Morgunn - 01.12.1930, Page 77
M O E G U N N
219
Uis í fylsta mæli. Hann sagði, að nú skyldum við allir
^rJúpa á hné og spenna greipar og strengja þess heit, að
^eita öllum kröftum lífsins til þess að svona atvik kæmi
ekki fyrir aftur. Við gerðum það auðvitað, og það var sem
straumur kærleikshrifningar færi í gegnum okkur, er við
Urinum heitið af barnslegum hug og hinum björtu vonum
karnsins framundan.
Þegar við höfðum gert þetta, kom fullorðinn maður
okkar. Hann gekk inn í miðjan hópinn og leit yfir hinn
^njúpandi drengjaflokk. Við fundum, að hann var sendur
að láta okkur finna enn betur til þess, að við hefðum
^rotið; þó ávítaði hann okkur ekki einu orði. Hegningin,
Seiu hann framkvæmdi, var í því fólgin, að láta okkur
fiuna sem bezt til kærleikans, að láta okkur finna til þess,
kvílíkur unaður er í því fólginn, þá er kærleiksstraumar
renna frá manni til manns, og frá sál til sálar.
Þessi saga er nú á enda. —Við höfum frá upphafi
tengið margt þessu líkt, en þetta atvik hafði mótað sig
einna mest inn í huga minn, og fyrir því kom eg með það
^yrst til ykkar.
Björgunin.
hað var fyrir nokkru, að við, nokkuð stór drengja-
hópur, fengum að vita, að við ættum að fara í sendiför
þess að bjarga. Við vissum ekkert, hvert við áttum að
^Ul'a, en fórum samt öruggir, því að við vorum þess full-
vnssir, að kraftur kærleikans myndi leiða okkur, og Ijós
vizkunnar lýsa okkur gegnum öll myrkur heimskunnar,
Sþilningsleysisins og vantrúarinnar. Eg veit ekki, hve
margir við vorum, en þið mynduð kalla, að það hefði verið
stór hópur.
Áður en við lögðum af stað, vorum við við guðsj)jón-
u«tu. Við sátum eða krupum í einum hóp, og fyrir fram-
ftn okkur stóð frelsarinn, — ekki í sinni fegurstu og björt-
ustu niynd, — því að það myndum við ekki hafa þolað.