Morgunn - 01.06.1939, Síða 15
MORGUNN
9
frummálunum, hebresku og grísku, heldur verið þýdd-
ar á íslenzku norrænar og þýzkar þýðingar. Síra Har-
aldur er ugglaust eini íslendingurinn, fyr og síðar, sem
kunnað hefir hebreska tungu til nokkurrar hlítar. Hann
þekti engan annan mælikvarða á verk sitt en mælikvarða
vísindamannsins, en áhangendur danska heimatrúboðs-
ins hér á landi gerðu slíkt óp að honum, vegna þess að
meira réð í þýðing hans sannleiksást vísindamannsins
en blind hlýðni við kennisetningar kirkjunnar, að við
sjálft lá um tíma, að biblían yrði gerð upptæk. Sú blað-
síða í kirkjusögu lands vors mun einhverntíma þykja
eftirtektarverð.
Við biblíuþýðinguna vannst síra Haraldi annað en það
eitt, að geta sér heiður fyrir merkilegt vísindaafrek,
það merkasta sem íslenzkur guðfræðingur hefir enn af
hendi leyst, hann fékk samhliða því svo nákvæma þekk-
ing á heilagri Ritning, að ég tel ólíklegt að í því efni
hafi nokkur Islendingur, fyr eða síðar, staðið honum á
sporði. Einar Kvaran gat þess í líkræðu sinni yfir síra
Haraldi, að sú þekking hefði ætlað að verða honum
nokkuð dýrkeypt um eitt skeið, því að hún hafi því nær
ætlað að kosta hann sálarfriðinn, nfl. þegar það rann
upp fyrir honum, að sjálfs hans sögn, hve ófulikomin
bók Gamlatestamentið er og hversu herfilega röngum
hugmyndum um það hefði verið komið inn hjá honum,
í nafni vísindanna, við sjálfan Hafnarháskóla. Um það
efni mun ég tala nánara í sambandi við sálarrannsókna-
manninn, en ljúka þessum þætti um vísindamanninn og
kennarann með því að benda á, hvílíkur stuðningur hon-
um hafi orðið að þessari óvenjulegu biblíuþekking í
kennslustarfi sínu.
II.
Um kennimanninn síra Harald Níelsson get ég eðli-
lega verið fáorðari, því að sem kennimaður og prédikari
var hann ekki að eins kunnur þeim mikla mannfjölda,