Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 30
172
MORGUNN
Þegar miðillinn var kominn aftur til Reykjavíkur,
var á ný tekið að halda tilraunafundi í húsi, sem til-
raunafélagið hafði reist beint í því skyni, að halda þar
tilraunir sínar. Eftir fyrsta fundinn fór að bera á kyn-
legum ókyrrleika, bæði í herbergjum, sem miðillinn bjó
í, með guðfræðinema einum, í þessu húsi, og við
tilraunafundina. Á einum fundinum bað aðalstjórnandi
miðilsins (sem sagðist vera prófessor Konráð Gíslason,
afabróðir miðilsins) mig að biðja fyrir manni einum,
sem því miður hefði komizt inn á fundinn. Það var
gjört eftir fundinn í líkamningaherberginu, og meðan
eg bar fram bænina, kvaðst miðillinn sjá hinn óboðna
gest nálgast eftir gólfinu (í röndóttri skyrtu og svört-
um buxum með mjótt leðurbelti um mittið), og koma
næstum fast að hnjám sér, standa þar kyr og drúpa
höfði, og eftir að við höfðum sungið sálm, sá hann hann
hverfa gegnum vegginn og hneigja fyrst höfði til okk-
ar, eins og í kveðjuskyni.
Á fundi 2. des. stakk einn af aðstoðarmönnum
stjórnandans, sem kallaður var norski læknirinn, upp á
því, að taka af miðlinum ljósmynd með leifturljósi, því
að hann vildi reyna, hvort hann gæti ekki sjálfur kom-
ið fram á myndinni. Tilraun var gjörð til þessa á fundi
4. des. að viðstöddum fáum fundarmönnum, en það varð
árangurslaust. Næsta kvöld, 5. des., höfðum við reglu-
legan fund fyrir innri hringinn. Við reyndum að fá
líkamningar, en stjórnendurnir gáfust upp við það.
Eg verð nú að nefna annan aðstoðarmann stjórn-
andans. Hann kvaðst vera bóndi, Sigmundur að nafni,
og hafa dáið fyrir fáum árum.
Bæði aðalstjórnandinn og Sigmundur kvörtuðu um,.
að það væri erfitt að safna kraftinum (þ. e. útfryminu),
og það hlyti að vera einhver sérstök orsök. Bæði þeim
og fundarmönnum kom saman um, að orsökin væri lík-
lega sú — en það var þó aðeins getgáta —, að herberg-
ið hafði fylzt af reyk daginn áður, þegar leifturljósið-