Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 29
MORGUNN
171
Reimleikar í Tilraunafélaginu.
Eftir Haralö Híelsson.
Ei’indi, sem höf. flutti á enslcu í Varsjá á Póllandi á allsherjarþingi
sálarrannsóknamanna sumarið 1923.
Reimleikar þeir, sem eg ætla nú að segja yður frá,
gjörðust, þegar vér höfðum í meira en tvö ár gjört til-
raunir með hinn merkilega íslenzka miðil Indriða Ind-
riðason. Saga þessara atburða var rituð í gjörðabók
tilraunafélagsins um leið og þeir gjörðust, og þeir voru
allir óvenjulega vel staðfestir með vitnum, með því að
ekki þótti nægja að hafa frásögnina aðeins ritaða í
gjörðabókina, undirritaða af forseta og ritara félags-
ins, heldur var fengin skrifleg staðfesting frá mörgum
þeim, sem höfðu verið sérstaklega riðnir við fyrirbrigðin.
Það bar við í lok septembermánaðar 1907, að mið-
illinn fór úr Reykjavík um vikutíma; hann hafði þegið
heimboð að presti, sem átti heima í þorpi einu á suður-
landi á fslandi. Tvisvar sinnum bar það við, er hann
var á gangi með dætrum prestsins, að hann sá sama
svipinn af snöggklæddum manni með einhvers konar
belti um mittið. í fyrra sinnið bar þetta við í sambandi
við konu og barn, sem þau mættu, og í seinna sinni,
þegar þau fóru fram hjá húsi einu í þorpinu. í hvoru-
tveggja sinni minntist hann á þetta við prestsdæturnar,
og þótti þeim það nokkuð kynlegt, sérstaklega af því
að veturinn áður hafði sá orðrómur lagzt á, að reimt
væri í þessu húsi, sem konan og barnið áttu heima í.
Maður hennar hafði haustið áður framið sjálfsmorð,
drekt sér í sjónum. Áður hafði hann auðsjáanlega tekið
af sér hattinn og farið úr jakka og vesti, því að þessar
spjarir lágu á sjávarbakkanum. En um þetta hafði mið-
illinn enga hugmynd.