Morgunn - 01.12.1930, Síða 86
228
M O R G U N N
báðar að gráta og hrópuðum: „Mamma — elsku —
elsku ekki fara!“
Hvað á eftir fór, get eg ekki sagt um. Það eina,
sem eg vissi, var, að eg sat með báðar hendur fastar,
því aldrei má rjúfa keðjuna, og grét og grét — og gat
ekki stilt mig. Þetta var svo stórkostlegt.
Allir hinir fundarmennirnir sögðu, að það væri al-
veg sérstakt, að verurnar gætu brugðið slæðunum yfir
höfuðið á manni, og við Anna fundum slæðuna alveg
greinilega. Af öllum, sem komu þetta kvöld, var eng-
inn, nema mamma, sem gerði þetta. Líka var andlit
hennar — að minsta kosti í mínum augum — skýrara
en nokkurt annað andlit, en þá ber líka þess að gæta,
að hún kom nær mér en hinar verurnar.
Eg skal geta þess ennfremur, að munninn og hök-
una sá eg ekki; þar var blæja fyrir, og það fann eg líka.
Ef til vill hefir það verið vegna þess, að sá hluti
andlitsins hefir ekki verið jafn vel líkamaður.
Höfuðbúningurinn var líkur og á hjúkrunarkonu,
en þó þannig, að ennið var bert, og féll slæðan niður tit
beggja hliða. Hún var afar falleg.
Eftir að mamma var farin, vissi eg ekki fyrst í
stað, hvað fram fór; eg var svo utan við mig, en fann
þó óljóst, að fleiri komu. Þá birtist alt í einu íslenzka
konan, sem áður hafði komið.
Eg þekti hana aftur á höfuðbúningnum, sem var
eins og dálítið uppmjór — og mér fanst einhvers konar
slæða fyrir andlitinu.
Hún gekk strax til íslenzka mannsins, sýndi hon-
um ástaratlot með sama hætti og í fyrra skiftið, en náði
ekki til konu hans, sem sat í ytri hringnum. í því að ver-
an er að fara, kallar íslenzka konan til hennar með
nafni og segir: „Ætlarðu ekki að blessa mig líka?“
Þá heyrðist léttur og glaður hlátur og veran snýr sér
við og sendir konunni koss af fingri sér, og heyrðu all-
ir glögt kossinn.