Morgunn - 01.06.1939, Page 28
22
M.ORGUNN
guðfræðingarnir hljóta að gefast upp við að gefa
nokkra viðunandi skýringu á, nema þeir leiti til sálar-
rannsóknanna að lausn.
Sálarrannsóknirnar gerðu meira fyriir síra Harald
en það, að opna honum þá útsýn yfir andaheiminn og
næstu framhaldsheimkynni mannssálarinnar, sem hon-
um fannst ómetanlegt fyrir sig, bæði sem mann og and-
legan forystumann annara, að hafa eignazt, þær opin-
beruðu honum meira en hann hafði áður órað fyrir um
dýrð manneðlisins. Ég hygg að vér íslendingar höfum
aldrei heyrt talað af eins innfjálgri hrifni um vegsemd
mannssálarinnar, og þegar vér heyrðum síra Harald tala
um þau efni. Ég efa ekki, að það hafi verið ein af hans
dýrmætustu vöggugjöfum, að vera skygn á þá hluti, en
við þá vöggugjöf bætti hann reynsluþekking sinni. Rann-
sóknir hans á miðlum, og mikill lestur bóka um þau efni,
opnuðu honum dásamleg svæði sálarlífsins, sem áður
höfðu veriö honum liulin, þær kenndu honum þann sann-
leik, að mannssálin væri ósegjanlega miklu undursam-
legra fyrirbrigði en flestir menn geta gert sér ljóst og
þann sannleik prédikaði hann með þeim þrótti fullviss-
unnar, sem ólíklegur er til að gleymast.
í sambandi við sálarrannsóknamanninn getur bar-
dagamaðurinn ekki gleymzt, sannleiksvotturinn, sem æf-
inlega var fús til að vaðaeldinn, í hiklausri fullvissuþess,
að það væri sannleikans heilaga málefni, sem hann væri
að berjast fyrir. Á síðari árum hans var andmælum gegn
sálarrannsóknunum lítið hreyft hér á landi. Það var vit-
anlega ekki vegna þess, að allir væru orðnir honum sam-
mála, heldur vegna hins, að fæstum þótti beinlínis
árennilegt að leggja til hólmgöngu við hann. Og þegar
á hólminn kom, var hann allra manna bezt vopnaður:
í hjartanu logaði magnþrungin sannleiksást, í höfðinu
bjuggu afburða vitsmunir og af vörunum rann mál hans
eins og Ránar-fall. Bardagamanninn finnum vér víðast