Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 40
34
MORGUNN
að vera öðrum fremur áhugamál að færa sér þær í nyt
í starfi sínu. Gæt þú lamba minna, sagði Jesús.
Eitt, sem spiritismanum hefir verið fundið til niðrun-
ar, er það, að upptök hans hafi verið of lítilfjörleg, til
þess að af þeim gæti sprottið mikið alheimsmál. Eins og
kunnugt er, eru nútíðar sálarrannsóknir taldar byrja
með andahöggum, sem heyrðust í sambandi við fátæk
stúlkubörn. En sjálfur frelsarinn, sem öll hin mikla
kristindómsbygging er reist á, fæddist fátækt barn og
fékk ekki annað rúm en jötu. í gullfallegri prédikun,
sem nýprentuð er í Kirkjuritinu, segir Har. Níelsson:
„Sagan sýnir oss, að forsjónin velur vanalegast þessa
leiðina; tíðast fæðast þeir mennirnir, er afreka mest
öðrum til heilla, meðal lægri stétta mannfélagsins og
ósjaldan alast þeir í fyrstu við skort“. Hann hefir með
þessum samanburði fyrir augum sálarrannsóknirnar með
baráttu þeirra og því óumræðilega alheimshlutverki, sem
þeim er ætlað að vinna.
En það var ekki ætlun mín, að rekja sögu og þróun
spíritismans, heldur að eins með þessum lausu dráttum,
að minna á hvílíkt það málefni er, sem tengt er við félag
vort og helgar þessa 20 ára minning þess. — Að eins
vil ég minnast þess, að um hálfur sjötti tugur ára var
liðinn frá því málið hófst, þangað til þess varð vart hér á
landi. Þá var það upp úr síðustu aldamótum, að Einar
H. Kvaran tók fyrst að kynna sér málið og síðan vinna
fyrir það. Og í lið með honum gekk brátt Haraldur Ní-
elsson. Þótt þeir væru ólíkir, tókst með þeim mikil vin-
átta og samhugur um þetta mál. Lögðust þar á eitt hjá
þeim afburða gáfur og málsnild, andagift og áhugi, svo
að þótt mikil væri mótsaðan í fyrstu og stundum hat-
ramleg, stóðst það ekki fyrir rökum þeirra og ósigrandi
baráttuorku. Þeir voru öllu málinu þaulkunnugir, en
áttu við menn, sem ekkert vissu og héldu sig víst ekkert.