Morgunn - 01.06.1939, Blaðsíða 45
MORGUNN
39
félaginu sökun fækkunar félagsmanna. Hefir félagið þó
ieyst af hendi mikið starf á undanförnum 16 árum, styrkt
,,Morgun“, haldið uppi fræðslu um sálarrannsóknir og
styrkt miðilsstarfsemi“. Lagði hann til, að fundunum
væri breytt í líkt snið og tíðkaðist í íélögum í Engiandi.
Voru þá teknar upp skyggnilýsingar og íleiri breytingar
á fundum. Jókst þá fundasókn og fjölgaði félögum og
eru nú nokkuð yfir 200 og ég vona ég megi segja góðar
horfur á að betur verði. Velvild og skilning á málefni
íélagsins vantar ekki, en ef til vill gleggra auga fyrir
þörfum þess, til þess að geta unnið sitt þýðingarmikla
og blessunarríka starf, sem þegar hefir veitt ótal hjört-
um huggun og nýja útsýn yfir ráðgátur og torfærur
lífsins, út fyrir takmörk félagsins, ég mundi segja hefir
gagnsýrt þjóðlífið, svo að þar er nýr andi og tónn hjá
þeim, sem eilífðarmálum sinna og eiga að vinna að þeim.
Jafnvel þótt þeir telji sig ekki þýðast málið, komast
þeir ekki undan áhrifum þess.
Kæru félagar, slíkt mál er það, sem félag vort er að
vinna fyrir. Ég spyr yður: megum vér gefast upp við
það? Á ekki orðtak vort að vera: fleiri liðsmenn, meira
starf. Hver liðsmaður bætir vöxtum við lífspund sitt, sem
honum er fengið að ávaxta.
Á þeim 20 árum, sem vér lítum til baka yfir í kveld og
félag vort hefir starfað, hefir það haldið 160 fundi og
á þeim verið flutt um 165 aðalerindi, auk þess sem í
sambandi við þau erindi og um önnur mál og atriði
hafa verið fluttar ótalmargar ræður, sem opt hafa verið
hinar uppbyggilegustu, fræðandi og uppörfandi. Eink-
um var það svo meðan við naut forsetanna beggja, sem
iðulega fluttu í sambandi við þessi erindi tölur, sem
þrungnar af áhuga og fróðleik, einatt voru ígildi er-
indanna sjálfra, útskýrðu þau enn betur og innrættu
•djúpt í hugum áheyrendanna. Má geta nærri hversu