Morgunn - 01.12.1930, Síða 4
146
M 0 R G U N N
Elízabeth ö’Espérance.
Erinöi flutt í 5. R. F. í.
Eftir Sigurð H. Kuaran,
Elízabeth d’Espérance er ein af nafnkendustu kven-
miðlunum frá síðasta fjórðungi nítjándu aldar. Hún
hefur ritað bók um 30 ára miðilssarf sitt. Bókin heitir
„Shadow Land“ og taldi Conan Doyle hana eina af
merkustu bókum þeirrar tegundar, er ritaðar hefðu
verið á enska tungu. Verður hér dálítið sagt úr þeirri
bók, en þó nokkuð stuðst við aðrar heimildir.
Hún fæddist 1849, var dóttir skipstjóra í enska sjó-
hernum, og frá því hún mundi fyrst eftir sér, var hún
skygn. Þeirri skygnigáfu sinni virðist hún hafa haldið
alla æfi sína. Foreldrarnir bjuggu ein, í stóru, gömlu
húsi, og gengu um það þau ummæli, að Oliver Crom-
well hefði bygt það eða búið í því. í húsinu voru marg-
ar auðar stofur, og lék orð á, að reimt væri í þeim,
en enginn í húsinu sá þar þó neitt óvenjulegt, nema
hún ein. Fyrir hennar augum voru stofurnar fullar af
svipum. Sumir þeirra veittu henni enga athygli, en aðr-
ir brostu til hennar, þegar hún gerði tilraun til þess að
sýna þeim brúðuna sína. Barnið lifði einmana, og það
var hennar mesta yndi, að vera innan um og horfa á
þessa undarlegu gesti, en þegar hún fór að tala um
þetta við aðra, var því tekið sem hinni mestu fjarstæðu
og ósannindum, og henni refsað fyrir þau. öllum fanst
hún vera undarlegt barn, og henni fanst aðrir vera und-
arlegir og ófullkomnir, að geta ekki séð það, sem hún
sá. Læknirinn hennar komst að þeirri niðurstöðu, að
hætta væri á, að hún yrði brjáluð, og barnið kvaldist
af tilhugsuninni um, að svo mundi fara. Svipirnir urðu