuhlíð,
sem lést föstudaginn 10. september verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 17. september
kl. 14.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem
vilja minnast hans er bent á Heilbrigðisstofnunina á
Sauðárkróki.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir,
bróðir, afi, langafi og langalangafi,
Rósmundur Sigurðsson
andaðist á Sólvangi í Hafnarfirði miðvikudaginn
8. september. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju
fimmtudaginn 16. september kl. 11.00.
Rósmundur H. Rósmundsson Guðbjörg Oddsdóttir
Richard Henry Eckard Oddný Guðjónsdóttir
Elísabet Kolbrún Hansdóttir Hafsteinn Guðmundsson
systkini, afabörn, langafabörn og langalangafabörn.
Eiginmaður minn,
Ólaf Lillaa,
Stekkjarholti 16, Akranesi,
lést á Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 11. september.
Jarðað verður í kyrrþey.
Guðrún Bjarnadóttir
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Guðrún Magnúsdóttir,
Hálsum, Skorradal,
lést 8. september 2010. Útförin fer fram í kyrrþey að
ósk hinnar látnu.
Börn, tengdabörn og fjölskyldur.
Okkar kæra,
Benný Sigurðardóttir
hússtjórnarkennari, Skúlagötu 40,
Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti
laugardaginn 4. september, verður jarðsungin frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 17. september kl. 15.00.
Sigríður Á. Pálmadóttir Guðmundur I. Sigmundsson
Björn Orri Guðmundsson Bergur Már Guðmundsson
Sigrún Sigurðardóttir Sigurður Magnússon
Hjartans þakkir til ykkar allra sem
hafið sýnt okkur samhug, stuðning,
hjálpsemi og vináttu eftir fráfall dóttur
okkar, systur, barnabarns og frænku,
Ástríðar Tómasdóttur
og minnst hennar af hlýju og vinsemd.
Ásta Svavarsdóttir
Tómas R. Einarsson
Kristín Svava Tómasdóttir
Ása Bergný Tómasdóttir
ömmur og afar
frænkur og frændur
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
Gunnlaugur Snædal
læknir,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn
20. september kl. 13.
Jón Snædal Guðrún Karlsdóttir
Kristján Snædal Sólrún Vilbergsdóttir
Gunnlaugur G. Snædal Soffía Káradóttir
barnabörn og langafabörn
Okkar ástkæra,
Ásrún Guðríður
Héðinsdóttir
lést 11. september. Fyrir hönd allra sem önnuðust hana
og elskuðu í gegnum tíðina,
Héðinn Hjartarson, Margrét Héðinsdóttir,
Halldóra Jónsdóttir, Símon Jónsson.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar ást-
kæru móður, tengdamóður og ömmu,
Valborgar Bjarnadóttur
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Líknardeildar-
innar í Kópavogi og Heimahlynningu Landspítalans
fyrir einstaka hlýju og umhyggju.
Andri Sigurðsson og Þórey Gunnlaugsdóttir
Bjarni Sigurðsson og María Rebekka Þórisdóttir
og börn.
Lionsklúbburinn Njörður í Reykjavík hefur fært Endurhæf-
ingardeild Landspítala Íslands á Grensási veglega gjöf í til-
efni 50 ára afmælis klúbbsins.
Gjöfin er búnaður að verðmæti hátt á þriðja tug milljóna
sem komið hefur verið fyrir á Grensásdeildinni að undan-
förnu.
Í tilkynningu frá klúbbnum segir að þetta sé sennilega
ein allra stærsta einstaka gjöf sem nokkur þjónustuklúbb-
ur hefur gefið hér á landi. Í henni felast margs konar tæki,
meðal annars tölvubúnaður og forrit, húsbúnaður, mynda-
vél, hjólastóll og ekki síst rafdrifinn stand- og magahjóla-
bekkur og tvær sundlaugarlyftur, sem fóru til sjúkraþjálf-
unardeildar.
Steinar Petersen, formaður klúbbsins, sagði í samtali við
Fréttablaðið að undirbúningur þessarar gjafar hefði stað-
ið lengi, en fjárins var aflað með árlegum herrakvöldum
klúbbsins. „Við höfum styrkt Grensás áður, en okkur fannst
þetta afar verðugt verkefni,“ sagði Steinar.
Njörður er stærsti Lionsklúbbur landsins með um 60 með-
limi. Hann hefur á sínum 50 árum veitt ótal styrki, samtals
að upphæð 200 til 250 milljónir króna að núvirði. - þj
GÓÐAR GJAFIR Lionsmenn gáfu Grensásdeildinni gjafir upp á rúmar
20 milljónir í tilefni af 50 ára afmæli klúbbsins og heimsóttu deildina í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Milljónagjafir
Lionsmanna