Fréttablaðið - 29.09.2010, Page 22

Fréttablaðið - 29.09.2010, Page 22
 29. SEPTEMBER 2010 MIÐVIKUDAGUR Form og Rými ehf. er nýleg verslun við Ármúla 23 sem selur meðal annars parket og flísar. Hjá fyrirtækinu starfa fagmenn með áralanga reynslu af sölu gólfefna. „Við leggjum áherslu á þekkt og vönduð vörumerki og erum ætíð boðnir og búnir til að aðstoða við- skiptavinina við val á gólfefni,“ segir Birgir Þórarinsson, einn eig- enda fyrirtækisins Form og Rými ehf. við Ármúla 23, sem selur park- et, flísar, hurðir og loftaþiljur. Birgir hefur áralanga reynslu af sölu á gólfefnum og segir park- et frá sænska framleiðandanum Kährs einstaklega vandað, ásamt því að henta vel við íslenskar að- stæður. „Vegna gæða hefur það verið eitt mest selda parketið á Ís- landi og í Skandinavíu allri í fjölda ára,“ segir hann og getur þess að á öllu parketi frá Kährs sé viðarlæs- ing, Woodlock, sem krækir park- etborðin saman. „Borðin raðast sjálfkrafa án þess að lím komi við sögu, en við það verða samskeytin nánast ósýnileg auk þess sem lítið mál er að taka gólfefnið af.“ Að sögn Birgis hefur planka- parket frá hollenska fyrirtæk- inu Solidfloor einnig verið eftir- sótt á Íslandi síðustu ár. „Þetta er skemmtileg tilbreyting frá hefð- bundnu parketi, náttúrulegt í út- liti og fæst hjá okkur í breiðri og vandaðri línu.“ Hann tekur fram að farið sé eftir ströngustu gæða- stöðlum við framleiðslu á parket- inu frá Solidfloor. „Menn eru því að fá hágæðavöru í hendurnar.“ Birgir bendir á að í Form og Rými ehf. fáist jafnframt gott harðparket frá sænska framleið- andanum Pergo, sem áður var selt í Ofnasmiðjunni. „Einnig bjóðum við upp á breitt úrval af flísum á gólf og veggi frá hinum þekkta og virta þýska framleiðanda Agrob Buchtal, sem eru slitsterkar og auðveldar í þrifum.“ Hann getur þess að í búðinni fáist líka öll fylgi- efni fyrir parket og flísar; lím, hreinsiefni og fleira. „Þá er rétt að geta þess að við erum með á lager innihurðir frá þýska framleiðandanum Ringo. Þær fást í mörgum viðartegund- um, svo sem eik og hvíteik og líka hvítmálaðar,“ segir Birgir og bætir við að hurðirnar hafi um árabil notið vinsælda meðal verktaka og almennings. Byggir á gömlum grunni „Ég og mínir menn vitum hvað við syngjum,“ segir Birgir Þórarinsson, sem hefur ásamt starfsfélögum sínum hjá Form og Rými ehf. áralanga reynslu af sölu á gólfefnum. Hér er Birgir til vinstri ásamt Hallgeiri Pálmasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Þegar velja á parket er mikilvægt að hafa nokkur at- riði í huga. Birgir Þórarinsson hjá Form og Rými er öllum hnútum kunnugur. ■ Í fyrsta lagi er mikilvægt að velja parket frá virt- um framleiðanda og parket sem hefur reynst vel við íslenskar aðstæður. ■ Leitið ráða hjá fagmönnum. ■ Athugið hvaða ábyrgð er boðin frá framleiðanda og söluaðila. Til dæmis er parket frá sænska fram- leiðandum Kährs með 25 ára ábyrgð. Rakainnihald í parketi er sérstaklega mikilvægt. Fyrir íslenskar að- stæður má rakinn í viðnum ekki vera meiri en 7- 8% en sá raki samsvarar 30-40 % loftraka. Ef rakinn í parketinu er meiri er hætt við að parketið rýrni og glufur myndist. ■ Oft er nauðsynlegt að hafa rakatæki í ibúðum þar sem parket er lagt. ■ Áður en byrjað er að parketleggja er mikilvægt að athuga rakann í gólfinu. Rétt rakastig skiptir máli Birgir Þórarinsson segir áríðandi að velja rétt parket, meðal annars til að fyrirbyggja að skemmdir komi upp. Framleiðandi: Tegund: Linnea Eik Coffee Áferð: Matt lakkað, fasað og burstað Stærð: 7 mm þykkt, 118 mm á breidd og 1225 mm á lengd. Framleiðandi: Tegund: Eik Artic Áferð: Matt lakkað, fasað og burstað Stærð: 10mm á þykkt, 125mm á breidd og 1200mm á lengd. Framleiðandi: Tegund: Eik Jersey Áferð: Olíuborið og fasað Stærð: 15mm á þykkt, 187mm á breidd og 2400mm á lengd. Framleiðandi: Tegund: Hnota Vermont Áferð: Silki matt og fasað Stærð: 15mm á þykkt, 130mm á breidd, 1800mm á lengd. Ármúla 23 | 108 Reykjavík | Sími 595 0595 www.formogrymi.is | verslun@formogrymi.is Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 l Umsjónarmenn auglýsinga: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is s. 512 5411

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.