Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 34
28
MORGUNN
og siðferðisgrundvöllur mannkynsins. Og í því staðfest-
ist hann af því málinu, sem ég nú nefni síðast og hann
sagðist eiga allt að þakka: sálari’annsóknastarfinu. Þar
er ekki sterkara orð til að segja, en að hann var allur
í því. Ef ég ætti sterkara orð til, þá mundi ég nota það.
Ég get að eins bætt við: allur með lífi og sál.
En hvað er þá um sigurinn? Hann er sá sami, sem
fólginn er í sjálfu þessu máli. Þar vann hann sinn stærsta
sigur. En til þess þyrfti heilan fyrirlestur, að gjöra öllu
því starfi hans skil. Það hlýtur í eðli sínu að vera þýð-
ingarmesta þekkingaratriðið, sem til er fyrir oss menn-
ina, sem vitum að vér eigum að deyja, vér sumir innan
skamms og allir eitt sinn, að vita einnig, hvort vér sjálf-
ir og þeir, sem vér syrgjum, halda þá áfram að lifa. Það
er hvorki vítaverð vantrú né hugleysi, að grennslast eft-
ir því. Og hann hafði með eigin rannsóknum og reynslu
og frábærri þekking á rannsóknum margra annara stór-
menna andans, sem treysta má, fengið fulla vissu fyrir
framhaldslífi. Það var hans hæsta hugsjón að fá þá
sönnun og hjálpa einnig öðrum að eignast hana. Og
hann fékk þá sönnun og hjálpaði einnig öðrum. — Þess
vegna er hans minnzt hér í kveld, og þess vegna verður
nafn hans aldrei gleymt í þessu félagi. Honum er og
verður heldur ekki gleymt á öðrum starfssviðum; að
því höfum vér verið vottar í dag. Það er oss eigi að eins
ósegjanleg gleði, heldur mikill ávinningur. Því meira,
sem hann vex á öðrum sviðum, því meiri styrkur og
traust er félagi voru í því að hafa átt og eiga hann að
tryggingar- og ábyrgðarmanni fyrir málefni voru.
Guð blessi hann á þeirri þroskabraut, sem hann nú er
á, og oss öllum ástvinum hans og vinum minningu hans.
Ég er nú að ljúka máli mínu, en vil segja frá litlu at-
viki. Ég var fyrir tveimur vikum á miðilsfundi, þar sem
stjórnandinn sagði, að Haraldur Níelsson væri hjá mér
og væri að segja, að bann vildi ekki að við værum að
hafa þessa viðhöfn og umstang fyrir sig. Ég svaraði þeg-