Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 13
MORGUNN
7
mál sinnar eigin samtíðar í huga, en deilumál og dæg-
urflugur liðinna, fjarlægra alda, og hinn eldlegi kennari,
sem jafnan átti auð elds og orku í sál sinni, til þess að
miðla öðrum. Það var líklega eitthvað mikið skylt með
kennslustundum hans í Háskólanum og messugerðum
Jóns Hólabiskups ögmundssonar, hins helga, sem um
hefir verið kveðið:
„Fólkið þusti heim að Hólum.
Hjörtun brunnu sem á jólum.
Aldrei dýrri dagur rann“.
Engan mann hefi ég þekkt, sem hafði karlmannlegri
ást á sannleikanum en síra Haraldur, og því hlaut hann
að gerast heils hugar fylgjandi biblíurannsóknum og
biblíukrítik sinna tíma.
Mörgum ofbauð rannsóknaráhugi hans og ósveigjan-
leg gagnrýni á ritum Gamlatestamentisins. Ég er ekki
frá því, að sumum af nemöndum hans hafi fundizt
dirfska hans í þeim efnum stundum svo mikil, að hann
væri að tefla í tvísýnu áhrifavaldi hinnar helgu bókar;
ég man að það kom fyrir, að ekki var laust við að mér
sýndist svo. En samt varð niðurstaðan sú, að enginn
kenndi oss eins og hann að elska Gamlatestamentið og
meta þá tvímælalausu guðsopinberun, sem það geymir.
Sumum þeim mönnum, sem af hvað mestum feginleik
tóku biblíugagnrýninni, um og eftir aldamótin, hætti
við þeirri tilhneiging, að kasta Gamlatestamentinu al-
gerlega fyrir borð og telja það blátt áfram ekki þess
virði, að seljast í sama bandi og Nýjatestamentið. Síra
Haraldur sagði mér einu sinni sjálfur frá ítarlegri orða-
sennu, sem hann hefði átt um það efni við þann mæta
mann Guðmund Magnússon rithöfund, Jón Trausta. En
hvernig fór hann, hinn strangi gagnrýnandi Gamlatesta-
mentisins að kveikja öðrum fremur ást og lotning læri-
sveina sinna fyrir þeirri bók, sem hann dæmdi sjálfur
stundum svo, að af sumum var kallað guðlast? Ég hygg