Morgunn - 01.12.1930, Qupperneq 87
MORGUNN
229
Þá kemur mamma aftur, gengur mjög hratt beint
til mín, tekur utan um hálsinn á mér og faðmar mig að
Ser, leggur kinnina við mína vinstri kinn og grætur eins
°S fagnaðargráti. Þá hreyfir hún höndina þannig, að
hún leggur lófann á hnakkann á mér og snýr andlit-
lnu beint að mér og fann eg þá ennið og nefið greini-
*ega við vangann á mér.
Eg sat miklu rólegri nú eri áður, hallaði mér upp að
henni og þakkaði henni fyrir komuna.
Svo fór hún til Önnu, og strauk hendinni blíðlega
yfir hárið og vangann á henni, og sagðist Anna hafa
iundið það eins vel og þegar hún geri þetta sjálf. Svo
§agði mamma eitthvað, sem við gátum ekki greint.
Hún var afskaplega sterk og greinileg, og þó að
hún gréti, þá fanst okkur það vera blandið fögnuði.
Þegar við vorum búnar að þakka henni fyrir kom-
una og hún búin að kveðja okkur, þá hvarf hún inn í
^yrgið. — Við sátum kyrrar í hljóðri geðshræringu —
—- mér fanst eg enn finna handlegginn um hálsinn á
mér og sérstaklega fann eg vanga hennar.
Hún var ekki köld, hún hafði líkamshita, en mér
fanst eins og hún væri dálítið rök á kinninni. Hand-
^eggurinn fanst mér ofurlítið grennri og líka höndin —
en við erum ekki í neinum vafa um, að höndina höfum
við þekt.---------
Dálítið seinna var fundinum lokið.
Allir sögðu, að hann hefði tekizt með afbrigðum
Veh og dáðust að, hvað mömmu hefði tekizt þetta vel,
Serstaklega þar sem þetta væri í fyrsta sinni, sem hún
hefði náð slíku sambandi við okkur. Að líkindum staf-
aði það með fram af því, að hún hafði þráð sambandið
svo mikið. —
Eg var svo eftir mig, að eg svaf ekkert um nótt-
ina, og sofnaði ekki fyr en komið var undir morgun.
En engu að síður leið mér undursamlega vel.
Og eftir að hafa séð það, sem fram fór á fundin-