Morgunn - 01.12.1930, Page 94
236
M O II G U N N
flestir. Enn mætti nefna það, að slept er úr eða bætt
inn í greftrunarsiði í kirkjugarði. Loks munu ófáir með-
al yngri presta hættir að játa trú á upprisu holdsins“-
Játningarlaus Síra Jakob ber fyrir. sig vígsluheiti
skuldbinding og presta, að í því felist ekki annað en ,,það
kenningarfrelsi. ag kenna guðs orð, ,,svo sem það er að
finna“ í heil. ritningu, samkvæmt því, sem samvizka
þeirra og skynsemi segir þeim, að sé í samræmi við
Krist og anda hans. Þessi játningarlausa skuldbindinff
er ekki sízt að þakka þeim dr. Jóni Helgasyni, sem nú
er biskup, og síra Haraldi próf. Níelssyni. Það kvað
að þeim báðum, er þeir rituðu forðum í „Skírni“ um
kenningarfrelsi presta. Guðfræðadeild Háskóla Islands
hefir litið svo á, að í kenningu vorri séum vér óháðir
guðfræði hinnar postullegu trúarjátningar, og af engu
bundnir, nema orði og anda Krists. En eru þeir þá
tvær persónur, síra Guðmundur í stólnum og síra Guð-
mundur fyrir altarinu? Er annar þeirra frjáls en hinn
háður játningunum? Geta þeir jafnvel verið ósammála?
Þarf síra Guðmundur í stólnum ekki að boða þær kenn-
ingar, sem síra Guðmundur fyrir altarinu lýsir yfir, að
séu inngönguskilyrði í félag hinna trúuðu?“
. . . Þótt svo virðist, sem þeir séu orðnir æðí
Svar biskups. x . , .
margir, sem lata ser standa alveg a sama
um það, sem gerist í kirkju vorri, þá eru þeir þó áreið-
anlega til, sem lék nokkur forvitni á því, hvernig yfir-
menn kirkjunnar mundu snúast við þessum hreinskilna
og einarða presti. Svarið kom frá biskupi landsins á
síðustu prestastefnu og er prentað í Morgunblaðinu 24-
ág. síðastl. Biskup lýsti afstöðu sinni til málsins á þessa
leið:
Handbókin Hann taldi það „óheppilegt og óheimilt,
engin lögbók en að prestar vikju frá helgisiðareglum
óheimilt að þjóðkirkjunnar, því að þótt helgisiðabók-
víkja frá henni. jna foæri ekki að skoða sem neina lög-
bók, og reglur þær, sem þar væru settar fyrir fram-