Morgunn - 01.12.1930, Síða 68
210
MOEGUNN
„Var eg eitthvað slæmur við ykkur?“ „Nei“, segir hann,
„þú ert ekkert slæmur“.
Konurnar fara nú að spyrja um líðan mína, en
þá grípur Steindór litli fram í og segir: „Nú skil eg,
hvers vegna þeir hafa ekkert viljað koma nærri þér“-
Síðan byrjaði hann á lýsingu, sem eg reyni að þræða
sem nákvæmlegast.
„Þarna stendur maður hjá þér. Hann er víst bróð-
ir þinn, því hann er svo líkur þér, en eg held hann sé
„ungai’i“* en þú. Hann átti heima hjá fjöllunum. Ilann
er að sýna mér það, og hann segir, að þú „áttir“ þar líka
heima. Það er hjá vatni. Eg sé fjöll öðrumegin við vatn-
ið, en svo hinumegin er miklu stærra vatn. Það sést ekk-
ert út yfir það vatn. — Átti hann drengi? (svarað: „Já,
hann átti marga drengi“). Það er eins og tveir þeirra
séu vaxnir saman. Þeir eiga núna heima við hinn endann á
vatninu“. — Eg ólst upp í Krossdal við Tálknafjörð, og
Finnbogi bróðir minn bjó þar til dauðadags, árið 1923.
Bærinn stendur í dalsmynni yzt við fjörðinn, umkringd-
ur háum fjöllum. Fjöllin hinumegin við fjarðarmynnið
biasa við á vinstri hönd, «'n til hægri handar opið hafið
Er bróðir minn lézt, lét hann eftir sig ekkju og mörg
böi’n í ómegð. Heimilið leystist upp, og börnin dreifð-
ust. Elzta barnið var stúlka, en næstir henni voru tveir
di’engir, sinn á hvoru árinu. Fóru þeir báðir á sama
heimilið, insta bæinn við fjarðarbotninn og ólust þar
upp saman, en engin önnur af systkinunum fylgdust að.
En nú heldur áfram lýsing Steindórs.
„Konan hans bróður þíns er nú á öðrum bæ hinum
megin við vatnið. Hún er með öðrum manni. Hann er
ekki eins og bróðir þinn, en hann er samt allra bezti
karl“.
Þetta þarf engra skýringa við.
•) Einstöku orð eru mjög barnaleg hjá S litla, en þeim er hald-
ið hér eins og hann sagði þau.