Morgunn


Morgunn - 01.06.1939, Page 20

Morgunn - 01.06.1939, Page 20
14 MORGUNN Vitanlega voru þeir menn til, sem að jafnaði sóttu kirkju til síra Haralds, eða ,,fóru í Haraldsmessu“ eins og það var kallað af öllum almenningi, en sögðust þó lítið hirða um boðskap hans um sálarrannsóknirnar. Ég er viss um að þessir menn sögðu ekki vísvitandi ósatt, en ég er eJcki viss um að þeir hafi gert sér þess nógu vel grein á hvað þeir hlýddu. Ég hefi mikla tilhneiging til að halda, að fleirum hafi farið eins og Hannesi Hafstein; einu sinni þegar hann var í kirkju hjá síra Haraldi hitt- ist svo á að hann minntist ekki á sálarrannsóknamálið. Þegar út úr kirkjunni kom, sagði Hafstein við Einar Kvaran: ,,Haraldur var leiðinlegur í dag“. „Fannst þér það“, sagði Kvaran, „mér fannst þetta prýðileg prédik- un“. „Já, það getur vel verið“, svaraði Hafstein, ,,en þetta hefðu aðrir prestar líka getað sagt“. Auðvitað var síra Haraldur lang-glæsilegasti, mælsk- asti og andríkasti prestur sinnar samtíðar með þjóð vorri. En með mælskunni einni, orðgnótt og andríki heldur enginn kennimaður, eða íyrirlesari, fjölmennum áheyrendahópi til lengdar, hafi hann ekki hugðnæmt eða merkilegt málefni að berjast fyrir. Það hafði síra Haraldur. Hann svaraði þeim spurningum, sem voru vak- andi með samtíð hans, en sem fæstir prestar aðrir hreyfðu í kristindómsboðun sinni, og það mikla fjöl- menni, sem sótti guðsþjónustur hans, kom fyrst og fremst til þess að hlusta á hann gefa þau svör við rún- um tilverunnar, sem sálarrannsóknirnar höfðu gefið honum til að gefa öðrum. Svo leit hann sjálfur á það mál. Hvers vegna hneigðist síra Haraldur svo eindregið að sálarrannsóknunum, sem hann gerði? og hvers vegna tók hann niðurstöðum þessara rannsókna með svo mikl- um fögnuði? Það var ekki vegna þess, að sjálfur hefði hann liðið skipbrot á eilífðartrú sinni. Vegna misskilnings, sem oft gerði vart við sig hjá andstæðingum hans, tók hann það hvað eftir annað fram, bæði í ræðu og riti, að persónu-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.