Morgunn - 01.12.1930, Síða 43
M O R G U N N
185
^önnum, sem þeir viti ekki hverjir séu. Hann reynir
að útskýra fyrir okkur, hvernig á því stendur, að
Jón sýnist hafa svo mikinn kraft, og minnist á, að mið-
illinn hafi orðið mjög felmtsfullur. ,,Eg átti mjög erfitt
með“, segir hann, ,,að ná honum í miðilssvefn vegna
mótspyrnu hans, sem stafaði af ótta við það, að við
mundum ekki geta haft vald yfir honum; kveið því, að
yið mundum missa það“. Hann staðhæfði, að Jón hefði
■stundum haft jafnvel 3 samverkamenn, og mér er enn
1 niinni lýsingin á einum, sem miðillinn sagðist sjá.
Meðal annars, sem fyrir kom á þessum fundi, var
t*að, að púltið á ræðustólnum og trappan upp í hann
Voru rifin og fleygt út á gólf.
Nú verð eg að segja frá því, sem við bar næsta
kvöld, 17. des., á heimili Kvarans sjálfs. Miðillinn hafði
°skað að vera þar um nóttina, heldur en að fara í eigið
herbergi sitt í tilraunahúsinu. Hann var háttaður. Við-
staddir voru í herberginu Kvaran og kona hans, ásamt
syni þeirra Einari E. Kvaran. Ennfremur voru þar Guð-
mundur Kamban og Hinrik Erlendsson læknanemi, sem
er skygn. Síðar komu bræðurnir Brynjólfur og Þorkell
t*orlákssynir.
Miðillinn fann, að nálæg var einhver ósýnileg vera.
Ljósið var slökt, og þá sá miðillinn mann með grímu.
Honum kom til hugar, að það væri Jón, en gat ekki séð
Það með vissu. Eftir að gluggatjaldið var dregið fyrir,
su Hinrik Erlendsson mann hjá miðlinum, en þó ógreini-
'eSa. Miðillinn sýndist móka, og hann tautaði: ,,Farðu
t>urtu, Jón“. Þá fór að korra í miðlinum. Lampinn var
kveiktur aftur og þá var auðséð, að miðillinn var í mið-
^ssvefni. Korrhljóðið fór vaxandi, og eftir að hann hafði
sparkað um stund, sagði rödd í gegnum hann: „Slökkv-
þið ljósið“. Fundarmenn halda, að það sé Jón, sem
talar, og gegna ekki. Þá er aftur skipað, að slökkva
t.iósið, og nú þekkist, að það er rödd ,,K. G.“ Ljósið var
t*á slökt. Stjórnandinn segir, að nú hafi þeir átt harða