Morgunn - 01.06.1939, Side 44
38
M O R G U N N
hvort ritið án þessa hefði getað haldið áfram, svo að þótt
lítið væri annað, er þar stór liður í íramkvæmdum fé-
lags vors. Ég get í nafni þjóðarinnar, sem nú á þetta rit
í bókmenntum sínum, flutt þökk fyrst og fremst ritstjór-
anum, og þar næst afmælisbarninu okkar, félaginu. —
f»að leiðir af því, sem ég hef sagt, að hið nánasta sam-
band og samvinna hefir verið með ,,Morgni“ og félag-
inu, ritið átt allmjög undir félaginu og hag þess, og
félaginu aukizt álit og traust við að eiga hlut að útgáfu
þess.
Ekki verður hér komizt hjá að geta þess að, því miður,
fækkaði brátt hinni upphaflegu tölu félagsmanna, svo
að rýrast hlaut efnahagur þess og í líku hlutfalli afköstin
sem unnin hefðu verið ella. Þó hefir jafnan verið reynt
og tekizt að halda í aðalhorfinu um störf þess. Af þessu
mundi í fljótu bragði mega álykta, að dofnað hafi fljótt
hjá almenningi áhugi fyrir málefni félagsins. En sú
reynsla og þekking, sem vér höfum á því hve máleínið
útbreiddist fljótt og greip um sig, bendir á að sú ályktun
væri alls ekki rétt. Eptir því sem þekking óx á málinu og
menn gátu kynnzt því í „Morgni“ og á margan hátt, gátu
þeir betur fullnægt andlegri þörf sinni án þess að vera
í félaginu, haft þó not af starfi þess beint og óbeint. 1
andlegum skilningi er hægt að lifa á því, sem aðrir eiga,
án þess að taka það frá þeim. Þeir, sem fyrir utan fé-
lagið stóðu, gátu notið þess, sem við áttum, án þess að
eiga það beint með okkur. — Ég er ekki með þessu að
drótta að neinum óráðvendni. En íhugunarefni gæti það
verið, að þeir, sem utan félags eru og unna þó málefn-
inu eins og við, vildu eiga það með okkur og því leggja
sitt dýrmæta lið. Ég tel ekki upp, hvað félagatalan á
hverju ári hefir verið. Að undanteknum tveim fyrstu ár-
unum, er hún var um hálft fimta hundrað, hefir hún ver-
ið 2 til 3 hundruð, optast kringum 200, en eitt ár komizt
niður fyrir 1 !/£ hundrað. Þá var það sem forseti komst
á fundi svo að orði: „Komið er í nokkurt öngþveiti fyrir