Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 54
196
M 0 R G U N N
og mjög- tortryggnum tilraunamönnum. Það er enginn
efi á því, að við þessar tilraunir er um vitsmunaöfl að
ræða. En þessar vitsmunaverur geta verið góðar eða ill-
viljaðar. Hver veit nema skilyrðin hjá oss séu stundum
þannig, að þau gjöri hinum illviljuðu hægra að komast
að miðlinum. Eg vil benda yður á, að í þetta sinn naut
I. Indriðason ekki stuðnings af þeirri samúð, sem hann
venjulega hafði umhverfis sig. Samúð virðist vera mest
áríðandi skilyrðið, sem vér verðum að tryggja miðlinum,
ef vér viljum eiga vísa samúð góðviljaðra vitsmunavera.
Mér þykir vert að vekja á því athygli, að stjórn-
endurnir höfðu þegar á fundi, sem haldinn var á undan
þeim fundi, er myndin var tekin á — kvartað um, að
þeir hefðu ekki getað náð aftur eins miklum krafti eins
og vant var, og sögðu þeir sjálfir, að þeir gætu alls ekki
skilið í þessu. Getur það verið, að illviljaðar vitsmuna-
verur geti hrifsað nokkuð af útfryminu af stjórnendun-
um — ef vér gerum ráð fyrir, að þeir séu sérstakar ver-
ur — þegar þeir eru að fara með miðilinn í ástandi,
sem fyrir þá er óeðlilegt.
Ef annar heimur er hulinn bak við skýlu skilning-
arvita vorra — og ekki getum við neitað að svo geti
verið — væri þá ekki vafasamt, hvort viturlegt væri að
halda áfram rannsóknunum eins og vér hefðum með að
gjöra engin önnur vitsmunaöfl en fundarmanna sjálfra
og undirvitund miðilsins? Ýmislegt í minni reynslu virð-
ist benda á, að svo sé ekki.
Af því, sem eg hefi sagt hér að framan, má ráða,
að miðlar fyrir líkamleg fyrirbrigði geti verið í hinni
mestu hættu. Væri það þess vegna ekki viturlegt, að
færa sér stundum í nyt gáfu þeirra, sem skygnir eru,
þegar verið er að gjöra tilraunir með líkamningamiðla?
Þegar vér framkvæmum þessar rannsóknir, höfum
vér svikulan grundvöll undir fótum. Ef vér ekki í'örum
að umhyggjusamlega, getum vér stofnað miðlinum í
hina mestu hættu. Eg á ekki við með þessu, að vér eig-