Morgunn - 01.12.1930, Síða 12
154
MORGUNN
og líka af þeim, sem ekki þektust. Er að sjálfsögðu ekki
hægt að segja frá nema litlu af því, sem við bar. Einn
af þessum fundargestum úr öðrum heimi var ,,Yolande“,
Arabastúlka, 15—16 ára gömul, að því er sagt var,
yndisleg stúlka, er birtist hvað eftir annað og varð öll-
um hin hugþekkasta. Alt þurfti hún að skoða, er hún
sá, með barnslegri forvitni. Ein sagan af henni er þessi:
Ein af fundarkonunum hafði með sér mislitt persneskt
sjal, og það þótti Yolande heldur en ekki girnilegt.
Hún fékk það lánað og vafði því utan um sig. Þegar
hún var horfin, sást sjalið hvergi og var gerð leit eftir
því, en árangurslaust. Á næsta fundi spurði fundarkon-
an hana, hvað hún hefði gert af sjalinu. Yolande varð
hálf-sneypuleg, en gerði þó einhverjar hreyfingar með
höndunum fyrir ofan herðar sér, og þá var sjalið kom-
ið, og hún bar það á sama hátt og áður. Hvaðan það
kom, eða hvernig það kom, sá enginn og einlægt vildi
hún fá að vera með sjalið á fundunum. í annað skifti
lá sjalið á gólfinu, er hún hvarf, og var haldið, að hún
hefði gleymt því, en þá smáhvarf sjalið líka. Á næsta
fundi sagði Yolande fundarmönnum, að sjalið hefði
aldrei farið úr stofunni, en þeir gætu ekki séð það, af
því að þeir væru blindir. Lék hún sér að því hvað eftir
annað, að gera hluti ósýnilega eða gefa fundarmönn-
um blóm, sem engin mannleg hönd gat hafa flutt inn
í stofuna.
Einn af fundarmönnunum lýsir komu hennar á fund-
inn á þessa leið: „Fyrst sást hvítleit, þokukend himna
fyrir framan byrgi miðilsins. Smátt og smátt breiðist
bletturinn út og hækkar líka, eins og þetta sé lifandi
fíngerð voð, er legst í fellingar á gólfinu, hylur það á
þriggja feta fleti og er þá orðin um sex fet á hæð.
Hrúgan smáhækkar í miðjunni eins og undir henni sé
mannshöfuð, en þokuhimnan á gólfinu líkist nú meira
mússilíni og dregst utan að því, sem þarna er að mynd-
ast. Þegar það er orðið um tvö fet á hæð, er eins og