Morgunn - 01.12.1930, Side 76
218
MORGUNN
leikföngum. Eg gæti ekki talið upp öll leikföngin, sem
þar voru, en það nægir að segja, að þar var alt, sem
hraustir drengir, glaðir og kátir, geta óskað sér.
Við lékum okkur lengi. Við skiftum um leikföng. Við
hlupum og kölluðum, mundi vera sagt hjá ykkur. Við urð-
um heitir og rjóðir af ákafanum í leiknum, það var eins og
hver taug væri spent í okkur. Ákafinn var svo mikill, að
við gættum einskis annars, en að leika okkur af því mesta
fjöri, sem æskan á til. Alt í einu verður oklcur litið til
vesturs. — Annars eru engar áttir, en eg segi þetta til að
miða við eitthvað, sem þið skiljið. — Þá sjáum við, að
tveir menn koma gangandi. Þeir ráfa eins og í ráðleysi,
líkt og þeir viti ekki, hvert á að halda. Þeir fara út af veg-
inum, og stefnan er altaf óviss hjá þeim. Við sjáum og
finnum, aö það er sem þeir vilji stefna til okkar, eða eins
og eitthvert afl dragi þá í áttina.til okkar. Nú flýgur sú
hugsun í gegnum okkar, að þarna séu blindir menn á ferð,
sem þurfi hjálpar við, en á sama tíma líka sú hugsun, að
við megum ekki missa af leiktímanum. Okkur hafði skil-
ist, að við mættum leika okkur allan daginn, og nú mætt-
um við engan tíma missa. Við snerum okkur frá þeim, og
ætluðum að grípa til leikfanganna aftur, en á sama augna-
bliki voru þau öll horfin.
Við litum skelkaðir í kring um okkur. Við snerum
okkur í áttina þangað, sem við höfðum séð blindu menn-
ina, en þeir voru líka horfnir. Nú fundum við, að við hefð-
um átt að fara til þeirra og hjálpa þeim. Á sama augna-
bliki sáum við, að þetta var eitt af þeim tækifærum, sem
okkur var veitt til þess að sýna, hvort við værum góðir
drengir.
Við söfnuðumst allir saman í þéttan hnapp, og sá
stærsti af okkur steig upp á stein, sem var á vellinum, og
fór að tala við okkur. Hann sagði, að við yrðum að játa,
að okkur hefði orðið mikið á. Við hefðum brugðist því
trausti, sem borið hefði verið til okkar, með því, að setja
okkur á þennan indæla stað, og láta okkur njóta gleði lífs-