Morgunn - 01.06.1939, Side 31
MORGUNN
25
endurminningarnar um hann og um 10 árin, sem liðin
eru og vér höfum orðið að vera án hans og hins mikla
starfs hans — ég tala hér um sérstaklega fyrir félag
vort án þess þó að gleyma því, sem hann var fyrir aðra
og á öðrum sviðum. Það er allt kunnugt og vel í minni.
Menn segja, að tíminn lækni sár, deyfi söknuðinn og láti
hann gleymast. Og það er, almennt talað, ekki sagt ófyr-
irsynju, en vitanlega misjafnt. En svo er það ekki um
hann. Tíu árin, sem liðin eru, hafa engan gleymsku-
slæðing dregið yfir minning hans. Og um hann er þetta
ekkert misjafnt. Ég segi hiklaust í nafni allra í þessu
félagi, að í hugum vor allra stendur hann óbreytt hinn
sami öruggi máttarstólpi, eins og þá er hann skildi við
oss, tíu ára endurminningarnar þær sömu hjá oss öllum,
þakklæti, ást og virðing. Vér söknuðum hans þá og vér
finnum nú eins og það hefði verið í gær, að á þessari
stundu hefir ekkert úr saknaðarefninu dregið, og ekki
sízt er vér höfum nú einnig misst hinn annan aðalfor-
ingja, samherja hans og jafningja.
Væri hann enn á lífi meðal vor, þá — þér afsakið af
því ég er nær áttræðu, að ég kemst svo að orði — að þá
væri hann ekki nema 70 ára. Þá vaknar ósjálfrátt sú
hugsun hjá mér og líklega yður líka, þótt yngri séuð.
að vel hefði hann með sínum mikla lífsþrótti og ég hygg
lífsvilja, getað verið það enn og starfað enn í fullum
krafti meðal vor, og þá um leið sú hugsun, hve allt væri
þá öðruvísi umhorfs hjá oss, ef vér ættum hann enn
starfandi meðal vor.
Að vísu er félagsmálefni vort, sálarrannsóknirnar og
sannanirnar, sem það hefir að flytja, komið það á veg í
heiminum og einnig hjá oss — það vissi hann vel og
játaði óhikað — að það stendur þegar að dómi ótal
margra höfuðspekinga, sem að fullu má treysta, ef
nokkrum mannlegum vitsmunum má treysta, á þeim ör-
ugga vísindalegum og þekkingarlegum grundvelli, að
því er engin hætta búin, að verða framar hrundið.