Morgunn - 01.12.1930, Síða 11
MORGUNN
153
legum miðilssvefni, og lýsi þau fyrirbrigði, er Stafford
v’ar talinn valdur að, ekki sambandi við framliðinn mann,
hafi miðillinn sogið í sig á einni svipstundu, jafnóðum
°8' spurningarnar voru lagðar fyrir, og það vakandi, alls-
konar ]>ekkingu, er var langt ofar dagvitund hennar, og
meira að segja látið þessa ]>ekkingu í ljós á tungumáli,
sem hún skildi ekkert í, — hvað ætti þá að vera því til
íyrirstöðu að álykta, að skeytin, sem hingað berast á mið-
ilsfundum og lýsa lífi framliðinna manna hér í heimi,
lýsa því, sem enginn viðstaddur vissi, og jafnvel ]>ví,
sem enginn gat vitað fyr en eftir á, — já, hvað ætti þá að
vera ]>ví til fyrirstöðu, að við teldum þetta stafa af dul-
arfullri ofvitkun miðilsins? — Vitanlegt er, að Conan
^*°yle sjálfur hefði ekki viljað álykta á þessa leið, og
synist ])ví athugasemd hans nokkuð fljótfærnisleg.
En nú víkur frásögninni aftur til miðilsins.
Þegar Stafford bannaði henni að halda áfram mið-
ilsfundunum, var hún þrotin að heilsu, hafði líka feng-
blóðspýting, og var send til Suðurlanda til heilsubót-
ar- í því ferðalagi mun hún hafa verið tvö ár, og fékk
l’á líka góða heilsubót. Merkasti viðburðurinn í því ferða-
|a8i hennar var sá, er hún sannfærði prófessor Friese
1 Ereslau um sannindi spíritismans. Var það fyrir til-
mæli prófessors Zöllners í Leipzig, hins fræga vísinda-
manns og spíritista. Þeir Zöllner og Friese höfðu verið
a|davinir, en orðið fátt á milli þeirra eftir að Zöllner
málefni spíritismans að sér, og undi Zöllner því
’^a- Hún bjó hjá Friese í Breslau og hafði hann fundi
henni, sem leiddu til þess, að hann varð alsann-
faerður, sagði af sér embætti sínu og ritaði bækur um
leynslu sína sem spíritisti.
Þegar hún kom heim aftur, fór hún brátt að gefa sig
1 ^ miðilsstörfum, og þá hófst nýtt tímabil í miðilssögu
ennar, því nú reyndist hún líka líkamninga-miðill og
nað hinn ágætasti. Á þessum fundum birtist fjöldi lík-
dmninga, bæði af framliðnum mönnum, sem þektust,