Morgunn - 01.12.1930, Síða 90
232
M0R6UNN
að til fám mánuðum fyrir andlát sitt, er hann sagði skil-
ið við félagið, af því að honum fanst óvandaðir menn
hafa náð valdi á því, og það vera að svíkja sína köllun-
En hann tók engan þátt í boðun spíritismans fyrr en á
ófriðarárunum. Þá fann hann köllunina koma.
„. . Stærsta og elzta spíritistafélagið í Eng-
samkoma. landi, Marylebone Spiritualist Associa-
tion, og það félagið, sem Conan Doyle
hefir sérstaklega starfað fyrir, Spiritualist Community,
héldu samkomu til minningar um hann („Memorial
Service“) fáum dögum eftir andlát hans. Það varð fjöl-
mennasta samkoma, af því tægi, sem haldin hefir verið
í Englandi. Að minsta kosti 10 þúsundir manna voru við-
staddar. En mikill fjöldi manna varð frá að hverfa, af
því að hann komst ekki að. Ýmsir af helztu mönnum
spíritistanna töluðu þar; þar á meðal presturinn C. Dray-
ton Thomas, sem lesendur Morcjuns munu kannast við.
Honum fórust meðal annars svo orð, samkvæmt ágripi
af ræðu hans, sem hingað hefir borist í enskum blöðum:
Leiðtogi „Honum (Conan Doyle) varð skyndilega
spiritistanna. ljóst hið óhemjulega mikilvægi þeirrar
staðreyndar, að unt væx’i að fá samband við framliðna
menn, og eins og Mr. Greathart í bók Bunyans, fann
hann sig knúðan til að vísa öðrum þann veg, sem hann
hafði sjálfum reynst svo vel. Hann tók að flytja er-
indi, og hans furðulegu hæfileikar gerðu hann bráðlega
að leiðtoga spíritistisku hreyfingarinnar. Sumir kunna
að halda, að það sé nokkuð skemtilegt að vera leiðtogi,
að flytja ræður fyrir milclum mannsöfnuði, að vera tek-
ið með fagnaðarlátum, að vei'a ráðunautur annara
manna, að vei’a nefndur í blöðunum, að sjá þar öðru
hvoru myndina af sér. Alt þetta veittist honum í leið-
togastarfi sínu, en það var honum ekki nýtt. Fyrir 35
árum hafði ræðumaður verið í miklum mannfjölda, sem
komið hafði saman til þess að hlusta á Conan Doyle
flytja erindi um bókmentir. Honum lék forvitni á að