Morgunn - 01.06.1939, Side 26
-20
MORGUNN
Þessi sama trú á innblásturinn gekk til kristinna
manna. Kristnin eignaðist sína spámenn og postula, sem
taldir voru innblásnir. — Allar andagáfurnar í frum-
kristninni voru eignaðar innblæstri, eða yfirnáttúrleg-
um áhrifum úr æðra heimi. Nýjatestamentið varð heilög
ritning fyrir þá sannfæring kristinna manna, að höf-
undar þess hefðu orðið fyrir innblæstri. Sú trú hefir
varpað hinni miklu helgi yfir biblíuna fram á vora
daga“.
Síðan bendir síra Haraldur á það hvernig sálarrann-
sóknirnar staðfesta trúna á innblásturinn, hvernig allir,
sem af alhug kynna sér hin dularfullu fyrirbrigði sálar-
iífsins hljóti a. m. k. að telja það sennilegt að spámenn
og postular hafi orðið fyrir innblæstri. En svo bendir
hann á, hvernig sálarlífsrannsóknir nútímans hljóti að
breyta innblásturshugmyndinni einkum að tvennu leyti:
1) að fráleitt sé að telja allan innblástur stafa beint
frá guði, því að hann virðist nota aðrar verur til að vaka
yfir oss og leiðbeina oss. En enda þótt þær verur séu
oss miklu æðri og fullkomnari, sé engin ástæða til að
ætla þær al-vitrar, það sé meira að segja mjög ósenni-
legt. Auk þess verði allur innblástur að fara í gegn um
vitund spámannsins og við það kunni ýmislegt að litast
af hugmyndum hans og skekkjast jafnvel að einhverju
leyti. Hvítur sólargeislinn verði rauður af að fara í
gegn um rauða rúðu. ,,Af þessu má ráða þetta“, segir
síra Haraldur, ,,þó að ritningin sé innblásin, þá er eigi
full trygging fyrir því, að hún sé fullkomin eða óskeilc-
ul“.
2) Hitt atriðið, sem breyting verður á, er þetta: „Inn-
blásturinn gerist fyrir það lögmál, sem menn nefna nú
hugsanaflutning (telepati), og það lögmál er ávalt starf-
andi, eins nú og á dögum spámanna þeirra og postula,
er ritningin getur um. Menn geta því átt von á, að eign-
ast innblásin rit enn í dag. Með því segi ég eklci, að þau
verði eins mikilvæg og ritningin. Til þess að eignast inn-