Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 15.09.2010, Blaðsíða 22
 15. SEPTEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● eldunartæki Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup. Skoðaðu tilboðin á heimasíðu okkar, í september Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Pottar og pönnur í miklu úrvali Fjölbreytt úrval af pottum og pönnum fyrir allar gerðir eldavéla. Allt að 50 lítra pottar. Góð gæði og frábært verð. Fastus ehf. | Síðumúla 16 | 108 Reykjavík | Sími 580 3900 | www.fastus.is ● SORPIÐ NOTAÐ VIÐ GARÐYRKJU Banda- rísku hönnuðirnir John Arndt og Wonhee Jeong frá Stu- dio Gorm hafa hannað eldhús þar sem matarleifar eru notað- ar til að rækta plöntur. Eldhús- ið kalla þeir Flow2. Plönturnar eru til að mynda vökvaðar með vatni sem lekur af diskum sem hengdir eru upp til þerris yfir blómapottunum. Matarleifar eru settar í kassa með möðk um sem brjóta niður sorpið. Moltan er síðan notuð sem áburður fyrir plönturnar. ● RÉTTIR ÚR ELDHÚSI BARNANNA Ótrúlega skemmtileg tau- leikföng sem A Huldén/S Dahlman hönnuðu fyrir IKEA, hafa nú litið dagsins ljós í versluninni hérlendis. Leikföngin eru ýmis matur í tauformi, svo sem fimmtán hluta morg- unverðarsett með beikoni, pylsum, amerískum pönnukökum og öllu tilheyrandi. Einnig er hægt að fá sneisafullar grænmetis- og ávaxtakörfur úr taui sem og eftirréttardisk með taumúffum, ís og fleiru til. Leikföngin má þvo við 40°C og hentar börnum frá 3 ára aldri. Hlóðaeldhús voru algeng fyrr á öldum. Fram á þá tuttugustu voru þau notuð í sláturtíðinni. Þetta er í Árbæjarsafni. Rafha-eldavélin er íslensk. Sú fyrsta leit dagsins ljós 1937. Siggubær í Hafnar- firði skartar einni slíkri en Siggubær er dæmi um alþýðuheimili á fyrri hluta síðustu aldar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mismunandi aðstaða til eldamennsku er partur af þjóðháttasögu Íslendinga. Byggðasöfnin gefa nútímafólki innsýn í hana. Ljósmyndarar Fréttablaðsins fóru á söfn og hér er afraksturinn. Þessi kolaeldavél er í torfbænum Árbæ í Reykjavík og var hátískuvél þegar hún kom þangað árið 1920. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Úr fórum fortíðar Sumar Rafha-vélarnar voru með hringjum sem hitnuðu vel og gátu orðið glóandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Í Byggðasafni Hafnarfjarðar er Rafha-sýning og á henni er þessi snotra vél. Á henni hefur örugglega þótt gott að elda graut. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sívertsenhús sýnir hvernig yfirstéttar- fjölskylda í Hafnarfirði bjó í byrjun 19. aldar. Svona er eldstæðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eldhúsið í Sívertsenhúsi, elsta húsi Hafnarfjarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.