Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 5
M 0 R G U N N
147
henni ekki lengur til dægrastyttingar, heldur til kval-
ar> því þeir mintu hana á þær skelfingar, sem yfir henni
mundu vofa. Stúlkan horaðist, varð taugaveikluð og
íeimin. Faðir hennar, sem skildi barnið betur en móð-
lrin, bjargaði henni úr þessum hörmungum. Hann tók
hana með sér á skip sitt í ferðalag suður í Miðjarð-
arhaf, og í þeirri ferð hrestist hún mjög mikið. Bar þá
lítið á sýnum hennar. Þó fór svo, skömmu áður en hún
hvarf heim aftur, að henni lenti hastarlega saman við
sfýrimanninn á stjórnpallinum. Sá hún ekki betur, en
a<5 skip þeirra sigldi beint á annað skip og síðan í gegn-
UTn það, en enginn annar sá neitt athugavert, og var
hrosað að henni fyrir ,,ofsýnirnar“. Varð þetta henni
líka nýtt áhyggjuefni og óttinn um brjálsemina lædd-
Tst að henni aftur.
Þegar hún kom úr þessu ferðalagi, var hún sett í
skóla fyrir ungar stúlkur. Mentun hennar hafði að þessu
lent í vanrækslu, en skólaárin urðu henni þó til gagns
°g ánægju, og lítið bar á ,,ofsjónum“ hennar. En þeg-
ar hún var að taka burtfararprófið, kom nokkuð ein-
kennilegt fyrir hana. Hún átti, eins og aðrar stöllur
hennar, að skila ritgerð og hafði fengið til þess all-lang-
au umhugsunartíma, en ekkert rak né gekk með rit-
£erðina. Henni datt ekkert í hug, sem henni fanst vera
hoðlegt og nú var komið mjög í eindaga með að skila
^tgerðinni og allar aðrar en hún höfðu skilað prófblöð-
Urn sínum. Sjálf var hún í standandi vandræðum. Hún
hðk þá pappír og ritblý með sér inn í svefnherbergi
þeirra stúlknanna, lagði þetta á náttborðið hjá sér og
ætlaði að taka til óspiltra málanna í rúminu næsta
^rgun. Hún vaknaði við það morguninn eftir, að blaut-
Ulu svampi var kastað framan í hana, því að hún hafði
sofið yfir sig. En þegar hún fór að gæta að pappírnum,
Var hann að mestu útskrifaður og ritblýin voru urin
UPP> sem mest mátti vera. Hún hélt fyrst, að hún hefði
tekið með sér útskrifaðan pappír í misgripum, en við
10*