Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 74
216
M OR G-UNN
heima hjá Árna, og var kvöldið svo ákveðið. Eins og vant
var, kom Svendsen fyrstur og- heilsaði og talaði lítið eitt
við fundarmenn. Eftir hann kom Steindór litli. Hann snýr
tali sínu mest að Jóni Einarssyni. Hann lýsir ýmsum, sem
væru hjá honum. Kannaðist Jón við flesta þeirra, þar á
meðal voru bræður hans og tengdafaðir. Hann lýsti síðan
nákvæmlega húsi og kannaðist Jón þar við gamalt hús,
sem staðið hafði þar sem íbúðarhús hans stendur nú. Sá
Steindór það í sambandi við tengdaföður Jóns, og hafði
hann búið í því. Þá fer hann að lýsa dreng, sem standi
hjá honum. Jón kannast við, að það er lýsing á Ingimundi
litla. Steindór spyr: „Áttir þú þenna dreng?“ Jón neitar
því. Steindór endurtekur spurningu sína, en Jón neitar.
Þá kemur gráthljóð í röddina og Steindór segir: „Hvernig
stendur á því, að þú vilt ekki eiga hann, fyrst honum
þykir svona vænt um þig?“ Þá hvíslar Árni að Jóni og
segir honum, að hann skuli segja, að hann eigi hann. —
Jón gerir það, og verður Steindór J)á svo feginn, að fund-
armönnum finst, sem hann hoppaði upp af gleði. Stein-
dór litli talaði svo nokkuð meira, en sem ekki verður get-
ið um hér.
„Nú ætlar Ingimundur að koma“, kallar Steindór alt í
einu. Eftir litla stund breytist útlit miðilsins, og auðheyrt
er, að nýr maður er að koma í sambandið. Það gengur
illa, en þá er sem Steindór kalli á bak við: „Eg læt hann
smjúga með mér“. Var þá sem alt breyttist og Ingimund-
ur kemur í gegn og ávarpar Jón með mikilli blíðu. Miðill-
inn stendur þá upp og gengur yfir gólfið, — Jón sat beint
á móti —, og krýpur á kné framan við Jón og faðmar
hann og klappar honum öllum utan. Er miðillinn gengur
yfir gólfið, sögðu þeir, sem Jiekt höfðu Ingimund litla, að
allar hreyfingar og tilburðir hefðu verið eins og hjá hon-
um. Líkamshreyfingar hans höfðu verið mjög einkenni-
legar vegna þess, að hann var heilsulaus öll lífsárin hér,
eins og áður er sagt. Hann J>akkar nú Jóni fyrir alt, sem
hann hefði gert fyrir hann heima. Hann minnir hann á