Morgunn


Morgunn - 01.12.1930, Síða 29

Morgunn - 01.12.1930, Síða 29
MORGUNN 171 Reimleikar í Tilraunafélaginu. Eftir Haralö Híelsson. Ei’indi, sem höf. flutti á enslcu í Varsjá á Póllandi á allsherjarþingi sálarrannsóknamanna sumarið 1923. Reimleikar þeir, sem eg ætla nú að segja yður frá, gjörðust, þegar vér höfðum í meira en tvö ár gjört til- raunir með hinn merkilega íslenzka miðil Indriða Ind- riðason. Saga þessara atburða var rituð í gjörðabók tilraunafélagsins um leið og þeir gjörðust, og þeir voru allir óvenjulega vel staðfestir með vitnum, með því að ekki þótti nægja að hafa frásögnina aðeins ritaða í gjörðabókina, undirritaða af forseta og ritara félags- ins, heldur var fengin skrifleg staðfesting frá mörgum þeim, sem höfðu verið sérstaklega riðnir við fyrirbrigðin. Það bar við í lok septembermánaðar 1907, að mið- illinn fór úr Reykjavík um vikutíma; hann hafði þegið heimboð að presti, sem átti heima í þorpi einu á suður- landi á fslandi. Tvisvar sinnum bar það við, er hann var á gangi með dætrum prestsins, að hann sá sama svipinn af snöggklæddum manni með einhvers konar belti um mittið. í fyrra sinnið bar þetta við í sambandi við konu og barn, sem þau mættu, og í seinna sinni, þegar þau fóru fram hjá húsi einu í þorpinu. í hvoru- tveggja sinni minntist hann á þetta við prestsdæturnar, og þótti þeim það nokkuð kynlegt, sérstaklega af því að veturinn áður hafði sá orðrómur lagzt á, að reimt væri í þessu húsi, sem konan og barnið áttu heima í. Maður hennar hafði haustið áður framið sjálfsmorð, drekt sér í sjónum. Áður hafði hann auðsjáanlega tekið af sér hattinn og farið úr jakka og vesti, því að þessar spjarir lágu á sjávarbakkanum. En um þetta hafði mið- illinn enga hugmynd.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.