Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 25
M ORGUNN
19
skeytið kemur ekki æfinlega nákvæmlega fram, held-
ur að eins aðalatriði þess. En auk þessara beinu skeyta
hefir það komið í ljós, að stöðuglega á sér stað óbeinn
hugsanaflutningur meðal manna í daglegu lífi, hugs-
anaflutningur, sem vér höfum eigi stjórn á að öllum
jafnaði. Þegar hugsanir vorar starfa öfluglega, sendum
vér stöðug áhrif frá oss til annara sálna. Og líkindi eru
mikil fyrir því, að þessara áhrifa verði vart með öðrum
mönnum, ef hugur þeirra er að einhverju leyti skyldur
eðli þeirra áhrifa, er að berast, og ef hugurinn jafn-
framt er móttækilegur“.
Eins og hlutrænu, fysisku, fyrirbrigðin urðu til þess
að sannfæra síra Harald um staðreyndir kraftaverk-
anna, svo varð þekking hans á raunveruleik hugsana-
flutningsins til þess að gera honum innblásturskenning
kirkjunnar skiljanlega og því segir hann á þessa leið í
erindinu, sem ég vitnaði áðan til: „staðreynd hugsana-
flutningsins . . . gerir innblásturshugmyndina eigi aðeins
sennilega; hún skýrir hana . . . Það hefir afar-lengi ver-
ið trú mannkynsins, að svo nefndir spámenn yrðu fyrir
hugsanainnblæstri frá æðra heimi. Gyðingar trúðu því
um spámenn sína. Og flestar aðrar þjóðir bii& átt lík«
trú í einhverri mynd. Sumir spámenn Israelsmanna
trúðu því, að eitt sinn mundu allir menn kornast svo
langt, að þeir eignuðust hæfileika til að verða fyrir slík-
um áhrifum.Þá yrði anda guðs úthellt yfir allt hold; allir
yrðu spámenn. Það var sú spá, sem postular Krists héldu
að væri að byrja að rætast hinn fyrsta lcristna hvíta-
sunnudag. ísraelsmenn töldu innblástur spámannanna
allan kominn frá Jahve, guði ísraels, og er þó stundum
talað um að engill eða andi flytji boðskapinn til spá-
mannsins. Fyrir þessa trú á innblástur spámannanna var
það talið guðs orð, er þeir fluttu þjóð sinni. En fyrir þá
sannfæring að Gamlatestamentið væri af spámönnum
ritað, var það gert að heilagri ritning og hún kölluð guðs
orð.
2*
L