Morgunn - 01.06.1939, Page 30
24
MORGUNN
embættisstörfum og öðrum önnum, — erindi um þann
mann, sem annar mikilhæfur maður og vinur hans sagði
við mig um, þegar tilrætt varð með okkur um flutning
á erindi um hann, að hann þyrfti helzt eða vildi helzt
rita heila bók um hann. Gladdist ég af þeim ummælum,
og þótti þau makleg og mjög að líkum, og óskaði, að svo
mætti verða. Er það þá vel skiljanlegt, að ekki verði á
venjuiegum fyrirlestrartíma talað svo tæmandi sé um.
svo mikið efni.
í dag hafa á þessum 70 ára minningardegi Har. Ni-
elssonar verið flutt tvö slík erindi um hann, og munum
vér, sem hiýtt höfum á þau, vera sammála um, að þau
hafi verið vandlega samin og bæði samhljóða og hvort
á sinn hátt dregið fram öll þau aðalatriði, sem vér könn-
umst við og koma oss fyrst í hug, sem áttum því láni að
fagna, að njóta vináttu hans og áhrifanna, sem ósjálf-
rátt streymdu frá hinum sterka og göfuga persónuleika
hans. Það ræður því að líkum, að ég gæti ekki — þótt
mig langaði til þess — á þeim stutta tíma, sem ég get
leyft mér að tefja þennan fund vorn, bætt neinu við þau
minningarorð, sem flutt hafa verið um hann, nema þá
sundurlausum hugsunum, sem einatt koma í hugann,
þegar honum verður hvarflað til hans, sem reyndar er
oft, er oss vinum hans verður tíðrætt um hann, eða vér
iesum bækur hans, bænir og ritgerðir.
Þó langar mig til að endurtaka nokkuð, líkt og ég
sagði á minningarsamkomu vorri við fráfall hans 1928.
Það var á þá leið, að þótt ekki sé auðvelt að vita með
vissu, hvað öðrum býr í huga við andlát mikils manns,
þótt það geti verið misjafnt, hjá sumum með harmi og
hryggð, en farið fram hjá öðrum tilfinningalítið — þá
væri ekki torvelt að vita með vissu, að andlátsfregn Har.
Níelssonar hefði hjá öllum vinum hans vakið — ekki
misjafnar, — ekki tilfinningarlitlar hugsanir, heldur
hjá öllum sömu tilfinningar saknaðar og trega.
Líkt vildi ég segja nú, er vér rifjum upp fyrir oss