Morgunn - 01.12.1930, Side 44
186
MORGUNN
baráttu, því að Jón hafi náð haldi á miðlinum og hafi
ætlað að fara að tala gegnum hann, en hann (stjórn-
andinn) hafi getað komið í veg fyrir það. Hann segir,
að þetta hafi verið mikil áreynsla fyrir miðilinn, því að
þeir hafi báðir ráðist að honum í einu. Hann segir, að
Jón hafi nú mikinn kraft, og að norski læknirinn sé uppi
í tilraunafélagshúsinu að útbúa efni til að sefa Jón.
Honum þætti leitt, að hann yrði að fara til þess að hjálpa
lækninum, en Sigmundur mundi taka stjórnina á meðan.
Sama korrhljóðið heyrist nú aftur frá miðlinum, og
það er auðséð, að hann er skelfdur. Hann sparkar í
kringum sig um stund, og þá er talað gegnum hann með
heljarrödd: „Farið þið bölvaðir". Kvaran segir, að hann
megi skammast sín að hafa slíkt orðbragð.
Jón: Það er ykkur mátulegt fyrir allar bölbænir
ykkar.
Kvaran: Við höfum engar bölbænir haft við þig.
Við höfum beðið fyrir þér og óskað þér góðs.
Jón: „Jæja, greyin“, o. s. frv. „Nú á að hella eitri yfir
mig fyrir að eg er hér“.
Kvaran: Hvers vegna ertu að þessu?
Jón: Aðeins til að skemta mér. Til að gjöra ilt.
Kvaran: Hefirðu skemtun af því?
Jón: Já, það hefi eg.
Kvaran hélt fram, að hann gæti notið miklu betri
skemtunar með öðru móti, ef hann vildi bæta ráð sitt.
Jón: „Ætlar þú að fara að halda iðrunarprédikun
fyrir mér?“
Kvaran: „Já, eg vil tala við þig eins og vinur og
bróðir“. Hann sagði, að hann héldi ekki að hann væri
eins vondur og hann hugsaði, hver maður gæti séð að
sér og rétt sig við, ef hann vildi; hann líka.
Jón: „Nei, jeg er stöðugt að sökkva dýpra og
dýpra“, sagði, að hann væri í neðsta víti og gengi á
glóandi brennisteini.