Morgunn - 01.06.1939, Qupperneq 42
36
M O R G U N N
í Iðnaðarmannahúsinu og er mér sá fundur einnig minn-
isstæður. Þeir félagarnir tveir gjörðu grein fyrir málinu
með hógværð, en sinni óbrigðulu röksnilld. Húsið var
fullskipað. Þar voru margir þegar sannfærðir og höfðu
verið í Tilraunafélaginu. En einnig margir, eins og t. d.
ég, sem ekki þekkti það félag nema lauslega af afspurn,
en farinn að hafa áhuga fyrir málinu. Á fundinum og
næstu daga gengu í félagið um 450 manns. Sagði for-
setinn Einar H. Kvaran, að það væri meira en hann hefði
nokkurn tíma búizt við. En þetta sýndi, hve málið átti
þegar mikil ítök í hugum almennings — sem og eðlilegt
var: að hugsa sér að geta fengið meira að vita um dýpstu
■og alvarlegustu ráðgátu lífsins: dauðann, sem allra bíð-
ur og enginn kemst hjá, að reyna að gjöra sér einhverja
grein fyrir — vita meira en trúar- og kennisetningar,
sem — hversu háfleygar sem eru — vantar þó nægar
stoðir, þegar mest á reynir, og hef ég þegar minnzt á það.
í fyrstu ársskýrslu sinni segir forseti: Þó að þetta af-
mælisbarn sé ungt enn, er mér óhætt að fullyrða, að
það hafi vakið mikla eptirtekt um alt land. Mér skilst
líka svo, að mörgum þyki vænt um það“.
Ég hygg og ég vona, að þessi ummæli eigi enn við af-
mælisbarnið, þegar það nú er orðið 20 ára gamalt. Úti
um landið mun því veitt eptirtekt, og hafður augastað-
ur á, hvað það leysir af hendi, og mörgum mun þykja
vænt um það og vænta sér góðs af því. Á oss hvílir því
mikil ábyrgð og vandi, að glata ekki því trausti og vin-
sældum, sem það ávann sér í upphafi.
Svo var ákveðið að félagið héldi einn fund á mánuði
frá sept.—maí og aukafundi ef svo bæri undir, og er-
indi flutt á hverjum fundi um sálræn efni.
Auk þess taldi forseti upp framtíðarverkefni, sem
hann hugsaði sér, þótt framkvæmdir yrðu að dragast:
1) Að koma upp húsnæði til að halda félagsfundi og
sambandsfundi og þar sem við gætum komið saman
okkur til gamans og gleði.