Morgunn - 01.12.1930, Blaðsíða 8
150
M 0 11 Gr U N N
ir einn fundarmanna 12 árum áður. — Brátt fór hún
að rita ósjálfrátt, og kom þá nýtt skrið á viðburðina á
fundunum, því mikið skriíaði hún, og gjörólíkir per-
sónuleikar lýstu sér hjá þeim, sem sagt var, að stýrðu
á henni hendinni, og rithöndin breyttist eftir því, hver
skrifaði. Sumir voru glaðværir, spaugsamir og gletn-
ir, aðrir fullir af trúarþrá og trúargrillum, sumir rit-
uðu aðeins ljóð, en sjálf segir hún, að sér hafi verið
ómögulegt að setja slílct saman. — Ung framliðin stúlka
var þar, sem sýndist fá ást á einum fundarmanna, og
var full af afbrýðisemi við hann. Virtist vita, hvað
hann tók sér fyrir hendur, og ávítaði hann, ef hann
hafði talað við aðrar konur, en tók þó svari hans, ef
hún heyrði nokkuð á hann hallað. Maður þessi dó ung-
ur á sóttarsæng, en skömmu fyrir andlátið fór hann að
tala um þessa vinkonu sína, sem hann virtist sjá, og
bað hana að fara ekki frá sér. Hann sofnaði, en vakn-
aði aftur, og var ekki í rónni fyr en hann hafði séð
hana aftur, og var hræddur um, að hún mundi þreyt-
ast á því að bíða sín. Hann hafði ekki óráð, og talaði
hægt og rólega, og rétt fyrir andlátið ávarpaði hann
þessa vinkonu sína með nafni. Madame d’Expérance
var sjálf viðstödd andlát þessa manns, og þótti mikils
um þetta vert.
Einn af þessum ósýnilegu gestum, sem komu til
þeirra á fundunum, virtist bera langt af hinum að marg-
háttaðri þekkingu. Hann nefndi sig Humnor Stafford,
og kvaðst vera amerískur í föðurætt en þýskur í móð-
urætt. Hafði hann fengist við margháttað náttúrufræða-
nám, en mist heilsuna eftir slysfarir, og dáið eftir ]>riggja
ára legu. Brátt gerðist hann leiðtogi þeirra á fundun-
um og aðalráðunautur. Þegar hér var komið sögunni,
hafði skift um noklcra fundarmenn, og hét einn hinna
nýju fundarmanna,1 Mr. Barkas, alkunnur vísindamað-
ur, félagi í landfræðafélaginu. Lét hann sér mjög ant
um að miðla al])ýðu af fróðleik sínum, og hafði ætíð fult